Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 46
LESBÓK Dansverk Katrínar Gunnarsdóttur, Kvika, er sýnt í Kassa Þjóðleikhúss-ins. Áhugafólk um danslistir er hvatt til að missa ekki af áhugaverðri sýningu; sýnt er á laugardagskvöld og aftur á þriðjudag. Dansinn stiginn í Kviku 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.3. 2016 Ég hef nú þekkt þetta verk lengi, frá þeimtíma þegar ég var að læra á klassíska gít-arinn. En þetta verður í fyrsta skipti sem ég flyt það, og í fyrsta skipti sem ég flyt klass- ískan gítarkonsert,“ segir Guðmundur Péturs- son gítarleikari. Hann stígur á sunnudag á svið Menningarhússins Hofs á Akureyri, ásamt Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands, og flytur fyrir hlé verkið sem hann er að tala um, hinn rómaða konsert fyrir klassískan gítar og hljómsveit, Concierto del Sur, eftir Manuel Ponce. Eftir hlé leikur hann síðan splunkunýjan konsert eftir sjálfan sig, Konsert fyrir rafmagnsgítar og hljómsveit. Hvað varðar fyrri konsertinn hefur Guð- mundur meðal annars leikið á klassískan gítar með Kammersveit Reykjavíkur og það segir hann það næsta sem hann hefur komist því að leika konserta að flytja verk fyrir gítar og kammersveit eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Þá hefur hann leikið í verkum eftir Leif Þórarins- son, Atla Heimi Sveinsson og fleiri. „Flutningur slíkrar klassískrar eða samtíma- tónlistar hefur ekki verið mitt helsta viðfangs- efni,“ segir Guðmundur sem hefur þó komið af- ar víða við í íslensku tónlistarlífi með gítara í höndunum. „Mér var boðið að flytja annars vegar klass- ískan gítarkonsert og hins vegar annan með raf- magnsgítar og ýmsir klassískir komu til greina. Flestir þeir frægustu eru í þessum spænska og suðurameríska stíl og þekktastur þeirra er konsert eftir Aranjuez en það má segja að þessi eftir Ponce sé sá næsti þar við. Hann er mjög mikið fluttur. Mér fannst liggja of beint við að velja konsert Aranjuez og valdi hinn.“ Þetta er konsert í þremur þáttum og Guðmundur segist hafa byrjað að skoða hann og læra fyrir tæpu ári. Fjárfesting gítarleikarans „Hvað rafmagnsgítarkonsertinn varðar þá byrj- aði ég á að skoða nokkra slíka en var satt best að segja ekkert mjög hrifinn af þeim. Ég fékk þá þessa hugmynd, að skrifa sjálfur konsert í mínum stíl. Þegar verki er lýst með þessum orð- um, konsert fyrir rafmagnsgítar og sinfón- íuhljómsveit, þá kann sumum að þykja gítarinn virka eins og hálfgerð boðflenna með hinni klassísku hljómsveit. Þannig virkaði það að minnsta kosti á mig en ég taldi að ef ég myndi skrifa konsert þar sem ég byggði á mínum eigin stíl gæti ég látið hljómsveitina mæta rafmagns- gítarnum með þeim hætti sem ég myndi sjálfur vilja heyra,“ segir Guðmundur og bætir við að þar sem gríðarleg vinna felist í því að undirbúa sig fyrir flutning á slíkum konsert líti hann nú á það sem ákveðna „fjárfestingu“ fyrir sig að hafa samið og undirbúið fyrir flutning eigið tónverk. Guðmundur segir rafmagnsgítarkonsertinn taka um 35 mínútur í flutningi og er hann einnig í þremur þáttum. En þegar hann segir konsert- inn vera í sínum stíl, hvað á hann þá við? „Í báðum þessum konsertum er gítarinn vita- skuld í forgrunni og hvað varðar klassíska kons- ertinn sem ég leik má tala um stöðluð stílbrigði. Verk Ponce er vissulega dæmigerð síðróm- antísk tuttugustu aldar gítarmúsík. Það er ákveðinn stíll, ákveðinn skóli. En þegar kemur að því að ég leiki konsert með rafmagnsgítar finnst mér það kalla á persónulegri nálgun. Ég vildi mæta þeirri nálgun og spila eins og mér er eiginlegt. Næsti maður sem leikur á rafmagns- gítar leikur allt öðruvísi en ég.