Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 29
1 lambalæri, ca. 3 kíló
ólífuolía
lambakjötskrydd
salt og pipar
2 sætar kartöflur
12 kartöflur
6 gulrætur
1 paprika
2 rauðlaukar
2 hvítlaukar (ég notaði solo-
hvítlauka sem koma í heilu)
piparkorn
600 ml vatn
Hitið ofn í 80-100°C, undir- og yf-
irhita. Snyrtið lærið, skolið og
þerrið. Því næst er borin á það
ólífuolía og það kryddað með
lambakjötskryddi, salti og pipar.
Kartöflur, sætar kartöflur og gul-
rætur flysjaðar og skornar í mátu-
lega bita, frekar litla. Laukurinn,
paprikan og hvítlaukurinn sömu-
leiðis. Raðið öllu í botninn á steik-
arpotti, hellið vatninu yfir, bætið
dálitlu af piparkornum út í og þá
er lærið lagt yfir grænmetið. Lok-
ið steikarpottinum og látið lærið
steikjast í ca. sex til sjö tíma við
80-100 gráður. Best er að stinga
kjöthitamæli í lærið. Þegar það
hefur náð 60-65 gráða kjarnhita
er það tilbúið. Þegar steikartím-
inn er liðinn er gott að taka lokið
af pottinum og stilla ofninn á 220
gráður og grill. Þannig er lærið
grillað í ca. 10 mínútur eða þar til
puran er orðin dökk og stökk. Ef
mögulega grænmetið er ekki al-
veg tilbúið á þessum tímapunkti
er hægt að leggja lærið á bretti og
hella grænmetinu í ofnskúffu. Á
meðan lærið jafnar sig áður en
það er skorið niður og lokið er
við sósugerð er hægt að setja
grænmetið í ofnskúffunni inn í
ofninn við 200-220 gráður og
baka það í ca. 10 mínútur eða þar
til það er alveg eldað í gegn.
SÓSA
Vökvinn í ofnpottinum er síaður
frá kartöflunum og grænmetinu.
Gott er að fleyta mestu fituna of-
an af vökvanum. Því næst er útbú-
in smjörbolla.
40 g smjör
40 g hveiti
3 dl rjómi
2-3 tsk lambakraftur (eða nauta-
kraftur)
2 tsk rifsberjahlaup
1 msk sojasósa
sósulitur
salt og pipar
Bræði smjörið í potti og þeytið
hveitinu saman við. Því næst er
síaða vökvanum bætt út í smjör-
bolluna smátt og smátt á með-
alhita og pískað vel á meðan. Þá
er rjómanum bætt út í auk
lambakrafts og sósan smökkuð til
með kryddum, rifsberjahlaupi og
sojasósu. Ef sósan er þunn er
hægt að þykkja hana með sósu-
jafnara.
Frá eldhussogur.com.
Hægeldað
páskalamb
2 msk. smjör (og smá auka til að smyrja
form)
3 hvítlauksrif, pressuð
2 msk. hveiti
3/4 bolli mjólk
1/2 bolli rifinn parmesan ostur
salt og svartur pipar
2 stórar kartöflur, afhýddar og skornar í
þunnar skífur
Hitaðu ofninn í 200°C. Taktu múffu-
form og smyrðu það með smjöri.
Hitaðu smjör í potti yfir meðalhita.
Settu hvítlaukinn út í og steiktu í mín-
útu. Bættu þá út í hveitinu og hrærðu
þar til þykknar, u.þ.b. 2 mínútur. Helltu
þá rólega mjólkinni saman við og
hrærðu stanslaust þar til silkimjúkt, eða
í ca 5 mínútur. Taktu þá af hitanum og
hrærðu ostinum saman við og saltaðu
og pipraðu. Skiptu kartöflusneiðunum
jafnt í formin 12 og helltu blöndunni yf-
ir. Bakaðu í ca 25 mínútur í forhituðum
ofni. Passar vel með öllu kjöti.
Kartöflu múffur
13.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Fyrir 8-10
2 vænir hausar brokkólí
2 dósir Campbell-
sveppasúpur
1 stór poki rifinn ostur
½ peli rjómi
1 lítil dós majónes
salt
pipar
rasp
smjör
Skerið og léttsjóðið
brokkólí. Raðið í smurt
eldfast mót.
Hrærið saman
sveppasúpu, osti,
rjóma og majónes og
saltið og piprið. Þetta
á að vera eins og þykk-
ur grautur. Blandið vel
við brokkólíið og stráið
vel af raspi yfir. Setjið
nokkrar klípur af
smjöri hingað og þang-
að yfir réttinn. Bakið í
ofni þar til vel heitt í
gegn og raspið orðið
gullinbrúnt. Tekur ca.
30-40 mínútur. Frá-
bært meðlæti með öllu
kjöti.
Brokkólígratín
facebook.com/noisirius
Númega páskarnir koma því aðNóa páskaeggin eru tilbúin.
Og vitið þið bara hvað? Við vönduðumokkur alveg sérstaklega
í ár, því við vitum að þið viljið hafa þau fullkomin. Bæði
gómsæta súkkulaðiskelina sem bráðnar ímunni og allt
góðgætið sem leynist þar fyrir innan.
Ekki ryðjast— það er nóg til fyrir alla.
Þaueru tilbúin
SÍRÍUÓ