Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 52
FURÐUR Fólk
leggur sitthvað á
sig til að ná sjálf-
um (selfies) en fyr-
ir liggur að sjálfur
urðu fleira fólki að
fjörtjóni á síðasta
ári en hákarlar.
Fleiri hafa þó hlotið skaða af en
mannfólkið en svanur nokkur
fannst dauður í Makedóníu á dög-
unum eftir að ferðakona hafði rifið
hann upp úr vatni til að taka af
þeim sjálfu. Aumingja svaninum
varð svo um þetta að hann stein-
drapst. Hermt er af þessu í breska
blaðinu Metro en þar kemur einnig
fram að höfrungur hafi drepist
undir svipuðum kringumstæðum í
Argentínu fyrir skömmu. Það er þó
óstaðfest.
Drap svan
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.3. 2016
LESBÓK
KVIKMYNDIR Daniel Craig hefur gefið sterklega í
skyn að hann hafi leikið njósnara hennar hátignar,
James Bond, í hinsta sinn. Enda þótt aldrei eigi að segja
aldrei verður umræðan um arftaka hans æ fyrirferðar-
meiri. Breska blaðið The Guardian velti þessu fyrir sér í
vikunni og komst að þeirri niðurstöðu að Idris Elba væri
heppilegasti kosturinn. Um það eru veðbankar blaðinu
sammála. Tími sé kominn á hörundsdökkan Bond. Þá
þykir blaðinu tímabært að endurvekja kynþokka Bonds
og láta hann vefja veikara kyninu um fingur sér, líkt og
Roger Moore gerði forðum. Það eina sem The Guardian
þykir vinna gegn Elba er aldurinn. Leikarinn sé orðinn
43 ára sem þýði að hann verði líklega 45 ára þegar
fyrsta myndin verði frumsýnd.
Elba upplagður Bond
Idris Elba.
AFP
TÓNLIST Enda þótt Madonna hafi í áratugi
verið eitt mesta ólíkindatól poppheima tókst
henni að koma áhangendum sínum í opna
skjöldu í vikunni þegar hún hjólaði inn á svið-
ið á tónleikum í Ástralíu á þríhjóli, klædd í
trúðsbúning. Hlóð síðan í Send in the Clowns
eftir Stephen Sondheim. Vel lá á söngkon-
unni þetta kvöld og ófáar skrítlur fengu að
fjúka. Meðal annars þessi: „Ef ykkur líkar
ekki við skartið í munni mér, þá eru útidyrn-
ar þarna!“ Alvaran varð þó ekki alfarið eftir
heima en eitt laganna tileinkaði Madonna 15
ára syni sínum, Rocco, en hún hefur staðið í
forræðisdeilu við föður hans, Guy Ritchie.
Trúðurinn Madonna á þríhjóli
Madonna blessunin er augljóslega til alls vís.
Reuters
Donald Trump á kosningafundi.
Jafnaldri
Trumps á safn?
FURÐUR Kynlífssafn nokkurt í
Las Vegas hefur skorað á auðkýf-
inginn og forsetaframbjóðandann
Donald Trump að láta sér í té eftir-
mynd af skökli sínum en það ágæta
líffæri barst fyrir skemmstu óvænt
í tal í kappræðum þeirra er sækjast
eftir útnefningu repúblikanaflokks-
ins. Gaf Trump þar í skyn að hann
væri hreint ekki illa vaxinn niður.
Talsmenn kynlífssafnsins krefjast
þess að hann sanni það með þessum
hætti.
FURÐUR Hávaði í kringum Reag-
an-flugvöllinn í Washington hefur
verið til umræðu undanfarin miss-
eri. Þeim sem krefjast úrbóta brá
þó nokkuð í brún þegar upplýst var
að 6.500 af 8.670 kvörtunum sem
bárust í fyrra komu frá sömu mann-
eskjunni. Það jafngildir því að við-
komandi hafi kvartað átján sinnum
á dag. Flugvallaryfirvöld hafa eigi
að síður ennþá áhuga á að ná sátt-
um við íbúa í grenndinni.
6.500 kvartanir
Ég held að allir sem eitthvertskynbragð bera á popp-tónlist sjöunda áratugarins
séu sammála um að George Martin
hafi skipt sköpum. Ekki bara fyrir
Bítlana, heldur fyrir breska popp-
tónlist í heild sinni. Hann mótaði
hljóm áratugarins.“
Þetta segir Sveinn Guðjónsson
blaðamaður og tónlistarmaður, oft
kenndur við Roof Tops, um upp-
tökustjórann góðkunna, sem féll frá
í vikunni.
Sveinn segir að þegar Bítlarnir
sneru sér fyrst til hans hafi Martin
ekki verið ýkja hrifinn af lögunum
sem þeir voru með í pokahorninu.