“ Það eru sóló Eins og landsmenn þekkja er Guðmundur gríð- arlega fjölhæfur gítarleikari sem virðist geta stigið inn í hvaða kombó sem er. „Út frá músíklegu sjónarmiði hef ég samt minn stíl og mína nálgun á rafmagnsgítarinn þótt ég flytji ýmsar tegundir af tónlist. Á undan- förnum árum hef ég líka gefið út þrjár plötur með eigin músík og með það í huga taldi ég líka, þegar ég ákvað að semja konsertinn sjálfur, að þá hlyti að koma eitthvað áhugavert út úr því, og líklega frekar en ef ég væri að rýna í nótna- parta sem einhver annar hefur skrifað fyrir gít- ar og hljómsveit.“ Finnst Guðmundi vera skyldleiki milli kons- ertsins nýja og nýjustu plötunnar, Sensus, sem hann sendi frá sér í haust? „Ákveðin höfundareinkenni koma augljóslega fram en formið er annað; orkestran kallar á öðruvísi músík,“ svarar hann. „Síðasta platan mín er frekar ryþmískt stat- ísk og konsertinn er það á köflum en ég geri líka ýmislegt sem er orkestralt og vitna einnig í hluti af allt öðrum toga.“ Eru engin gítarsóló? „Jú,“ svarar Guðmundur og glottir. „Það eru sóló. Og það mætti segja að það væru nánast fleiri sóló í konsertinum en á plötunum mínum. Þetta er önnur músík en ég hef áður gert þótt það séu alltaf höfundareinkenni í hverju sem maður er að gera; í konsert sem þessum, þegar maður semur djassmúsík eða annað.“ Talandi um djassinn, þá hlaut lagið Henrik eftir Guðmund með hljómsveitinni Annes Ís- lensku tónlistarverðlaunin á dögunum, og hann hefur líka leikið allrahanda rokk og popp og meðal annars farið á kostum með ýmsum út- gáfum Memfismafíunnar og Senuþjófum Meg- asar, og þá hefur hann leikið blús frá unga aldri og vakti sjálfsagt þar fyrst athygli margra. Finnst honum þetta allt skemmtilegt? „Já. Þetta er allt skemmtilegt. En enn og aft- ur þá finnst mér vera einn og sami þráðurinn gegnum þetta allt saman – þetta eru mismun- andi hljóðheimar en ég er alltaf að tala upp úr sama grunnhjartanu.“ Blúsinn sé einfaldur, „mjög verbal“ og spilaður á „lýrískum miðum á skapandi hátt“. Sama sé með djassinn, „þótt hann sé aðeins flóknara format og ryþmískt öðruvísi, og þegar maður semur konsert sem þennan er maður enn og aftur að gera það sama nema það er meiri arkitektúr í því, mörgum röddum og hugmyndum er teflt saman. Maður er alltaf að músisera út úr sömu tilfinning- unni … Í raun og veru er maður líklega alltaf að gera það sama nema hver tónlistartegund hefur mis- munandi takmarkanir. Í gítarkonsert sem þess- um er ramminn til að mynda mjög víður,“ segir Guðmundur og segist eiga nóg af hugmyndum í næstu verk. Gítarleikarinn heldur áfram að þenja tónlistarheim sinn út. „Þetta eru mismunandi hljóðheimar en ég er alltaf að tala upp úr sama grunnhjartanu,“ segir Guðmundur Pétursson um fjölbreytileg verkefnin sem hann tekst á við. Morgunblaðið/Golli Út úr sömu tilfinningunni Guðmundur Pétursson gítarleikari flytur á sunnudag tvo gítarkonserta í Hofi með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Sá fyrri er fyrir klassískan gítar en hinn konsertinn samdi Guðmundur sjálfur fyrir rafmagnsgítar, út frá sínum eigin stíl. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is ’Í raun og veru er maður líklega alltaf að gera þaðsama nema hver tónlistartegundhefur mismunandi takmarkanir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.