Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 36
FERÐALÖG 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.3. 2016 Íbúar og gestir Genóa sóla sig á almenningsströndinni Santa Margherita Ligure. Stór hluti strandlengjunnar á ítölsku rívíerunni, og víðar um Ítalíu, er í eigu einkaaðila og því þarf að greiða fyrir aðgang. Cinque Terre þýðir bókstaflega löndin fimm en um er að ræða fimm falleg strandþorp á vesturströnd Ítalíu, í Liguria héraði. AFP Dómkirkjan í Mílanó er engri lík og eiginlega er hægt að skoða hana aftur og aftur og sjá alltaf einhverjar nýjar hliðar og smáatriði sem gleðja augað. AFP Frá Mílanó og áfram Tískuborgin Mílanó fellur oft í skuggann af öðrum ítölskum borgum, en það er vel þess virði að verja nokkrum dögum í að rápa þar um, skoða fræg kennileiti og þræða matarmarkaði. Þá er tilvalið að taka lest frá Mílanó og sóla sig á ítölsku rívíerunni eða heimsækja falleg strandþorp. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Góður matur og afslappaðandrúmsloft er það semmargir tengja við ítalskan lífsstíl. Fá lönd hafa náð jafn langt í að laða að sér ferðamenn eins og Ítalía, en samt er hægt að fara þang- að án þess að þurfa að tæma budduna eða lenda í endalausum túristagildr- um. Mílanóborg er ekki endilega sú borg sem fer efst á listann yfir þær sem taldar eru eftirsóknarverðar til að heimsækja á Ítalíu. Margir ein- faldlega aka í gegnum borgina eða nota flugvöllinn til millilendingar. Ve- rona, Flórens og Feneyjar eru róm- antískari og Róm toppar allar aðrar þegar kemur að menningarverðmæt- um og flúruðum minjum. En Mílanó er lifandi og skemmtileg borg sem er gaman að heimsækja og tiltölulega þægileg yfirferðar. Beint flug frá Íslandi yfir sumarið Beint flug er til Mílanó hjá Icelandair frá því í lok maí og til loka ágúst. Hjá WOW er flogið beint til Mílanó frá því í byrjun júní og þar til í byrjun októ- ber. Borgin sjálf hefur upp á margt að bjóða. Það er vel þess virði að skoða Duomo, dómkirkju borgarinnar og helsta kennileiti hennar. Meðal merkra minja borgarinnar sem er erfitt að láta framhjá sér fara, eigi að heimsækja borgina á annað borð, er síðasta kvöldmáltíðin eftir Leonardo da Vinci í kirkjunni Santa Maria delle Grazie. En eins og með alla fjölfarna staði er gott að kynna sér vandlega fyrirfram hvenær þeir eru opnir (og helst mæta snemma morguns áður en röð tekur að myndast). Mílanó eru auðvitað þekkt sem tískuborg og það er ekki erfitt að finna fatabúðir í borginni. En það er líka vel þess virði að kynna sér matarmarkaði sem eru víða um borgina. Þá koma bændur úr nágrannabæjum og selja sínar vörur beint úr þar til gerðum bílum. Flest hverfi borgarinnar eru með sína markaði á vissum dögum. Vart er hægt að hugsa sér ferskari afurðir en þær sem er ekið rakleitt frá býli, auk þess sem verðið á matarmörkuðunum er jafnan lægra en í matvöruversl- unum. Fyrir utan hvað stemningin er góð. Innan borgarinnar er neðanjarð- arlestarkerfi sem er þægilegt og ein- falt í notkun. Fyrir þá sem vilja njóta útsýnis meðan farið er milli staða í borginni er upplagt að ferðast með sporvögnum. Mílanóborg er ekki sérlega stór svo það er líka auðvelt að komast fót- gangandi milli staða. Fyrir þá sem vilja sjá meira af Ítalíu, og jafnvel komast á strönd, er til dæmis hægt að verja 3-4 dögum í Mílanó og halda svo af stað í að skoða fleiri staði á Ítalíu. Þótt Mílanóborg sé ekki við sjó er tiltölulega einfalt að taka lest frá borginni og komast þannig á fallega ítalska strandstaði. Lestarsamgöng- ur eru almennt góðar á Ítalíu og til- tölulega ódýrt að ferðast með lestum milli staða. Nágrannaborgin Genóa er miðjan á hinni svokölluðu ítölsku rívíeru, en strandlengja Liguria-héraðs gengur jafnan undir því nafni. Um einn og hálfan tíma tekur að komast með lest frá Mílanó til Genóa. Þessi aldna hafnarborg er mikil matar- og menn- ingarborg og hluti gamla bæjarins í Genóa er á heimsminjaskrá UNESCO. Cinque Terre eru vinsæll viðkomu- staður ferðamanna, enda fátt sem toppar fegurð þessara fimm þorpa. Þessi víðfrægu þorp hanga nánast ut- an í klettum á ströndinni vestur af La Spezia á vesturströnd Ítalíu. Það er vel þess virði að gera sér ferð þangað, en um þrjá tíma tekur að komast með lest til Cinque Terre frá Mílanó. Þá má nefna að frá Mílanó er að- eins klukkustundar lestarferð til hins fagra Gardavatns þar sem finna má skemmtigarða og fádæma náttúru- fegurð. Frá Mílanó eru ferðamönnum því nánast allir vegir færir. Litrík húsin við höfnina í Porto Venere nálægt Lerici, sem er suður af Genóa, eru heillandi. Í Porto Venere eru þrjú þorp, öll á heimsminjaskrá UNESCO.  Ítalíuvefurinn góði www.minitalia.is er kjörin uppspretta fróðleiks um Ítalíu og allar hennar lystisemdir.  Á skemmtilegu ferðabloggi á slóðinni www.where- milan.com má finna ýmsar upplýsingar um Mílanó og meðal annars lista yfir matar- markaðina og hvenær þeir eru. VAFRAÐ UM ÍTALÍU Kannið allan kostnað Það borgar sig að kynna sér vandlega hvað kostar að ferðast með skíði og skíðaskó milli landa. Oft rukka flugfélög svo mikið fyrir að bera búnaðinn milli landa að það jafnvel borg- ar sig að skilja skíðin eftir heima og leigja þau á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.