Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 2
Hvað er Improv Ísland og hvernig lýsir spunatæknin sér? Improv Ísland er nýr grínleikhópur sem sérhæfir sig í langspuna og er nú með vikulegar sýningar í Þjóðleik- húskjallaranum. Hver sýning er spunnin á staðnum út frá einu orði áhorfenda. Það er ekkert ákveðið fyr- irfram og því er hver sýning frumsýning og lokasýn- ing. Spunatæknin er í raun ekkert ólík djassspuna eða fótbolta. Spunaleikarinn þarf að læra ýmsar reglur og vera í góðri æfingu. Þetta snýst að miklu leyti um góða samvinnu og mikla hlustun. Hvað þarf til að sýning heppnist vel? Til að sýning heppnist vel er auðvitað mjög mik- ilvægt að vera með góða áhorfendur. Við höfum verið mjög heppin og eingöngu fengið frábæra áhorfendur. Það skiptir miklu máli að spunaleikararnir séu í núinu, treysti hver öðrum og mæti hver öðrum af kærleika. Grunn- hugmyndin í spunanum er svo falleg. Allt sem ég geri á sviðinu geri ég til þess að láta mótleikara minn líta sem best út þannig að hann eða hún verði stjarna senunnar. Hvernig kviknaði áhuginn á spuna? Ég skráði mig af algjörri rælni á námskeið hjá Dóru, stofnanda Improv Ísland, fyrir tveimur árum. Svo varð ég alveg hugfangin strax frá fyrstu mínútu og hef síðan reynt að læra meira og spinna meira. Nú ert þú myndlistarkona, hefur það áhrif á það hvernig þú nálgast spunann? Ég hugsa nú að það hafi áhrif á það hvernig ég nálgast allt. En ég finn mun frekar fyrir því að spuninn hafi hjálpað mér í myndlistinni. Ég er miklu áræðnari í að taka ákvarðanir og standa með þeim, segja já við mínum eigin hugmyndum og stækka þær. Það hefur hjálpað mér mjög mikið. Er taugatrekkjandi að spinna fyrir fullum sal af fólki? Nei, alls ekki. Fyrir það fyrsta er frábært að standa fyrir framan fullan sal af hlæjandi áhorfendum. Svo er svo gaman að spinna með hinum spunaleikurunum. Þetta snýst allt um kærleika. Áður en við förum á svið horfumst við í augu og segjum „Got your back“ sem þýðir að ef einhver er í ruglinu þá grípa meðleikararnir mann alltaf. Þannig að mér finnst ég alltaf örugg á sviðinu, sama hvað gerist. Hvað er síðan á döfinni hjá þér? Improv Ísland verður með vikulegar sýningar á miðvikudögum fram á vor. Ég er að vinna nýja sýningu með Sirkus Íslands sem verður þó ekki frumsýnd fyrr en þarnæsta sumar. Ég er að vinna seríu af bók- verkum tengdum birtingarmyndum gleðinnar sem ég ætla einhvern tíma að koma út í alheiminn. Þess á milli er ég bara að njóta þess að vera nýbökuð móðir, sem er alveg geggjað. Morgunblaðið/Eggert RAGNHEIÐUR MAÍSÓL STURLUDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Þetta snýst allt um kærleika Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.3. 2016 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fer á EM – það vitum við öll. Þegar stelp-urnar okkar fara á slík stórmót fer minna fyrir því, því miður. Fjölmiðlarhafa ýmsar útgáfur af afsökunum fyrir því að fjalla minna um kvennabolta en karlabolta, og því ættum við að hætta. Já bara alveg að hætta því. Mig langar að leggja það til hér að EM karla í fótbolta í Frakklandi verði notað sem mælistika í fjölmiðlaumfjöllun um stórmót. Fjölmiðlaumfjöllun um þetta mót verður geysilega mikil, það skyldi enginn efast um það. Þessa helgi (í mars!) veljum við á Sunnudagsblaði Moggans til dæmis að segja frá því hverjir lýsa leikjunum og greina frá stemn- ingunni á mótinu á forsíðu blaðsins, því við teljum að fólk hafi áhuga á efn- inu. Fyrirfram myndi ég spá því að á næstu vikum verði meiri umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum um EM karla en kosningar til forseta Íslands sem fram fara um svipað leyti í sumar. En aftur að þessu með mælistik- una … að loknu þessu mikilvæga móti í Frans, sem margir Íslendingar eru þegar búnir að bóka sig á (und- irrituð meðtalin), ættum við að gera mótið upp og skoða það út frá um- fjöllun fjölmiðla. Fara með reglustik- una á öll dagblöð og skeiðklukkuna á sjónvarpsþættina og skoða hversu mikið var fjallað um EM karla í Frakklandi. Síðan, þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta keppir næst á stórmóti, þá skulum við (fjölmiðlafólk sérstaklega) samviskusamlega draga fram þessar mælingar og fjalla alveg nákvæmlega jafnmikið um það mót. Í mínum huga er enginn vafi á að áhugi er fyrir því hjá þeim sem fylgjast með fjölmiðlum. Kannski finnst einhverjum þetta hallærisleg pæling, og það er bara í góðu lagi. En eitthvað þarf að gera til að minnstu stelpurnar okkar, þessar sem eru að byrja að æfa fótbolta, eignist fyrirmyndir í boltanum til jafns á við strákana. Hjá strákunum eru fyrirmyndir á hverju strái og þeir geta auðveldlega mátað sig við leikmennina, safnað spjöldum og svo framvegis. Umfjöllun, bæði magn og gæði, skiptir nefnilega máli í sjálfu sér. Fjölmiðla- háð íþrótt eins og fótboltinn (hann lifir bókstaflega vegna sjónvarpsins) þarf á umfjöllun að halda og fólk kallar eftir því að vita meira. Allt í einu eru til dæmis allir orðnir sérfróðir um hönnun keppnisbúninga. Það er ekki illa meint þótt fólk gagnrýni heldur sýnir þetta bara áhugann á íþróttinni. Við viljum helst vita allt og rýnum í hvert smáatriði. Í stóru heildarmyndinni er búningurinn þó auð- vitað ekki aðalmálið, heldur hvernig strákarnir koma til með að skila sínu hlut- verki á vellinum. En við sem störfum við fjölmiðla þurfum líka að skila okkar hlutverki – og vonandi getum við gert sífellt betur í öllu sem snýr að þessari stórskemmtilegu íþrótt hvort sem hún er leikin af körlum eða konum. Eyrún Magn- úsdóttir Morgunblaðið/Eggert Hér er EM um EM frá EM til EM Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Allt í einu eru allirorðnir sérfróðir umhönnun keppnisbúninga.Það er ekki illa meint þótt fólk gagnrýni heldur sýnir bara áhugann á íþróttinni. Iðunn Jónasardóttir Nei, en okkur langar rosalega mikið að fara til Ítalíu í hjólaferð. Það er draumurinn. SPURNING DAGSINS Ertu búin (n) að skipu- leggja sum- arfríið? Tumi Björnsson Ég er ekki búinn að gera það en ég vona að sumarið verði gott. Gunnar Einar Annelsson Ég var að því í morgun. Fara til Tenerife. Oddný María Haraldsdóttir Ég verð bara að vinna hjá Arion banka uppi á flugvelli. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson Ragnheiður Maísól Sturludóttir, myndlistarkona, er meðlimur spunaleikhóps- ins Improv Ísland sem heldur vikulegar sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum. Ragnheiður Maísól ásamt dóttur sinni Steinunni Lóu Ragnarsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.