Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 49
13.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 eina frægustu línu Eastwoods: „Make my day!“ Hlær síðan og seg- ir: „Eins og beint úr Njálu! Þetta eru svo svalar sögur. Ég segi stundum að það þurfi sannkall- aðan sérfræðing í þeim til að eyði- leggja lestrarupplifunina. Ég hvet nemendur til að stinga sér á kaf í þær og lofa þeim að innan skamms verði þau farin að bregða sér í hlut- verk Egils eða Skarphéðins. Og eftir sex til sjö vikur eru þau farin að lifa sig inn í þennan hrífandi heim.“ Sívinsælar lagaflækjur En í Njálu hverfist atburðarásin um lagaflækjur og Miller hefur fjallað mikið um þann þátt sögunnar. „Auðvitað er merkilegt að við séum hér að ræða þessa bók frá mið- öldum sem í eru þessir löngu og end- urtekningasömu kaflar um lög og dóma – en höfundurinn hefur vitað að lesendur vildu lesa um lagaflækj- ur og málaferli. Þið Íslendingar eigið Grágás, einstakt og makalaust minn- ismerki um lög þessara tíma, og höf- undur hefur haft þau til hliðsjónar. Vitaskuld fyrirfinnast engin lög sem geta leyst allar deilur og þess vegna þarf alltaf að túlka lög. Þar njóta sín snjallir einstaklingar, sem fólk tekur jafnvel að óttast vegna þekkingar- innar, eins og Njáll Þorgeirsson. Fólk sem sér glufur í lagabálkunum og kann að notfæra sér þær. Við sjáum mörg snilldarleg dæmi um þetta í sögunum. Njáll er einn þeirra lögmanna sem eru ánægðir með það hvað þeir búa yfir ríkulegri tæknilegri þekkingu á lögum. Og hann spinnur hugvits- samlega í kringum þau. Enn í dag eru slyngir lögfræðingar og efni um lagaflækjur eitthvert vinsælasta af- þreyingarefni sem fyrirfinnst. Og þar finnum við Njál sem talar til menningarsamfélags þar sem lífið var ekki auðvelt og skemmtanir sjálfsagt takmarkaðar – þetta fólk hafði ekki iPhone,“ segir Miller og klappar á brjóstvasann. „Eitt af því sem fólk á söguöld elskaði augsýni- lega að gera var að fylgjast með rétt- arhöldum. Og rétt eins og fótbolta- unnendur eru afskaplega vel að sér um alla þætti leiksins skildu áhorf- endur að réttarhöldum á Íslandi vel hvað var að gerast. Þeir hvöttu lög- menn áfram eða púuðu, þetta voru alvöruleikar, alvöruskemmtan, og bestu lögmennirnir voru hetjurnar. Líttu bara á áttunda kafla Njálu þar sem krakkarnir leika sér á gólf- inu á Höskuldsstöðum – þau eru í lögfræðingaleik!“ Miller segir gæði þýðinga á Ís- lendingasögunum vitaskuld skipta gríðarlegu máli. Hann kynntist fyrst þýðingu Magnúsar Magnússonar og Hermanns Pálssonar á Njálu og hrósar henni í hástert, segist ekki hrifinn af nýjustu Njáluþýðingum. Þær séu ójafnar. „Sumir hafa deilt á þýðingu Magnúsar og Hermanns en mér finnst hún best því þeir skilja alltaf betur en aðrir hvað er að ger- ast, og líka hvað lagaflækjurnar varðar. Svo skrifa þeir dásamlegan enskan texta sem er aldrei stirður. Mér finnst þeir vera snillingar – Ís- lendingar sem voru frábærlega að sér í ensku og gátu skrifað hana af- skaplega vel. Við erum nokkur sem kennum sögurnar vestanhafs sem höfum skrifað ritstjórn Penguin og beðið þau að halda áfram að gefa út þessa fínu þýðingu, þar sem þær nýju séu ekki jafn góðar, en við höfum ekki einu sinni fengið svar.“ Raunverulegt raunsæi Eftir nokkra daga verður Miller sjö- tugur og hann segist vera endalaust þakklátur fyrir að hafa getað gert það að ævistarfi að fjalla um Íslend- ingasögurnar. En vissulega hafi sumir undrast að maðurinn hefði þessa fínu stöðu við að kenna þessar gömlu íslensku sögur. Miller rifjar upp að árið 1988 hafi birst í The New York Times grein sem fjallaði um það hvað væri eiginlega að gerast í lagadeildum háskóla landsins og bent var á hann og sagt: sjáið hvað þeir kenna nú í lagadeildunum! „Og það fyndna var að á þessum tíma bárust mér tilboð frá skóla eftir skóla um að koma að kenna eða halda fyrirlestra – námskeiðin mín komust í tísku, en sá áhugi dofnaði þó fljótlega,“ segir hann brosandi. „Faðir minn var í viðskiptum og hann gat aldrei skilið hvað ég var að kenna. Hvað kemur þetta laganem- endum við? spurði hann. Einfalda svarið var að það gaf þeim þrjár ein- ingar, og að auki losnuðu þau frá leiðindum lögfræðinnar þegar þau stigu um stund inn í heim Njálu. En ég hef verið heppinn að fá að kenna þessar heillandi sögur.