Morgunblaðið - 17.02.2016, Side 36

Morgunblaðið - 17.02.2016, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 48. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Snjóflóðahætta og glórulaust … 2. Hélt milljónum frá skattinum 3. Bónusinn í takti við erlenda þróun 4. Hvannadalshnjúkur hefur hækkað »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Chalumeaux-tríóið og Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran flytja verk eftir Pál P. Pálsson, Hjálmar H. Ragn- arsson, Igor Stravinsky og J.S. Bach/H. Birthwistle auk þess að frum- flytja verk eftir Jónas Tómasson á tón- leikum í Hátíðarsal HÍ í dag kl. 12.30. Klarínettur og söng- ur í Hátíðarsal HÍ  Sjálfsbirting nefnist einkasýn- ing sem Ólöf Dómhildur Jó- hannsdóttir opnar í Galleríi Úthverfu í kvöld kl. 20. Í verkum sínum skoðar Ólöf mót- un kvenleikans, líkamans og sálarinnar með það að markmiði að ná æðsta stigi þarfa- píramídans í sjálfsbirtingu. Sýningin stendur til 20. mars. Ólöf Dómhildur sýnir í Galleríi Úthverfu  Apparat Organ Quartet og asdfhg. koma fram á tónleikum á Kex host- eli í kvöld kl. 21 og er aðgangur ókeypis. Tónleikarnir eru hluti af tónlistardagskrá sem fram fer á Kex samhliða Sónar Reykjavík. Apparat Organ Quartet skipa þeir Arnar Geir Ómarsson, Hörður Bragason, Sighvatur Ómar Kristinsson og Úlfur Eldjárn. Tvíeykið asdfhg. skipa Steinunn Jóns- dóttir og Orri Úlf- arsson. Apparat Organ Quar- tet og asdfhg. á Kex Á fimmtudag Fremur hæg breytileg átt og talsvert frost. Snjó- mugga á annesjum norðanlands, annars bjartviðri. Vaxandi suð- austanátt síðdegis, suðaustan 8-15 m/s og heldur hlýnandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 13-18 m/s norðvestantil en 5-13 m/s annars staðar. Kólnandi. Gengur í norðvestan 8-15 m/s með snjókomu fyrir norðan í kvöld. VEÐUR Leikmenn Esjunnar tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslit- um Íslandsmóts karla í ís- hokkí. Esja vann lið SR, 7:1, í lokaumferð Hertz-deildar- innar. Þetta verður í fyrsta sinn sem liðið leikur til úr- slita, en það var stofnað fyrir tveimur árum. Esja mætir ríkjandi meisturum Skautafélags Akureyrar í úrslitum Íslandsmótsins. Fyrsti leikurinn fer fram á föstudaginn á Akureyri. »2 Esjan í úrslit í fyrsta sinn „Við erum með það margar góðar stelpur í 2. flokki núna að við töldum að það væri mikið betra verkefni fyrir þær að fara með meistaraflokkslið í 1. deildina og spila við lið með eldri leikmenn. Þannig teljum við að þær verði fyrr tilbúnar að spila við liðin í Pepsi-deildinni,“ segir þjálfari kvennaliðs Vals í knattspyrnu, en nokkur af sterkustu lið- um lands- ins senda nú varalið sín í 1. deild- ina. »3 Betra verkefni að spila í 1. deild en 2. flokki .„Mér líst þvílíkt vel á þetta og ég tel þetta vera frábært skref fyrir mig á þessum tímapunkti,“ sagði miðvörð- urinn Hjörtur Hermannsson. Í gær var gengið frá samningi um að hann yrði lánaður frá PSV Eindhoven í Hol- landi til sænska úrvalsdeildarliðsins Gautaborgar. „Gautaborg er flottur klúbbur og ég fæ gott tækifæri til að spila í stærri deild.