Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.3. 2016
LESBÓK
N
jáls saga er einfald-
lega eitt af tíu stór-
kostlegustu verkum
bókmenntasög-
unnar. Ég nefni
hana með harmleikjum Shake-
speares, með Ilíonskviðu, með Gleði-
leiknum guðdómlega … Fólk sem
hefur lesið Njálu veit og skilur að
þarna á hún heima,“ segir banda-
ríski lagaprófessorinn William I.
Miller. Eins og heyra má hefur hann
ástríðufullan áhuga á Njálu og öðr-
um Íslendingasögum og segir þann
áhuga ekkert hafa dofnað, þvert á
móti, þótt hann hafi kennt sögurnar
háskólanemendum síðustu fjóra ára-
tugi. Og hann er ekki bara hrifinn af
þekktustu sögunum.
„Mér finnst sumar stuttu sagn-
anna, sumir sagnaþættirnir, vera
með bestu smásögum sem skrifaðar
hafa verið. Auðunar þáttur vest-
firska er til dæmis ein besta smá-
saga sem samin hefur verið; ég gæti
nefnt nokkrar nútímasögur sem
færu á sömu hillu en þær eru ekki
margar. Þetta eru óviðjafnanlegar
frásagnir! Þetta er ekkert annað en
snilld! Hvað er í vatninu hér,“ segir
hann og hlær.
Njála kennd í lagasögu
Í liðinni viku hélt Miller þrjá fyrir-
lestra um Hrafnkels sögu við laga-
deild Háskóla Íslands, við hrifningu
þeirra sem heyrðu, og flutti einnig
fyrirlestur hjá Miðaldastofu, um frá-
sagnarhátt Íslendingasagnanna.
Miller hefur verið prófessor við laga-
deild hins virta Michigan-háskóla frá
árinu 1984, þar sem hann hefur
kennt námskeið um Njálu og al-
menna lögfræði. Hann hefur haldið
fyrirlestra um Íslendingasögurnar
við fjölda háskóla. Og Miller er höf-
undur virtra og vinsælla bóka og
nokkrar þeirra fjalla sérstaklega um
Íslendingasögurnar. Sú nýjasta er
„Why is your axe bloody“: A Read-
ing of Njáls Saga (2014) en eitt
kunnasta umfjöllunarefni hans eru
blóðhefndir sem hann skrifar meðal
annars um í Bloodtaking and Peace-
making: Feud, Law and Society in
Saga Iceland (1990). En hvers vegna
hefur lagaprófessor verið að kenna
og skrifa um Njálu í öll þessi ár?
„Á sínum tíma var ég ráðinn inn í
lagaskólann þótt engum þar dyldist
að ég ætlaði sérstaklega að fjalla um
Íslendingasögurnar,“ svarar hann.
„Ég sagðist vilja fjalla um lögin í
sögunum, lagaflækjurnar – en það er
ekki bara vegna þeirra sem ég er svo
áhugasamur um þessar sögur. Þær
eru einfaldlega svo hlaðnar af öllu
mögulegu, að það var meira að segja
hægt að sannfæra sérfræðinga í lög-
um um að það mætti kenna þær út
frá lagasögu.“ Hann glottir.
„Ég hef líka kennt ýmsa kúrsa í
almennri lögfræði og tel mig hafa
gert það nokkuð vel en vinsælasta
námskeiðið sem ég kenndi öll þessi
ár kallaði ég Blóðhefnd og þar lásum
við einfaldlega Íslendingasögurnar í
enskum þýðingum. Og það var svo
vinsælt vegna þess að sögurnar eru
svo frábærar. Ár eftir ár hafa nem-
endur brugðist eins við og ég gerði
þegar ég komst fyrst að því að Ís-
lendingasögurnar væru yfir höfuð
til: með því að spyrja hvers vegna
bækur sem eru svo stórkostlegar
séu ekki jafn frægar og Lér konung-
ur, Ilíonskviða eða Biblían.