Það hafi hann látið hafa eftir sér.
„En hann heillaðist strax af per-
sónutöfrum þessara drengja og
fann kraftinn sem þeir höfðu komið
sér upp á rokkárunum í Hamborg,
þar sem þeir spiluðu klukkutímum
saman á hverju einasta kvöldi.“
Sveinn segir Martin hafa þótt
„Love Me Do“ skásta lagið sem
Bítlarnir bjuggu að á þessum tíma
og fann leið til að útsetja það og
taka upp. „Úr varð lag sem mörg-
um þykir alveg prýðilegt og gaf
tóninn fyrir það sem Bítlarnir stóðu
fyrir. Það má með góðri samvisku
segja að George Martin hafi skapað
hljóminn sem Bítlarnir urðu þekkt-
ir fyrir. Áður en þeir kynntust hon-
um voru þeir bara hráir rokkarar.“
Sveinn er ekki í vafa um að Bítl-
arnir hefðu aldrei náð eins langt og
þeir gerðu án Martins. Þeir hefðu
alltaf orðið frambærileg rokk-
hljómsveit en ekkert mikið meira.
„Hann kom auga á hæfileika þeirra
og þroskaði þá hjá hverjum og ein-
um. Martin skynjaði til dæmis
strax að Bítlarnir yrðu að fá sér
annan trommara; skipta Pete Best
út fyrir Ringo Starr. Menn hafa
mikið verið að stúdera trommuleik
Ringos í seinni tíð og komist að
þeirri niðurstöðu að hann sé frábær
trommuleikari sem eigi mikinn þátt
í velgengni hljómsveitarinnar.“
Klassískur bakgrunnur
Martin var með klassískan bak-
grunn í tónlist og segir Sveinn
hann hafa haft áhrif á lagasmíðar
Bítlanna. „Hann skynjaði að undir
niðri var þetta klassísk tónlist, eins
og fáir efast um í dag. Þegar
reynslu Martins og ferskleika Bítl-
anna var blandað saman varð þetta
útkoman. Að mínu mati er það
fyrst og fremst George Martin að
þakka að tónlist Bítlanna varð sí-
gild og á eftir að lifa miklu lengur
en við. Mörg lög Bítlanna eru
ódauðleg.“
Auk áhrifanna bendir Sveinn á
að Martin eigi frasa í einstökum
lögum, s.s. í „Eleanor Rigby“. Þá
hafi hann þróað hjá þeim fals-
ettutæknina.
Afar kært var með Bítlunum og
Martin, ekki síst Paul McCartney,
sem kallað hefur hann sinn annan
föður. Þá minntist hann upptöku-
stjórans á samskiptamiðlum í vik-
unni með þeim orðum að ef einhver
ætti rétt á að vera kallaður „fimmti
Bítillinn“ væri það Martin. „Þeir
gerðu ýmsar tilraunir, félagarnir,
og það var fyrst og fremst samstarf
Martins og McCartneys sem skóp
meistaraverkið „Sgt. Pepper’s“,“
segir Sveinn.
Hann vekur einnig athygli á því
að Martin hafi verið flinkur við að
raða upp lögum á stórar plötur og
fengið þær þannig til að virka sem
best. Þann hæfileika megi ekki van-
meta; sjaldnast dugi að setja bak-
verðina í senterinn.
Martin starfaði með mörgum
fleirum, svo sem Cillu Black,
Gerry and the Pacemakers og
seinna Elton John og The
Police. „Hann hafði gríð-
arleg áhrif og margt af
því sem hann kom nálægt
hefur slegið í gegn og lif-
að.“
George Martin ásamt
Bítlunum árið 1964.
Getty Images
Gerði Bítlana sígilda
Upptökustjórinn George Martin sálaðist í vikunni, níræður að aldri. Hann hafði mikil áhrif á popp-
tónlist 7. áratugarins og leiða má líkum að því að án Martins hefðu Bítlarnir aldrei náð eins langt.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
George Martin fæddist í
Lundúnum árið 1926. Hann
lærði á slaghörpu og óbó í
Guildhall School of Music
and Drama og starfaði við
klassísku tónlistardeildina
hjá breska ríkisútvarpinu,
BBC, eftir útskrift. Árið
1950 gerðist hann upp-
tökustjóri hjá EMI og tók
meðal annars upp efni með
Peter Sellers og Spike Milli-
gan.
Martin er þekktastur fyrir
samstarf sitt við Bítlana en
hann tók upp allar breið-
skífur þeirra nema þá síð-
ustu, Let it Be. Það kom í
hlut Phils Spectors.
Ferill Martins í
tónlist, við upp-
tökur og stjórn-
unarstörf, spann-
ar meira
en sex
ára-
tugi.
Meira en sex-
tíu ára ferill
Sveinn
Guðjónsson.