Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 8
MARIA SHARAPOVA, ein fremsta tenniskona heims, kunngjörði í vikunni að hún hefði fallið á lyfjaprófi á Opna ástralska meistaramótinu í janúar síðastliðnum og á hún nú yfir höfði sér allt að fjögurra ára keppnisbann. Sharapova, sem er 28 ára gamall Rússi, viðurkennir að hafa tekið inn hjartalyfið meldonium í um áratug en segir það hafa verið að læknisráði vegna veikinda sem hún glímdi við á ung- lingsaldri. Löglegt var að neyta meldonium þangað til um síðustu áramót, að lyfið var sett á bannlista hjá keppnisíþróttafólki. Sharapova segir þá breytingu á hinn bóginn hafa farið framhjá sér. Hún hafi þekkt lyfið undir samheitinu mildronate og ekki gert sér grein fyrir því að um eitt og sama lyfið væri að ræða. Þess má geta að Sharapova er hvorki fyrsti né síðasti íþróttamaðurinn til að falla á lyfjaprófi vegna neyslu meldonium á þessu ári. Þeir hafa fallið hver um annan þveran, Sharapova er bara langfrægust þeirra, og þess vegna hefur kastljós fjöl- miðla beinst að þessu líttþekkta lettneska lyfi. Eins undarlega og það hljómar voru tíðindin ekki slæm fyrir framleiðandann en meldonium hefur runnið út eins og heitar lummur eftir játningu Sharapovu. Neytendur ættu þó að sleppa því að skrá sig til þátttöku á íþróttamótum á næstunni. Viðbrögð við málinu hafa verið blendin. Sumir trúa skýringum Sharapovu og segja hana aðeins hafa verið óheppna. Hún hafi ekki vísvitandi verið að taka inn ólög- legt lyf og taka beri tillit til þess þegar dómur verður kveðinn upp í málinu. Aðrir eru sannfærðir um að aðeins sé um yfirklór að ræða, rannsóknir bendi ótvírætt til þess að meldonium hafi jákvæð áhrif á árangur íþróttamanna í keppni og það hljóti Sharapova, þjálfarar hennar og læknar að hafa vitað. Ekki er langt síðan framleiðandi lyfsins upplýsti á alþjóðlegri ráðstefnu að meldonium hefði í senn áhrif á spartverskt atgervi íþróttamanna, þol þeirra og endurheimt eftir keppni. Nú í vikunni var allt annað hljóð komið í strokkinn; eftir að Sharapova upp- lýsti um málið sagði hann lyfið aðeins hafa áhrif á endurheimt og líkti áhrifunum við það að fá sér góða steik eftir keppni til að koma líkamanum aftur í topp- stand. Hvers vegna pantaði Sharapova sér þá ekki bara blóðuga nautalund í Ástralíu? orri@mbl.is Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.3. 2016 ÆVI Maria Yuryevna Sharapova fæddist í bænum Nyagan í Rússlandi hinn 19. apríl 1987. Hún hefur búið í Bandaríkjunum frá árinu 1994 en heldur góð- um tengslum við Rússland og keppir fyrir þess hönd á Ólympíuleikum. Sharapova var undrabarn í tennis; byrjaði að keppa á atvinnumótum fjórtán ára og komst fyrst í efsta sæti heimslistans aðeins átján ára. Þar sat hún síðast árið 2012 en er nú í sjöunda sæti. Sharapova hefur unnið 35 mót á ferl- inum, þar af fimm svokölluð alslemmumót; Opna franska meistaramótið tvisvar, Wimbledon, Opna ástralska og Opna bandaríska einu sinni hvert. Vinsældir Sharapovu ná langt út fyrir tennisheim- inn, hún hefur til að mynda starfað töluvert sem fyrirsæta. Frægt varð þegar hún sló sér upp með söngvaranum Adam Levine úr Maroon Five eftir að hafa kynnst honum í átján ára afmælinu sínu. Það samband stóð stutt. Síðast var Sharapova í tygjum við tennisleikarann Grigor Dimitrov en er nú á lausu. Maria Sharapova mætir í óskarspartí í Beverly Hills á dögunum. Ekki er hverjum sem er boðið í slík partí. AFP Hefur unnið öll stærstu mótin STUÐNINGUR Eins og svo margir íþróttamenn sem verið hafa í sömu sporum og hún á Maria Sharapova skyndilega mun færri vini nú en í síðustu viku. Fyrirtæki eru oftar en ekki fljót að láta sig hverfa þegar íþrótta- maður sem þau hafa stutt „óhreinkast“ með þessum hætti. Þegar hafa þrjú stór fyrirtæki sagt upp samningum sínum við hana, Nike, Tag Hauer og Porsche, og fleiri sigla án efa í kjölfarið. Lítill vilji virðist vera til að bíða eftir lyktum málsins, orðspor Sharapovu er flekkað og það dugar til. Vinunum fækkar AFP Sharapova ekur burt á glænýjum Porsche eftir sigur á Grand Prix-móti í Stuttgart fyrir tveimur árum. Nú vill fyrirtækið ekkert við hana kannast. UMDEILDT Rússneska tenn- issambandið hefur staðið þétt að baki sinni konu, seg- ir málið „þvætting“ og gengur út frá því að búið verði að hreinsa mann- orð Sharapovu í tæka tíð fyrir Ólympíuleikana í Rio de Janeiro í sumar, þar sem hún á að vera eitt helsta vopn Rússa. Ekki eru allir á sama máli. Gamli Wimbledon- meistarinn Pat Cash sagðist í vikunni eiga erfitt með að trúa skýringum Sharapovu. Þá hjólaði fyrrverandi tenniskonan Jennifer Capriati í Sharapovu á Twitter og fór fram á að allir titlar yrðu teknir af henni. Engin rök væru fyrir því að heilbrigð kona væri að taka hjartalyf að staðaldri. Sharapova leiðbeinir börnum á tennis- námskeiði í Moskvu í febrúar sl. AFP Misskilningur eða ásetningur? Maria Sharapova í ham á Opna ástralska meist- aramótinu í ársbyrjun. ’ Ekki er langt síðanframleiðandi lyfsinsupplýsti á alþjóðlegri ráð-stefnu að meldonium hefði í senn áhrif á spart- verskt atgervi íþrótta- manna, þol þeirra og endurheimt eftir keppni. AFP Sharapova á blaðamanna- fundi í Los Angeles, þar sem hún tilkynnti að hún hefði fallið á lyfjaprófi. „Þetta er þvættingur“ www.smarativoli.is / Sími 534 1900 / Smáralind SKEMMTUN FYRIR ALLA! ER AFMÆLI FRAMUNDAN? VERÐ FRÁ 1.99 0,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.