“ Þrátt fyrir að hafa lifað og hrærst í nær hálfa öld í heimi Íslendinga- sagna segist Miller ekki hafa komið oft til landsins, fyrst á sjöunda ára- tugnum þegar hann millilenti hér. „Það var 27. desember 1967 og ég gisti eina nótt í Reykjavík og sá nú ekki margt. Ég kom ekki aftur fyrr en 1985 og hef komið nokkrum sinn- um síðan. Ég hef haldið hér fyrir- lestra og skoðað mig um. Ég er alltaf agndofa, og ekki bara yfir undur- samlegum furðum landslagsins – mér finnst þetta óviðjafnanlegur staður. En nú virðast allir vita það, eins og sést á því að hótelið mitt er fullbókað þótt það sé hávetur.“ Hann kímir. Hefur Miller séð handritin? „Svo sannarlega. Og ég fékk meira að segja að halda á einu,“ seg- ir hann ákafur og réttir opna lófana fram saman, eins og hann haldi á bók. „Ég fékk gæsahúð. Varð fyrir einhverju sem líkist sjálfsagt því sem kallast trúarleg upphafning; það snart mig djúpt. Handritin eru svo viðkvæm. Njála er vissulega til í mörgum handritum en sum þessara skrifa hafa bara varðveist í einu litlu handriti eða handritsbroti og maður getur ekki annað en hugsað um hvílíkur missir það hefði verið fyrir mannkynið hefði það eyðilagst – og hvað mörg slík verk hljóta að hafa glatast.“ Í fyrirlestri sínum á fimmtudag fjallaði Miller meðal annars um það hversu færir höfundar bestu Íslend- ingasagnanna voru í að sýna andlegt ástand persóna án þess að fara beint inn í huga þeirra, eins og tíðkast hef- ur við sagnagerð á síðari tímum. „Ef við lesum skáldsögur eftir Henry James, Jane Austen eða Stendhal þá fara þau inn í huga per- sóna sinna, og einhverra hluta vegna finnst okkur það raunsæislegt. Hversu vel þekkjum við okkar eigin hugsanir? Í huga okkar er hrein kaos og þess vegna leita menn til sál- fræðinga. Samt erum við ekki inni í huga neins annars og raunveruleg raunsæisnálgun er frásagnarháttur Íslendingasagna. Við lesum tilsvör persóna, er sagt hvað þær gera og kynnumst ættingjum þeirra og að- stæðum, og síðan þurfum við að mynda okkur skilning á þeim út frá gjörðum þeirra og orðum og því sem við vitum um þær. Ég hef skrifað þrjú hundruð síðna bók um Njálu en þurfti samt að skilja svo ótal margt útundan því það er svo gríðarmargt á seyði í hverri einustu setningu sögunnar. Höfund- urinn var snillingur. En þetta vita Íslendingar enda hafið þið rætt þess- ar sögur um aldir.“ En Miller hefur líka gert sitt í að ræða sögurnar við aðra og miðla boðskapnum; hann telur um 4.000 nemendur hafa setið í námskeiðum sínum um þær gegnum árin. Brot úr Kálfalækjarbók í Stofnun Árna Magnússonar, einu handrita Njáls sögu, mögulega því elsta. Það snart Miller djúpt að fá að halda á handriti. Ljósmynd/Jóhanna Ólafsdóttir ’… þá skildu áhorfendur að réttarhöldum á Íslandivel hvað var að gerast. Þeir hvöttu lögmenn áframeða púuðu, þetta voru alvöruleikar, alvöruskemmtan,og bestu lögmennirnir voru hetjurnar. Líttu bara á átt- unda kafla Njálu þar sem krakkarnir leika sér á gólfinu á Höskuldsstöðum – þau eru í lögfræðingaleik! „Það er eins og allt liðið í svölustu Hollywood-myndunum stígi beint út úr Íslendingasögunum!“ segir lagaprófesorinn og rithöfundurinn William I. Miller. Morgunblaðið/Einar Falur Algjört orku- og næringarskot „Með því að taka Lifestream Spirulina og AstaZan eykst krafturinn yfir daginn í vinnunni og æfingar fljótari að ná sér eftir æfingar. Það að taka auka Spirulina sem er lífrænt fjölvítamín, fyrir leik er algjört orku- og næringarskot. Spirulina er líka frábær vörn gegn kvefi og flensum.“ Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir TREYSTI Á LIFESTREAM BÆTIEFNIN! Apótek, heilsubúðir, Krónan, Hagkaup,Nettó og Fríhöfnin. seinni part dags eru ekkert mál. Vöðvarnir eru lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar Landsliðskona í íshokkí og leikskólakennari Fimmfaldur Íslandsmeistari Gull- og bronsverðlaun á alþjóðamótum Alþjóðleg dómararéttindi í íshokkí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.