Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.3. 2016 M inni manna er ekki óskeikult. En mönnum er vorkunn að trúa því að þeirra útgáfa af sögunni sem þeir voru þátt- takendur í sé sú rétta og sanna. Lagað í hendi, ekki endilega viljandi Það á að sjálfsögðu ekki við þegar menn eru vísvit- andi að velja úr minningabrot sem draga upp tiltekna mynd og sleppa öðru eða tala þvert á þann veruleika sem þeir sjálfir muna til að fegra sitt hlutverk. Það var hluti af verklegum æfingum laganema forðum tíð að setja upp atburð, þar sem margt gerðist á skömm- um tíma og taka svo skýrslur af þátttakendum dag- inn eftir eða skömmu síðar. Þátttakendur voru skyn- ugt fólk og hafði það forskot á fólk hvunndagsins að það fór nærri um að uppákoman væri æfing og gat því sett sig í stellingar og lagt sig fram um að taka eftir smáatriðum og setja á minnið. Saklausum borgurum, sem óvænt verða vitni að árás eða tilræði eða deilum og átökum á milli fólks, bregður illa við og þeir eru í tillfinningalegu uppnámi þegar þeir eru spurðir út úr. Sama gæti gilt um þá, sem eru þátttakendur í miklum atburðum, sem hafa mikil áhrif og fáir sáu fyrir eða afneituðu. Óraunhæfar kröfur um minni Rannsakendur mála, t.d. þeirra sem snúa að falli bankanna, gera sitt besta til að upplýsa um einstök atriði í aðdraganda tiltekinna ákvarðana. Þeir vildu t.d. gjarnan fá að vita við hvaða menn lykilvitni töluðu í síma á tilteknum dögum þegar mest gekk á. Símtöl alla þá daga skiptu tugum og símtöl, sem ekki voru tekin, skiptu hundruðum. Auðvitað er alls ekki útilokað að menn muni sér- staklega eftir að hafa átt tiltekin símtöl í öllu atinu og að ákveðin niðurstaða hafi orðið í því símtali. En úti- lokað er að þeir gætu að öðru leyti rakið samtal eins og þeir ættu upptöku af því. Og þótt þeir muni ekki eftir því hvaða tugi eða hundruð símtala þeir áttu, þegar mest gekk á, þarf það ekki að vera vísbending um það, að þeir séu með tilburði um að leyna ein- hverju. En það er auðvitað ekki útilokað. Meira að segja það sem menn vildu helst muna og ætluðu alltaf að muna, eins og frumleg og notaleg til- svör barna eða barnabarna, þegar ímyndunaraflið var frjálst og fjörugt, er gleymt, hversu mjög sem reynt er að rifja það upp. Þetta á að mestu jafnt við um þrælminnugt fólk sem hitt. Þjóðar algleymi Og það eru ekki bara einstaklingar sem missa þráð úr sögunni sinni. Allur þorri fólks, jafnvel heilu þjóðirn- ar missa slíkan þráð. Og stundum mistekst kynslóð- um, sem lifðu atburði, að flytja söguna óbrenglaða yf- ir til næstu kynslóða. Fólk var mjög meðvitað um þessa skyldu sína áður fyrr, þegar fæst var skráð. Á meðan fjölskyldur töluðu saman, og seinna lásu eða hlustuðu á sömu fjölmiðla, var gapið minna. En nú á tímum þegar „fróðleikur“ liggur alls staðar á lausu og hægt að kalla hann fram á svipstundu er fyrrnefnd skylda úr sögunni. En allur þessi fróðleikur er ekki sá sem hann sýn- ist. Á sumum fróðleikssíðum sem menn taka mark á fá óvandaðir óáreittir að koma á framfæri „sínum fróðleik“ skrumskældum og afbökuðum, t.d. til að koma höggi á menn sem þeim er í nöp við eða hafa verið ráðnir upp á aur til að rægja. Við þetta bætist svo almennur kjaftagangur undirmálsfólks út og suð- ur á neti, sem virðist telja eigin ímyndun og fordóma fullboðlega heimild um hvaðeina. Margir kannast við „virka í athugasemdum“ sem eru sérfræðingar í að rugla alla umræðu og draga hana niður á plan þar sem skætingur og dómgreind- arleysi er helsta bland í poka. Stundum heyrast ístöðulausir stjórnmálaylfingar stynja að „netheimar logi“ og þegar það er skoðað kemur í ljós að þeir sem minnst er mark á takandi hafa farið aðeins meira fram úr sér en þeir eru vanir. Þráðurinn er ekki aðeins fljótur að týnast við slíkar aðstæður, hann er iðulega ofinn úr trosi og fæstu má treysta. Glöggur greinandi Hinn kunni blaðamaður og fréttaskýrandi James Bartholomew sagði nýlega í grein í vikuritinu Specta- tor (sem komið hefur út síðan 1828, og aldrei í eins mörgum prentuðum eintökum og nú) frá ferð sinni til Ungverjalands þar sem hann skoðaði það helsta sem ferðamönnum er sýnt í höfuðborginni og endaði í svo nefndu Húsi ógnarinnar (House of Terror) Húsið höfðu nasistar og síðar og miklu lengur kommúnistar notað til að fangelsa meinta andstæðinga, hræða þá, pína og myrða. Greinarhöfundur sagði það hafa verið stórbrotna tilfinningalega reynslu að koma í það hús. Hann sagð- ist ekki hafa gert sér grein fyrir því, að 600.000 Un- verjar hefðu verið fluttir í vinnubúðir í Sovétríkjun- um og aðeins um helmingur þeirra átt afturkvæmt. Heimsóknin sótti á hann og það rifjaðist upp að þetta morðæði hefði ekki aðeins staðið í Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra. Ástandið var jafnvel enn hrika- legra í Austurlöndum fjær, undir Mao, í Kambódíu undir Rauðu Khmerunum, í Víetnam og enn þann dag í dag lifir fólk við ógnarstjórn af þessu tagi í Norður-Kóreu. Bartholomew segir að nú liggi fyrir að gera sér grein fyrir að kommúnisminn hafi verið mesta ógæfa (disaster) af mannavöldum sem orðið hafi á allri 20. öldinni. Og hann spyr sig: „Er þetta almennt við- urkennt? Nei. Eru þessar staðreyndir reifaðar í skól- um? Nei. Eru rekin söfn til að gera grein fyrir þess- um afleiðingum? Nei. Söfn á borð við það í Búdapest heyra til undantekninga og það var veruleg andstaða við að það yrði sett á fót.“ Greinarhöfundur telur að þótt sagnfræðingar hafi upplýst að allt að 100 milljón manneskjur hafi verið myrtar í nafni kommúnismans sé sá veruleiki nú orðinn fjarlægur. „Kynslóðirnar sem uxu upp eftir fall múrsins í Berlín sjá vart sam- hengið á milli kommúnisma og ógnar. Þær gæla við að kommúnisminn sé endastöð jafnréttisbaráttunnar, fullkomlega aðlaðandi hugmyndafræði. Og á síðustu misserum sést að öfl yst á vinstri væng stjórnmála séu að fá byr í sín segl í Bretlandi og Bandaríkjun- um.“ Þetta eru athyglisverðar hugleiðingar. Leyniræðan Og skal þá vikið að öðru, þó ekki með öllu ótengdu efni. Í síðasta mánuði átti hin fræga „leyniræða Krú- stjovs“ 70 ára afmæli. Krústsjov afhjúpaði í þeirri ræðu, á lokuðum fundi Kommúnistaflokksins, ótrúleg glæpaverk Stalíns, mannsins sem margir höfðu trúað í einlægni að verið hefði einn helsti mannvinur ver- aldar! Glæpaverkin, sem eftirmaður Stalíns sagði lömuðum áheyrendum frá voru yfirgengileg. En í þessari óvenjulegu ræðu treysti Krústsjov sér þó ekki einu sinni til að segja hálfa söguna um glæpi Stalíns. Meðal þeirra sem hlýddu á þessa ræðu voru fjöl- margir sem tekið höfðu virkan þátt í glæpunum. Og uppljóstrarinn, ræðumaðurinn sjálfur, aðalritarinn Nikita Krústsjov, hafði ekki verið barnanna bestur. Hann viðurkenndi síðar, ellimóður orðinn, að sjálfur hefði hann verið blóðugur upp að öxlum. Það var jafn- vel vægt til orða tekið af manni sem var gegnsósa í Er sagan sjálf að breytast í leynisögu? ’Svo fór að Sovétríkin liðuðust í sundur,gufuðu upp og voru tekin til gjaldþrota-skipta. Ekki nokkur maður hefði getað spáðfyrir um að þetta samansúrraða, mannúðar- snauða kerfi myndi hverfa svo áreynslulítið. Reykjavíkurbréf11.03.16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.