Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 19
13.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Litir belgíska fánans eru inn- blástur búnings landsliðsins. Adidas hannaði búninginn þar sem mikið er unnið með samspil lita. Belgíska fánann má sjá aftan við V- hálsmálið; það er auðséð að mikið hefur verið lagt upp úr smáat- riðum við hönnun búningsins. Belgía Landsliðsbúningur Tékka er sterkur. Tveir rauðtónar sem unnið er með á áhugaverð- ann hátt einkenna búning- inn og ýkja form hans. Bún- ingurinn er hannaður í samstarfi við Puma. Tékkland Landsliðsbúningur Slóvakíu er úr smiðju Puma. Búningurinn er í senn einfaldur og klass- ískur. Kragi og ermar eru í áhugaverðu sniði og unnið er með litasamsetningar á óhefðbundinn hátt. Slóvakía Landsliðsbúningur Úkraínu er einkar áhugaverður. Treyj- an er hneppt við hálsmál á þess- um gula Adidasbúningi, bláar rendur, sem vísa í þjóðfánann, eru á öxlum en ekki meðfram síðum eins og í öðrum lands- liðstreyjum frá Adidas. Úkraína Landsliðstreyjur Rússa frá Adidas eru í dimmrauðum lit með gylltum smáat- riðum, bæði í Adidas- röndunum meðfram síðum og á ermum. Rússland ég veit ekki hvaða ferli þau fóru í gegnum.“ Vala bendir einnig á mikilvæg smáatriði í búningunum. Innan á kraganum er að finna áletrunina „Fyrir Ísland“. „Maður sér alveg hvað þeir eru að reyna að gera. Nike gerir þetta, þeir kalla það „Inner Pride“, innra stolt- ið yfir að bera búninginn. Það getur verið texti sem skírskotar til liðsins eða klúbbsins, eins konar skilaboð frá leikmönnum eða til leik- manna sem gerir búninginn dýrmætari.“ Skjaldarmerki á brjóstkassanum? Vala setur einnig spurningarmerki við merki KSÍ á brjóstkassanum. „Það eru mörg lið með skjöld eða skjaldarmerkið sitt á brjóstkass- anum. Manni finnst það skiljanlegt þegar fólk er að kyssa skjöldinn, eins og leikmennnirnir gera, þá er kannski frekar viðeigandi að kyssa skjaldarmerki Íslands en merki KSÍ,“ segir Vala og hlær. „Ég skil heldur ekki grafíkina á treyjunni. Fánaröndin er með eitthvert hjóla- keðjumunstur og maður skilur ekki alveg hver hugmyndin er eða hvað hún á að tákna,“ segir Vala og bætir við að Errea sé ekki með stór lið á sínum snærum svo það sé erfitt að átta sig á hönnunarferlinu hjá þeim. „Þannig að ég er með Guðmundi í Jör í að það hefði verið gam- an að fá fólk með reynslu og þekkingu á þessu ferli til að spreyta sig á búningunum. Kannski bara næst, ha!“ Morgunblaðið/Eggert Puma er á bak við lands- liðsbúning Sviss. Á treyjunni er unnið með einkennandi rauðan og hvítan lit landsliðs- ins. Treyjan er rauð með hvít- um línum frá öxlum og niður eftir ermum og á hálsmálinu. Sviss Viðbrögð við nýjum landsliðsbúningi í knattspyrnu voru misjöfn en hörð gagnrýni kom til að mynda frá fagmenntuðum fatahönnuðum. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir umræðuna undarlega og gagnrýnina byggða á röngum forsendum. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Búningur íslenska landsliðsins skiptirvissulega máli þar sem EM er eittstærsta íþróttamót sem þjóðin tekur þátt í. Það er hönnunarteymi hjá ítalska íþrótta- merkinu Errea sem hannar búning íslenska landsliðsins. „Hugmyndir fóru á milli manna og annað slíkt og þeir sem tóku endanlega ákvörðun um útlit, snið og efni eru þaulreyndir menn af skrifstofu KSÍ,“ segir Klara Bjartmarz, fram- kvæmdastjóri KSÍ, spurð um hönnun búning- anna. Á EM gera félögin samninga við íþrótta- merki sem hanna búninga liðanna. Þrátt fyrir að Errea sé lítið þekkt hér á landi er það stórt íþróttamerki segir Klara. „Þetta er stór framleiðandi sem er með sína eigin hönnunardeild.