Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.3. 2016 MATUR Pasta skal það vera! Spaghetti, tagliatelle, lasagne, fettuccine, cannelloni, macaroni, penne, rigatoni, ravioli, farfalle og gnocchi eru nokkur nöfn sem flestir kannast við en yfir þrjú hundruð tegundir af pasta fyrirfinnast í heiminum. Möguleikarnir eru endalausir en pasta er borið fram með ýmsu kjöti, fiski, grænmeti og sósum. Flestum finnst pastaréttir góðir, bæði börnum og fullorðnum. Hér má finna fjórar ljúffengar uppskriftir sem munu láta bragðlaukana dansa. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Fyrir 6 600-700 g risarækjur og/eða annar skelfiskur 400-500 g pasta, t.d. tagliatelle 1 dós saxaðir tómatar í dós 1 rauðlaukur, skorinn í fína strimla 4 hvítlauksgeirar, pressaðir 2 msk rautt eða grænt pestó 1 msk rifinn parmesanostur 2 dl hvítvín safi úr ½ sítrónu 2 msk söxuð steinselja 1 rautt chili, fínt saxað (má sleppa) svartur pipar salt eftir smekk Setjið hvítlauk og lauk á pönnu með jómfrúar- olíu og mýkið. Bætið tómötum, hvítvíni, pestó og parmesanosti við, piprið vel og sjóðið í ca 2 mínútur. Kreistið ½ sítrónu yfir. Setjið til hliðar. (Það er hægt að geyma þetta í marga klukku- tíma.) Sjóðið pasta og steikið skelfiskinn við góðan hita með smá ólífuolíu, t.d. risarækjur (með/án skeljar), hörpuskel, humar eða krækling. Þegar pastað er tilbúið er öllu blandað saman. Stein- selju og chili stráð yfir að lokum. Berið fram með auka parmesan og hvítlauksbrauði. Hægt er bæta við grænmeti, t.d. kúrbít eða papriku, eða nota aðrar kryddjurtir. Frá grgs.is. Skelfiskpasta Fyrir um það bil 6-8 2 msk ólífuolía 1 kg nautahakk 1 stór stilkur sellerí, smátt skorinn 1 rauðlaukur, smátt skorinn 2 hvítlauksgeirar, pressaðir nokkrir sveppir ca 8-9, smátt skornir 1 tsk steinselja, þurrkuð spínat, magn eftir smekk kotasæla, lítill dós rifinn mozzarellaostur, magn eftir smekk parmesanostur, magn eftir smekk 1 pakki lasagneplötur salt og nýmalaður pipar SÓSAN 1 dós hakkaðir tómatar 1 dós Ítalía-tómatapassata ½ handfylli af ferskum basillaufum 2-3 msk tómatpúrra 3 dl vatn 1 kjúklingateningur salt og nýmalaður pipar Hitið olíuna í potti og steikið hvítlaukinn. Bætið því næst við rauðlauk, selleríi og sveppum. Steikið við vægan hita í 1-2 mín- útur. Færið grænmetið í skál og setj- ið nautahakkið á pönnuna og steikið vel. Kryddið hakkið ansi vel með salti, pipar og steinselju. Því næst náið þið ykkur í pott, setjið hakkið og grænmetið út í og byrjið á sósunni. Setjið allt út í sem ég nefndi hér að ofan, hrærið vel í þessu og leyfið því að malla við vægan hita í 15-20 mín. Gott er að henda út í nokkrum lárvið- arlaufum. Kryddið kjötblönduna vel með salti og pipar og smakkið til. Hitið ofninn í 180°C. Setjið 1⁄3 af kjötblöndunni á botninn í eld- föstu móti og setjið mozzarella, parmesan og spínat yfir. Raðið la- sagneblöðum yfir og endurtakið leikinn; þetta lasagne er í þremur lögum. Kotasælan þarf aðeins að vera í einu lagi. Að lokum stráið þið mozzarella- og parmesanosti yfir og jafnvel smá salti og pipar. Bakið í ofninum í 35-40 mínútur. Látið réttinn standa í 10 mínútur á borði svo hann verði ekki sjóð- heitur. Gott að bera fram með fersku salati og hvítlauksbrauði. Frá evalaufeykjaran.is. Lúxus lasagne Evu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.