Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 40
TÆKNI 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.3. 2016 Bandaríska hönnunarfyrirtækið Ten One Design hefur hannað stykki fyrir hleðslutæki fyrir MacBook og iPad sem gerir það mun þægilegra að hlaða græjurnar þar sem pláss er naumt. Með Blockhead-viðbótinni verður hægt að lauma hleðslutækinu bak við rúm eða sófa. Þægilegra að hlaða Þegar ég hélt heim úr vinnunni í gær var ég með vinnu-tölvuna í vasanum og þegar heim var komið stakk éghenni í samband við skjá, lyklaborð og mús og hélt áfram að vinna. Þó tölvur hafi farið minnkandi var þetta þó minnsta vél sem ég hef komist í tæri við, ekki nema 151,9 x 78,4 mm að stærð og ekki nema 8,1 mm að þykkt. Já, og ekki nema 165 grömm að þyngd. Glöggir hafa væntanlega áttað sig á að ég er að tala um síma, sem birtist reyndar á myndinni hér til hliðar, og tækni- fróðir hafa sennilega líka kveikt á því að ég er að tala um Lumia 950 XL. Já, og tengikví sem kallast Microsoft Display Dock sem gerir kleift að nýta símann sem tölvu með því að nota Continuum-tækni sem er innbyggð í Windows 10 og þar með Lumia 950-símana. Lumia 950 og 950 XL með Windows 10 eru andlit farsíma Microsoft, bestu sím- arnir sem fyrirtækið framleiðir og þeir tækni- legustu og góð vísbend- ing um hvert Microsoft stefnir, hvernig fyrir- tækið hyggst tvinna saman farsíma, fartölvur, borðtölvur, leikjatölvur og allskyns heimilistæki með aðstoð Windows 10, tryggja að öll apparöt geti talað saman og einnig, það sem mestu skiptir, unnið sam- an. Ef allt gengur eftir munu notendur þá nota sama hugbúnað á ólíkum tækjum – forritin laga sig einfaldlega að tækinu, skjá og inntaksmöguleikum þess. Það að vinna í Windows 10 með símann var og nánast eins og að vinna á borðtölvunni sem fékk frí á meðan. Ekki alveg eins hraðvirkt, nema hvað, en nógu hraðvirkt. Lumia 950 XL er annars framúrskarandi sími. Hann er með 5,7" AMOLED-skjá með framúrskarandi litastýringu og 1440x2560 díla upplausn (Quad HD), 518 díla á tommu. Þetta er þó ekki venjulegur AMOLED heldur bætti Microsoft við ClearBlack-skautunarsíu sem gerir hann enn betri, sér- staklega utandyra þar sem skerpan verður mun meiri. Síminn er stór, en ekki risastór, eiginlega passlega stór þó hann passi ekki vel í buxnavasa alla jafna. Hann fer og vel í hendi, plastið er stamt og einfalt að nota hann með annarri hendi, til að mynda með því að smella tvívegis á Windows- hnappinn, en þá lagar hann sig að því að vera notaður með annarri hendi. Einfalt og snjallt. Hægt er að skipta út rafhlöðu í símanum, ef vill, en mér finnst það reyndar ofmetið atriði, enda eru framleiðendur flestir hættir að spá í slíkt. Myndavélar í Microsoft-farsímum hafa verið venju fremur góðar hingað til og vélin í 950 XL-símanum er afbragð. Mynd- flagan er 20 MP og linsan frá Zeiss. Í vélinni er hristivörn í linsu og þrefalt LED-flass. Ljósopið er F/1,9. Á framhlið sím- ans er 5 MP myndavél. Myndavélaforritið sjálft er líka með ýmsum viðbótum eins og myndir sem fella stutt myndskeið saman við og hægt er að skoða á tækjum með Windows 10, og betri stýringu á HDR-myndatöku, en þá tekur vélin nokkrar myndir í einu með mismunandi flassstyrk og myndasmiðurinn getur síðan valið best lýstu myndina úr. Vinnsluminni í símanum er 3 GB og gagnaminni er 32 GB, en svo er líka rauf fyrir SD-kort og því hægt að auka plássið verulega ef vill. Rafhlaðan er rífleg á pappírnum, 3.300 mAh, og endingin fín þann tíma sem ég hef haft símann. Hann styð- ur hraðhleðslu eins og allir almennilegir símar nú til dags og eins þráðlausa hleðslu. Hann er annars hlaðinn um USB-C tengi, en fyrir einhverjar sakir virðist bara hægt að nota straumbreytinn og snúruna sem fylgir. Það undirstrikar reyndar að USB-C er ekki bara USB-C heldur eru ýmis af- brigði í notkun. Lumia 950 XL kostar 134.990 kr. hjá OK-beint. Lumina 950 kostar 119.990 kr. Microsoft Display Dock tengikví kostar 19.990 kr. Með vinnutölvuna í vasanum Draumur Microsoft er að allir í heim- inum noti Windows, nema hvað. Nýr far- sími, Lumia 950 XL, sýnir það vel, enda nýtist hann sem fyrirtaks farsími, frábær reyndar, og líka sem bráðgagnleg tölva sem keyrir Windows 10. ’Lumia 950 XL ergóð vísbending umhvert Microsoft stefn-ir, hvernig fyrirtækið hyggst tvinna saman farsíma, fartölvur, borðtölvur, leikjatölv- ur og allskyns heim- ilistæki með aðstoð Windows 10 og tryggja að öll apparöt geti unnið saman. Græjan Árni Matthíasson arnim@mbl.is Tæknihátíðin SXSW Interactive hefst í Austin í Texas um helgina þar sem hún fer fram samhliða stórri tónlistar- og kvikmyndahá- tíð. Mashable.com skrifar að á hverju ári verði eitt app alveg sér- staklega vinsælt á SXSW. Á síð- ustu árum hafa forritin Twitter, Foursquare og Meerkat slegið í gegn á hátíðinni. Mashable spáir þessum fimm velgengni í ár: 1. Anchor Þetta er samfélagsmiðill sem notast við talað mál. Notendur hlaða inn stuttum hljóðbútum, sem aðrir geta hlustað á, deilt og svarað. Þetta þykir minna á Twitter og Facebook nema bara með talmáli. 2. Shorts Paul Davison, höfundur Shorts, hefur áður notið velgengni á SXSW með appinu Highlight, sem hefur nú fallið í gleymskunnar dá. Shorts snýst um að deila upp- lýsingum, myndum og fleiru með vinum á þægilegan hátt. 3. KnowMe KnowMe snýst um að búa til stutt myndbönd með talmáli og samblandi af ljósmyndum og myndböndum. Forritið þykir minna á Vine í notkun. JJ Abrams og annar stofandi Moviefone, And- rew Jarecki, eru bakhjarlar verk- efnisins og ætla þeir að mæta á há- tíðina til að kynna það. 4. Tribe Tribe snýst helst um mynd- bandsskilaboð og gerir það ein- staklega þægilegt að deila stuttum hljóð- og myndskilaboðum. Hægt er að vinna sér inn stig í Tribe- samfélaginu þegar appið er notað. 5. Cola Messenger Tilgangurinn með þessu appi er að gera það ennþá auðveldara að skiptast á skilaboðum við fólk, ekki síst til að skipuleggja sameig- inlega viðburði, svo eitthvað sé nefnt. TÆKNIHÁTÍÐIN SXSW Eiga þessi eftir að slá í gegn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.