“ »4 Hjörtur segir vistaskipt- in vera gott skref ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hjónin Una Halldóra Halldórsdóttir og Geir Guðmundsson, sem áttu 60 ára brúðkaupsafmæli í fyrra, hafa sótt þorrablót Bolvíkinga oftar en nokkrir aðrir, hún 59 sinnum og hann 58 sinnum. „Ég fór einu sinni ein og þar fyrir utan höfum við misst af fjór- um blótum frá því við fórum fyrst 1954,“ segir Una. Bolvíkingar halda ríkt í hefðina og ber þorrablótið þess merki. Hefð er fyrir því að konur bjóði bændum sín- um á blótið, sem er eingöngu fyrir hjón, sambýlisfólk, ekkjur og ekkla í Bolungarvík. 11 konur eru í þorra- blótsnefnd, sem er skipuð til eins árs af fráfarandi nefnd. Þær sjá um undirbúning, skipulag og skemmti- atriði. Tvenn til þrenn hjón eru gjarnan trogfélagar, koma saman með þorramat fyrir sig í trogum. Ekki eru notuð hefðbundin hnífapör heldur vasahnífar að gömlum sið. „Grunnurinn hefur ekkert breyst en skemmtiatriðin eru vandaðri nú en áður og meira í lagt,“ segir Una. „Oft- ast er annáll ársins fluttur og svo eru alltaf sungnar vísur um nefndarkon- urnar. Og það get ég sagt með sanni að alltaf er jafn undrunarvert hvað býr í nefndarkonum, sem flestar koma hvergi fram opinberlega nema á þessum vettvangi. Ég efast líka um að nokkurs staðar á landinu sé samankomið eins margt fólk í ís- lenskum búningi eins og á þorra- blótinu okkar, en konur mæta til blótsins í upphlut eða peysufötum og karlarnir í dökkum jakkafötum eða íslenska hátíðarbúningnum.“ Hjónaklúbbur Þorrablótið varð til upp úr hjóna- klúbbi og var fyrst haldið í gamla stúkuhúsinu 1944. Árið 1952 var fé- lagsheimilið vígt og hefur blótið farið fram í því frá 1953. „Það ár trúlofuð- um við okkur og því fengum við að mæta árið eftir,“ segir Una. Henni finnst umræðan um aðgangsregl- urnar á stundum ekki eiga við rök að styðjast, því að blótið sé í raun fyrir ákveðinn klúbb fólks. „Þetta er okkar hópur, fyrst og fremst paraball, og við förum ekki á árshátíð hjá ein- hverju félagi eða vinnustað sem við tilheyrum ekki, eins og til dæmis árshátíð hjá bæjarstarfsmönnum,“ segir hún. Áréttar samt að hún hafi aldrei verið samþykk því að meina fráskildu fólki aðgang. „Nefndin hverju sinni ræður þessu. Það er eng- inn lagabókstafur til að styðjast við heldur aðeins hefðin og þær ungu eru ekki síður fastheldnar en þær eldri.“ Rúmlega 170 manns mættu á þorrablótið í ár. Una segir að sam- veran skipti mestu máli. „Stemningin og tilfinningin fyrir því að vera þátt- takandi í mannlífinu og gleðjast með samborgurunum. Sú tilfinning hefur ekkert breyst frá því við fórum á fyrsta blótið 1954. Þarna er ekkert kynslóðabil og þess eru dæmi að fjór- ir ættliðir í sömu fjölskyldunni hafi mætt á blótið,“ segir Una. Hún bætir við að þau hjónin hafi alla tíð tekið virkan þátt í félagslífinu í Bolungar- vík. „Við reynum að taka þátt í því sem í boði er þó að við séum orðin þetta fullorðin,“ segir Una og leggur áherslu á að þau séu hraust og í fullu fjöri, þótt þau séu komin á níræðis- aldur. „Við sitjum ekki heima ef við eigum kost á því að fara þangað sem eitthvað er um að vera.“ Oftast allra blótað þorra  Hafa sótt þorra- blót Bolvíkinga 58 og 59 sinnum Á þorrablóti Hjónin Geir Guðmundsson og Una Halldóra Halldórsdóttir ásamt Sólrúnu, dóttur þeirra. Ljósmynd/Sólrún Geirsdóttir Klæðnaður Allir í dökkum fötum og flestir í íslenskum búningi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.