Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 22
yfir var Sean Penn. Ég hefði aldrei
trúað því. Ég hélt að ég myndi aldr-
ei verða það. Það er bara mottó hjá
mér að það er enginn æðri en ann-
ar,“ segir Kristín og lýsir því hvern-
ig það var þegar hún sá Sean Penn í
fyrsta sinn. „Við vorum fyrir austan
í tökum þegar Sean Penn kom.
Hann labbar inn á hótelið, lítill og
hjólbeinóttur „hillbilly“ í kúreka-
skyrtu og gallabuxum, í bomsum
með derhúfu. Sko, svo mikill „hill-
billy“! Hann labbar bara inn og í al-
vörunni, þá gerist það sem fólk talar
um, ég fékk í hnén! Ég kiknaði
bara,“ segir hún og brosir.
Hún segir Penn hafa verið alþýð-
legan og hann hafi til að mynda af-
þakkað bílstjóra og viljað keyra
sjálfur. „Hann kveikti sér bara í síg-
arettu inni og enginn þorði að segja
neitt og svo drap hann bara í á mat-
ardiskinum. Og það voru bara allir
eins og ég með í hnjánum,“ segir
hún og hlær. „Einu sinni hlammaði
hann sér við hliðina á mér í mat-
artjaldinu! Og þá gat ég ekki borð-
að,“ segir hún og sýpur hveljur yfir
tilhugsuninni.
Frjáls eins og
fuglinn á jöklum
Starfið hefur leitt Kristínu víða en
hún hefur ferðast bæði innanlands
og erlendis til að farða. Hún segir
það, ásamt að búa til karaktera, það
skemmtilegasta við starfið. „Það er
eitt það skemmtilegasta sem ég geri,
þessi forréttindi að fá að ferðast
svona mikið. Þó að mér hafi alltaf
þótt gaman að skoða landið mitt þá
gerum við það ekki eins í þessum
bransa, því við erum oft að fara á
einhverja leynda staði. Ég er alveg
sjúk í jöklana, bæði Langjökul og
Vatnajökul. Það er heilun að vinna á
þessum stöðum. Að vera uppi á jökli
í heilan dag og ekki í símasambandi.
Og í alvörunni, maður verður eins og
fuglinn, svo frjáls. Maður losnar við
allt, allar áhyggjur,“ segir hún upp-
numin.
„Svo hef ég unnið í svissnesku
Ölpunum. Það var mikil upplifun að
vinna í 3.000 metra hæð og fara í
kláf í vinnuna. Ég að deyja úr
lofthræðslu, ég hugsa að ég geri
þetta aldrei aftur í lífinu!“ segir
hún.
Móri, aðalpersóna í Vonarstræti
sem leikinn er af Þorsteini Bach-
mann, er uppáhaldskarakterinn
sem Kristín hefur skapað.
’ Við vorum fyrir austaní tökum þegar SeanPenn kom. Hann labbar inná hótelið, lítill og hjólbein-
óttur „hillbilly“ í kúreka-
skyrtu og gallabuxum, í
bomsum með derhúfu. Sko,
svo mikill „hillbilly“! Hann
labbar bara inn og í alvör-
unni, þá gerist það sem fólk
talar um, ég fékk í hnén!“
Kristín farðar Sigurð Sigur-
jónsson í útitökum á myndinni
Hrútum í kulda og trekki.
Kristín vann við þýsku heim-
ildamyndina Amundsen vs. Scott
sem fjallar um kapphlaupið á
Suðurpólinn árið 1912.
Það fór vel á með
Kristínu og Theodóri
Júlíussyni leikara.
VIÐTAL
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.3. 2016