Það er svo augljóst að bestu Ís-
lendingasögurnar, eins og Njála, eru
með því besta sem nokkurn tíma hef-
ur verið skrifað. Samt er iðulega
ekki talað um þessa texta á þann
hátt, sem heimsbókmenntir. Sífellt
er verið að spyrja hvaðan þeir
spretta, hvort þeir komi úr munn-
legri eða skriflegri geymd, en samt
búa þessar sögur yfir svo ótrúlega
margbrotnum heimum og fléttum að
mér finnst höfundur Njálu vera fylli-
lega sambærilegur við [forngríska
sagnfræðinginn] Þúkýdídes hvað
varðar taktíska snilli og pólitískt og
fræðilegt insæi. Bestu sögurnar eru
líka skrifaðar af hreint ótrúlegu sál-
fræðilegu innsæi.“
Hver faldi þessa gjöf?
Miller gjörþekkir Íslendingasög-
urnar og heim þeirra en hvernig
komst hann í kynni við þær?
„Það var fyrir slysni. Ég var við
framhaldsnám við Yale-háskóla, í
franskri 19. aldar sögu, og hund-
leiddist. En ég var með afar góðan
námsstyrk og sótti um að skipta yfir
í enskudeildina. Jú, það var hægt en
fyrst varð ég að taka ákveðin grunn-
námskeið. Eitt þeirra var í engil-
saxnesku og þar var ég kynntur fyrir
áhrifamesta skáldskap sem ég hafði
lesið. En þarna var íslenskur nem-
andi, Magnús að nafni, sem fannst
ekkert mikið til um hrifningu mína á
þessum gömlu ensku textum.
„Finnst þér þetta gott?“ spurði
hann. „Lestu frekar Njáls sögu.“ Og
ég náði mér í Penguin-útgáfuna og
var ekki búinn með meira en um
þrjátíu blaðsíður þegar ég spurði
sjálfan mig hvernig á því stæði að ég
hefði ekki haft hugmynd um að þessi
bók væri til. Hver hafði falið þessa
gjöf fyrir okkur öllum? Og ég tók að
lesa sögurnar og læra um þær – og
fann gegnum þær leið til að lifa af því
að lesa og fjalla um þær! Og gat lesið
Njálu aftur og aftur og aftur …“
Svo svalar sögur
Miller gerir mikið af því að bera
saman heim Íslendingasagnanna og
samtímann. Sjálfur ólst hann upp í
verkamannahverfi í miðvesturríkj-
unum þar sem hann kynntist því
áþreifanlega á unglingsaldri hvað
gjörðir og framkoma skipta miklu
máli við að öðlast viðurkenningu. Til
að mynda í íþróttum, þar sem sumir
eru með sífelldan kjaft, „trash-
talking“ eins og hann kallar það, á
meðan aðrir láta þögnina tala.
„Ég bendi nemendum mínum
stundum á þessar tvær ólíku aðferð-
ir við að ögra eða hafa sálræn áhrif á
andstæðinga sína. Önnur er að hafa
hátt og segja öðrum að maður sé
bestur. Hin er að vera svalur í þögn-
inni. Egill Skallagrímsson var mesti
ruslkjaftur sögunnar, hann gat ekki
þagað, og svo er það svali, þögli
gaurinn: Skarphéðinn Njálsson. Þá
sjaldan hann segir eitthvað er það
gríðarlega snjallt og svalt. Þessir
stílar takast sífellt á. Þetta er stíll
þöglu hetjunnar hans Clints East-
wood gegn hinni síkjaftandi svörtu
kvikmyndahetju. Báðir stílar virka
og taka andstæðinga á taugum,“
segir Miller. Hann segir að þetta
megi sjá í sífelldum metingi rappara,
sem allir vilji vera öðrum betri, og er
samskonar metingur og ríkir milli
skálda í Íslendingasögunum.
„Ég hef séð að ein af ástæðum
þess að nemendur mínir hafa heillast
af Íslendingasögunum er að ólíkt því
þegar þeir lesa dýrlingasögur eða
rómönsur frá miðöldum, þá þarf
ekkert að undirbúa þau eða útskýra
sögurnar – þau ganga beint inn í
heim þessara texta. Það er eins og
allt liðið í svölustu Hollywood-
myndunum stígi beint út úr Íslend-
ingasögunum!“ Hann setur sig í
stellingar og fer djúpraddaður með
Höfundur Njálu var snillingur
„Það er svo augljóst að bestu Íslendingasögurnar, eins og Njála, eru með því besta sem nokkurn tíma hefur verið skrifað,“ segir
bandaríski lagaprófessorinn William I. Miller. Hann hefur kennt Íslendingasögurnar í háskólum og skrifað um þær bækur.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is