Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Síða 17
Morgunblaðið/Eggert 13.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Þetta leggst frábærlega í mig. Einsog hvert annað mannsbarn á Ís-landi er ég þrælspenntur fyrir þessu móti,“ segir Guðmundur Bene- diktsson, sem mun lýsa öllum leikjum Ís- lands á EM og öðrum helstu leikjum á mótinu. „Það er dásamlegt að fá að taka þátt í þessu móti, þó það sé ekki með sama hætti og mig dreymdi um í æsku. En nær kemst ég líklega ekki þeim draumi. Og það mat byggi ég á ástandi líkamans,“ heldur hann áfram og skellir upp úr. „En að öllu gríni slepptu þá er það mikill heiður fyrir mig að vera fenginn til að lýsa frá þessum risastóra viðburði.“ Guðmundur viðurkennir að beiðni SkjásEins hafi komið honum á óvart enda er hann í fullu starfi sem íþróttafrétta- maður hjá öðrum fjölmiðli, 365. „Miðl- arnir náðu samkomulagi sín á milli og fyrir það er ég þeim báðum afar þakk- látur. SkjáEinum fyrir að leita til mín og 365 fyrir að lána mig í verkefnið. Ég er bara lánaður eins og hver annar leik- maður og sný aftur til minna starfa hjá 365 að EM loknu,“ segir Guðmundur og bætir við að hann sé einnig þakklátur hinum vinnuveitanda sínum, KR, þar sem hann gegnir starfi aðstoðarþjálfara þjóðarstoltið hjá okkur Íslendingum – en þetta verður eitthvað ennþá meira. EM í Frakklandi verður eitthvað sem við mun- um aldrei gleyma.“ Guðmundur segir rétt að stilla vænt- ingum í garð íslenska liðsins í hóf en þó sé alveg ljóst að liðið fari ekki til Frakk- lands bara til að vera með. „Það er eng- in ástæða til svartsýni. Það getur enginn bókað eitt né neitt gegn íslenska liðinu og í fyrsta leiknum verður öll pressan á Portúgal og stórstjörnunni þeirra. Ég sé okkur ekki tapa þeim leik. Sjáum svo bara til með framhaldið. Þetta verður stórkostleg veisla!“ meistaraflokks karla, fyrir að gefa sér grænt ljós til að taka verkefnið að sér en Guðmundur mun lýsa leikjum Íslands frá Frakklandi. Fyrst og fremst stolt „Það er fyrst og fremst stolt sem kemur upp í hugann,“ svarar Guðmundur þegar hann er beðinn að ímynda sér hvernig honum verði innanbrjósts þegar íslenska liðið gengur inn á völlinn í fyrsta leikn- um. „Það eru ekki allir búnir að átta sig á því hversu risastórt það augnablik verður og gera það örugglega ekki fyrr en á það reynir. Það er jafnan stutt í Eitthvað sem við munum aldrei gleyma Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir viðurkennir að hún sé nú enginn sér- fræðingur um knattspyrnu. En þannig er það einmitt hugsað, hlut- verk þeirra Hugrúnar Halldórsdóttur verður að fjalla um stemn- inguna og mannlífið kringum mótið í stað þess að rýna endilega í sparkið sjálft. Og finna öðruvísi vinkla. „EM verður hálfgerð þjóðhátíð enda munu margir sem alla jafna fylgjast ekki með fótbolta sökkva sér á kaf í stemn- inguna. Okkar hlutverk verður að finna áhugaverðar sögur í kringum mótið, hvort sem það er í heima- húsum, í fyrirtækjum eða á götum úti, og tala tungumál almennings. Það verður nóg af sérfræðingum til að greina leikina sjálfa,“ segir Sigríður Þóra. Hún gerir ráð fyrir að verkefnið verði svakalega skemmti- legt og líst vel á samstarfshópinn. „Við þekkjumst misvel innbyrðis og fyrir vikið gæti dýna- míkin á milli okkar orðið mjög skemmtileg.“ Sigríður Þóra er hóf- lega bjartsýn á gengi Ís- lands á EM. Liðið hafi alla burði til að koma á óvart. „Það er stór- kostlegt afrek hjá lið- inu að komast á þetta mót og mín tilfinning er sú að þetta sé bara byrj- unin hjá þeim.“ Verður hálfgerð þjóðhátíð Gylfi Þór Sigurðsson, skærasta stjarna íslenska liðsins. Kolbeinn Sigþórsson skorar gegn Tékkum á Laugardalsvellinum. Morgunblaðið/Eggert Tólfan, stuðningshópur landsliðsins, mun gegna stóru hlutverki í sumar. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.