Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 15
13.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 aldrei því ég var að halda uppi blekkingunni. Ég er bara þannig fíkill að ég fer strax í dag- lega neyslu. Ef ég er fullur á þriðjudegi klukk- an þrjú sjá það allir en ef maður notar efni sem ekki er lykt af og nær að stilla því þannig að maður sé ekki rangeygður, er hægt að við- halda þessu í einhvern tíma. En svo bara hrundi þessi spilaborg. Og þegar hún hrundi, var það skrítin tilfinning. Þá var það pínu létt- ir. Ekki af því að ég ætlaði að hætta heldur af því að þá gat ég gert þetta í friði. Ég þurfti ekki alltaf að vera að ljúga og vera í brjáluðum blekkingarleik,“ segir hann. „Þú fékkst bara að vera dópisti í friði?“ spyr ég. „Já. En ég hafði alltaf þráð að lifa bara heilbrigðu og venjulegu lífi og þá fór ég að hefja meðferðar- göngu. En það gekk ekkert. Ég reyndi eins og ég gat,“ segir hann en fíknin var öllu sterkari á þessum tíma. Vinnur markvisst að hamingjunni Davíð segir að þegar hann fór að stunda stíft AA-fundi hafi batinn farið að koma og hann náð tökum á lífi sínu. Hann hefur verið edrú núna í 3 og hálft ár og líður vel. „Ég hef aldrei verið eins hamingjusamur. En það er markviss vinna að því,“ segir hann en á neyslutímabilinu þurfti hann að segja skilið við ástríðu sína, að vera körfuboltadómari. „Það er erfitt að vera körfu- boltadómari og e-pillusjúklingur. Þetta fer ekkert sérstaklega vel saman. En í þetta skipti var eitthvað öðruvísi. Og ég fór að tala við þá sem eru í körfuboltabransanum og þeir vildu gefa mér annað tækifæri. Sem er alls ekki sjálfgefið eftir allt sem var búið að ganga á. Og ég er rosalega þakklátur fyrir það því þetta var gulrótin. Ég er svo heppinn að hafa fundið þetta. Ég stefni að því að verða alþjóðlegur körfuboltadómari,“ segir hann. „Mig langar að hjálpa fólki að lifa heilbrigðu lífi og hugsa já- kvætt. Ég fór að vinna markvisst að því að vera hamingjusamur. Það er ekki það sama að líða vel og vera hamingjusamur. Ég fór að taka til í höfðinu á mér og sá að hugsun hefur áhrif á líð- an og þá fór ég að gera alls konar hluti til að stuðla að minni hamingju. Ég fór að hreyfa mig. Mér fannst það ekki alltaf gaman, mér leið ekki alltaf vel, en það gerði mig hamingju- saman. Ég tók til í mataræðinu, hætti að reykja og hætti að horfa á klám. Þetta gerðist hægt og rólega á þremur árum og ég fór að breytast. Lífið fór að breytast,“ segir hann. Ég spyr hvort hann sé búinn að fyrirgefa sér for- tíðina. „Stundum,“ svarar hann og útskýrir að þegar hann horfi á vini sína sem eru farnir að búa, kaupa íbúðir og eru fjárhagslega vel staddir, þá hugsi hann ósjálfrátt um hvernig sitt líf hefði getað orðið. „Þegar ég festist í því að halda að það sé mælikvarði á hamingju, fæ ég pínu sting. En þetta var bara mín leið og ég hef þroskast mikið og þetta hefur hjálpað mér að verða að þeim manni sem ég er í dag. Ég er að gera það sem ég elska,“ segir hann. Fíkniefnin rústuðu lífinu „Hvað myndirðu vilja segja við þrettán ára stráka í dag sem eru að fikta við eiturlyf?“ „Það er náttúrlega ekkert hægt að segja við þá. Það er bara þannig. Auðvitað á maður að kenna þeim aga og láta þá taka ábyrgð,“ segir hann. „Það skiptir engu máli hvað ég segi, því miður. Ég man að þegar ég var þrettán ára var fræðsla um skaðsemi fíkniefna. Ég settist á fremsta bekk og glósaði,“ segir hann en það var neyslusagan sem heillaði en ekki skaðsemi eiturlyfjanna. „Þetta er svo gott, ekki mis- skilja mig, ég hef engan áhuga á þessu. Þetta rústaði lífi mínu, þetta eyðilagði líf mitt. Og það tók mig langan tíma að byggja það upp aft- ur og ég var heppinn að geta það. Það eru ekki allir jafn heppnir og ég,“ segir hann um eitur- lyfin. „Þetta breytir líðan manns, hugsun manns og skoðunum manns og það fer allt að snúast um þetta á örskammri stundu. Þannig var það hjá mér,“ segir hann. „Ég get kannski bara notað þetta til góðs,“ segir hann um for- tíðina. Ég spyr nú um húðflúrið. Davíð segist vera trúaður maður. „Ég stunda bænir og hugleiðslu af því að það lætur mér líða vel. Það hjálpar mér að vera rólegur og yfirvegaður og hjálpar mér að vera betri maður. Hjálpar mér að vera hamingjusamur,“ segir hann að lokum. Davíð Tómas, öðru nafni Dabbi T, hefur snúið við blaðinu og lifir nú heilbrigðu lífi. Ástríða hans í lífinu er að dæma körfubolta og rappa. Morgunblaðið/Ásdís Körfuboltadómarinn að störfum en Davíð veit fátt skemmtilegra en að dæma körfu. ’Ég horfði til vina minna sem voru bara í háskóla og að kaupa sér íbúðir, voru að byggja uppheilbrigt líf. Eitthvað svona venjulegt. Ég horfði á það öfundaraugum. Og ég gerði tilraun tilað blanda þessu tvennu saman, neyslunni og eðlilegu lífi. Reyndi það mjög stíft. Dabbi T er aftur farinn að rappa eftir langt hlé. Hinn átján ára gamli Dabbi T gaf út plötuna Óheflað málfar og þótti hún hörð og hressileg. Sverrir Vilhelmsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.