Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 43
blóði. En hann og þeir hinir töldu sig þó vera tækni- lega saklausa, enda hefðu þeir lotið fyrirmælum Len- íns og Stalíns og sjálfir átt aftöku vísa, hreyfðu þeir efasemdum. Hvað varð um þá? Svo fór að Sovétríkin liðuðust í sundur, gufuðu upp og voru tekin til gjaldþrotaskipta. Ekki nokkur maður hefði getað spáð fyrir um að þetta samansúrraða, mannúðarsnauða kerfi myndi hverfa svo áreynslulít- ið. Það er fróðlegt að sjá hvernig afkomendum valda- manna í innsta hring Sovétríkjanna sálugu reiddi af eftir fall þeirra. Fyrst er þess að geta að enginn af hæstráðendum Sovétríkjanna galt fyrir verk sín með lífi sínu. Lenín lést á sóttarsæng. Stalín fékk heilablóðfall. Krústsjov var sá eini sem „fór á eftirlaun“ og hafðist við á myndarlegu sumarhúsi ríkisins eftir að hann var sett- ur af 1964 og þar til hann lést árið 1971. Brezhnev, Andropov og Chernenko lognuðust þreyttir út af. Gorbatsjov hvarf úr skrifstofu sinni í Kreml að kvöldi til þegar ljóst var orðið að Sovétríkin voru ekki leng- ur til. Hann hefur síðan efnast vel á að tala yfir kapít- alistum. Beria reyndi að sölsa völdin undir sig eftir dauða Stalíns og keppti við Malenkov og Krústsjov. Beria var nauðgari, sadisti og morðhundur með ógurleg af- köst á öllum þessum sviðum. En löngu áður en und- irmenn hans, böðlarnir í Lubljanka, fengu það óska- verkefni að pynda Beria og hengja hann loks upp á krók og skjóta, hafði Beria sannfærst um að sovétið gengi ekki upp. „Sovétríkin munu aldrei ganga upp fyrr en við viðurkennum einkaeignarréttinn,“ sagði hann trúnaðarvinum sínum. Fljótlega eftir lát Stalíns lagði Beria til að Austur-Þjóðverjum yrði gefið frelsi. Það nægði til að sameina keppinauta hans um völdin gegn honum. Krústsjov endaði sem sigurvegari. Hann gerði Malenkov að rafmagnsstjóra í dreifbýl- inu. Hann sneri síðar til Moskvu, varð trúhneigður og grúskaði á söfnum. En börn og barnabörn? Börn Stalíns voru ekki í hópi hinna heppnu. Annar sonurinn dó í þýskum fangabúðum og hinn drakk sig í hel. En segja má, að augasteinninn hans, Svetlana, hafi átt sínar góðu stundir, þótt él væru algeng. Hún hafði flúið til Bandaríkjanna áratug eftir dauða Stal- íns, og það olli mikilli hneykslan í Sovétríkjunum. Þar þénaði hún myndarlega á ævisögu sinni, en hélst illa á því fé. Síðar sneri hún heim, en undi sér ekki og dvaldi eftir það bæði í Sviss og Bretlandi og andaðist loks í Bandaríkjunum í nóvember 2011, 85 ára gömul og snauð af veraldlegum auð. Svetlana hafði þá snúist til kaþólskrar trúar. Barnabörnum Stalíns hefur mörgum gengið vel. Alexander sonarsonur hans varð virtur leikmyndahönnuður í Moskvu (notaði ættar- nafn móður sinnar). Afabörn Stalíns, börn Svetlönu, Joseph Morozov og Katya Zadanova eru læknar í Rússlandi. Börn Krústsjovs áttu mörg góða tíð. Sergei, sonur hans, og eiginkona hans eru bandarískir ríkisborgar- ar og gerir Sergei það gott í bandarískum fræðiheimi. Stephan Mikoyan blómstaði sem tilraunaflugmaður og náði undirhershöfðingjatign. Sergo, yngri bróðir hans, ritstýrði blaði um Latnesku-Ameríku. Sergo, sonur Beria, varð virtur eldflaugasérfræð- ingur, en notaði aðeins nafn móður sinnar. Martha, tengdadóttir Beria, bjó á miklu sveitasetri afa síns, rithöfundarins Gorkys, sem hún var sannfærð um að Stalín hefði látið myrða. Sagt er að börn hennar og Sergo, barnabörn Beria, séu sérlega aðlaðandi fólk. Þau eru innanhúsarkitekt, listfræðingur og rafeinda- sérfræðingur. Gamli Molotov, sem lifði til ársins 1986, náði að sölsa undir sig glæsiíbúðir sem þau hjón höfðu haft afnot af. Þær eru metnar á hundruð milljóna og leigðu Molotov og afkomendur hans, eftir hans dag, íbúðirnar til bandarískra stjórnenda fjárfestinga- banka. Barnabarn Molotovs, Vyaceslav, var í forystu frjálshyggjumanna árið 1991 og stuðlaði að opnun skjalasafna KGB og varð einn af helstu ráðgjöfum Yeltsíns. Stas, barnabarn Anastas Mikoyans, varð rússnesk rokkstjarna og síðar viðurkenndur merkisberi rokk- tónlistar í landinu, stundum kallaður Richard Bran- son Rússlands. Malenkov, fyrrum forsætisráðherra, sem laut í lægra haldi fyrir Krústsjov í baráttunni um sæti Stalíns, snerist á efri árum til kristinnar trúar. Volya dóttir hans varð arkitekt og stóð fyrir endurbyggingum á fjölda kirkna. Bræður hennar urðu prófessorar í raunvísindum og öll voru systkinin sannfærð um sakleysi Malenkovs. (Margar af þess- um upplýsingum eru sóttar í hina merku bók Simon Sebag Montefiore um Stalín, sem kom út árið 2004.) Montefiore getur þess í bók sinni að enn sé litið á fjölskyldur gömlu kommúnistaforingjanna sem eins konar síðari tíma aðalsættir. Þær séu í allnokkrum tengslum, þó mismiklum. Þau deili um stalínstímann og voðaverkin og mörg þeirra hafi tilhneigingu til að bera fram afsakanir og réttlætingu fyrir ógnarverk- unum. Hvað hefðu þeir sagt? Aðlögunarhæfni manna er viðbrugðið, en margt fer öðru vísi en menn ætla. Þegar þeir sátu saman í íbúð Stalíns í Kreml með vodka við höndina og einræðis- herrann bankaði pípu sinni vingjarnlega í skallann á Krústsjov til að tæma hana, hefði mátt segja þeim margt. En ekki það, að dóttir Stalíns og sonur Krúst- sjovs yrðu bæði bandarískir ríkisborgarar. Dóttir Malenkovs gerði upp kirkjur. Barnabarn Mikoyans yrði rokkgoð og barnabarn Molotovs í forystu fyrir frjálshyggjumönnum. Þeim hefði sjálfsagt þótt það illskárra ef allur þessi skari hefði orðið að pírötum. Morgunblaðið/Eggert 13.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.