“ Vegna umræðunnar, bæði á samfélagsmiðlum og vefmiðlum und- anfarnar tvær vikur, um útlit búningsins er ekki úr vegi að spyrja hvers vegna ekki voru fengnir fagaðilar til þess að aðstoða KSÍ við að velja lokaniðurstöðu. „Ég veit ekki hvað skal segja, mér finnst þetta undarleg umræða. Þetta er í raun samstarf milli KSÍ og hönnunardeildar Errea. Þarna er ákveðin útkoma sem við að sjálfsögðu samþykkjum. En við fáum ekki samþykki frá öðrum hönn- uðum á hönnun hönnuðanna. Við höfum bæði eitthvað að segja um efnið, og þeirri umræðu má ekki gleyma því það er mjög mikilvægt, og einnig snið og útlit. Það þarf að hanna þetta út frá því hvað hægt er.“ Klara segir útlit búninga síðan staðfest af UEFA. Þeir þurfa að uppfylla reglugerðir og annað slíkt. Það er í raun lokaniðurstaða um útlit búninganna. „Við getum ekki bara haft búningana eins og okkur sýnist. Við fáum niðurstöðu frá Errea og það er það sem ræður.“ Spurð um fyrrnefnda gagnrýni segir Klara hana byggða á röngum forsendum. „Gagnrýnin er byggð á þeim for- sendum að það séu einhverjir starfsmenn KSÍ sem hönnuðu búninginn. Það er ekki rétt. Mér finnst þetta bara vera móðgun. Það er deild hjá Errea sem hannaði þetta. Burtséð frá því hvort mönnum finnst þetta fallegt eða ljótt þá þarf að sýna vinnu annarra virðingu.“ Aðspurð hvort KSÍ muni ráðfæra sig við fagaðila þegar kemur að því að samþykkja lokaniðurstöðu þegar næsti landsliðsbúningur verður kynntur, svarar Klara: „Það er ekkert útilokað en hönnuður er ekki það sama og hönnuður. Það er eitt að hanna föt og annað að hanna íþróttaföt. Það hlýtur að vera munur á því. Ég er ekki hönnuður sjálf en maður skyldi ætla að það þurfi sérhæfingu í þessu. Við erum búin að skrifa undir nýjan samning við Errea og ég á svo sem von á því að við eigum eftir að halda okkur við þá sem eru sérmenntaðir í því að hanna íþróttabúninga. Mér finnst það líklegra heldur en hitt, en við vorum bara að ljúka þessu og ég held að við skoðum bara hitt þegar þar að kemur. Það er svo margt annað sem hvílir á okkur. Ég hef miklu meiri áhyggjur af því hvernig við ætlum að hafa miðasölu fyrir næstu leiki eða annað slíkt heldur en hvað verður eftir tvö ár þegar við skiptum yfir í næsta búning. Við höfum verið að halda í þessa fánalínu.“ Meiri ánægja þegar líður á keppni Klara segir áhugavert að skoða umræðuna í samhengi við síðasta búning og segir hana mjög áþekka. „Þá fengum við líka svona mis- jafnar umsagnir um þann búning. En þegar leið á keppina voru allir rosalega ánægðir með hann,“ útskýrir Klara og bætir við að sem bet- ur fer séu skiptar skoðanir um búninginn. „Það væri leiðinlegt ef við hefðum öll sama fatasmekk. Skotarnir sýndu mjög djarft útspil að fara í bleika varabúninga. Það eru margir vinklar í þessu. Það sem skiptir máli er að okk- ur gangi vel á mótinu. Við megum ekki gleyma okkur í umræðu um eitthvað sem á endanum skiptir ekki öllu máli.“ Íslenski landsliðs- búningurinn. Ljósmynd/KSÍ „Ákveðin útkoma sem við að sjálfsögðu samþykkjum“ Klara Bjartmarz Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, stað- festir að Errea-samningurinn nú sé sá langstærsti sem sambandið hefur gert, bæði hvað varðar magn búninga og tekjur. Öll landslið KSÍ munu klæðast búningnum. Raunar er þetta í fyrsta skipti sem íslenska landsliðið fær greitt fyrir að leika í búningum. Geir segir virði samningsins ekki liggja fyrir en það hlaupi á nokkrum tugum milljóna á næstu fjórum árum. NOKKRIR TUGIR MILLJÓNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.