Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.3. 2016 FJÖLSKYLDAN Ár hvert kaupa Bandaríkjamennleikföng fyrir 17,7 milljarða dala. Það gerir um 240 dali á hvert barn og ungling undir 18 ára aldri. Enginn skortur á dóti Mikill áhugi er á minímal-isma þessi misserin ogmikið líf í Facebook- hópum fólks sem leitar leiða til að minnka óþarfann í lífi sínu, eiga bara það sem hefur alvöru nota- gildi og veitir alvöru ánægju, og losna úr viðjum hugsunarlausrar neysluhyggju. Fjölmiðlar hafa rætt við minímalista sem lýsa því hvernig minna getur verið meira, og hjálpað til að gefa því veiga- meiri sess sem virkilega skiptir máli í lífinu. En hvað á að gera við börnin? Getur verið óhollt fyrir ungviðið að hafa aldrei fengið að upplifa skort? Er eitthvað vara- samt við það ef allar skúffur í barnaherberginu eru stútfullar af dóti? Gerði það ekki okkur gamla liðinu gott að barnaefnið í sjón- varpinu var bara á morgnana um helgar (og þá bara ef heimilið var í áskrift að Stöð 2), en ekki stans- laus straumur af afþreyingu í snjallsímanum og tölvunni? Óhóf eða skortur? Hjalti Jónsson sálfræðingur starfar hjá Sálfræðistofu Norðurlands og Verkmenntaskóla Akureyrar. Um minímalískar neysluvenjur segir hann að verði að varast öfgarnar. Það geti gert börnum jafnmikinn skaða ef allt er látið eftir þeim, eða ef gengið er of langt í minímalism- anum. „Hófsemi er dyggð, og eig- andi sjálfur börn veit ég að það koma stundum tímabil þar sem leikfangamagnið er nánast yfir- þyrmandi, margt í dótakössunum sem hefur verið lítið sem ekkert notað, og hefði vel mátt sleppa.“ Til að ýta börnunum blíðlega inn á minímalísku línuna segir Hjalti gott að ræða við þau um það hvað hlutirnir kosta, spyrja spurninga um hvers vegna þau langar í til- tekið leikfang, og hvað annað mætti gera við peningana. „Stund- um kemur í ljós að börnin vilja eitthvert leikfangið vegna þess að allir aðrir eiga það, og þeim finnst samfélagið nánast ætlast til þess að þau eigi leikfangið líka.“ Mætti jafnvel gefa börnunum meiri hlutdeild í kaupunum með því að tengja hvert leikfang við eitt- hvert húsverk sem barnið þarf að vinna. Þegar síðan kemur í ljós að dót sem þurfti endilega að kaupa er komið aftast í dótaskápinn þá á barnið meiri hlutdeild í útgjöld- unum og sér sóunina á annan hátt. „Það er ekki skaðlegt fyrir börnin að upplifa að þau hafi gert mistök, og eitthvað sem þau læra af næst þegar kemur að því að bæta í dóta- kistuna.“ Hjalti er ekki sjálfur minímalisti en segir margt fjölskylduvænt við minímalísku spekina. „Ég gæti unnið í fimm tíma og keypt dúkku- höll úti í búð, eða verið með barninu mínu í þessa fimm tíma, og eðlilegt að skoða hvort er meira virði. Hvernig myndi ég verðleggja tímana með barninu?“ Á netinu allar vökustundir En svo er það afþreyingin. Eitt er að eiga ofgnótt af öllu og annað að hafa aldrei lært að láta sér leiðast. Hjalti segir foreldrum hætta til að bregðast of seint við, löngu eftir að tölvu- og farsímanotkun er orðin að verulegu vandamáli. „Réttast hefði verið að setja skýrar línur strax í upphafi. Svo leggja sumir af stað í uppeldishlutverkinu með háleit markmið og falla í freistni, enda YouToube ódýr barnapía sem er alltaf til taks. Það er oft erfiðasti tími dagsins þegar fjölskyldan hitt- ist eftir vinnu og skóla; allir eru þreyttir, útbúa þarf kvöldmatinn og koma miklu í verk milli fimm og sjö. Þá er mjög auðvelt að setja bara YouTube í gang. En ef þetta er raunin á hverjum einasta degi, 365 daga ársins, í tíu ár, er ekki að spyrja hvert það leiðir.“ Ef vandi er þegar til staðar mæl- ir Hjalti með því að foreldrar og barn komi sér saman um hæfilegar reglur og mögulega umbunarkerfi. Reglurnar þurfa að vera skýrar, og það þarf að fara eftir þeim. „Börn- in eru mjög fljót að átta sig á ef hægt er að beygja reglurnar, til dæmis þegar mamma kemur úr- vinda heim eftir vinnu á miðviku- dögum, eða ef þau fá það sem þau vilja í fimmta hvert skipti ef þau öskra og veina nógu hátt,“ segir hann. „Umbunin ætti svo endilega vera eitthvað annað en hálftími í viðbót við tölvuna, t.d. að fara með mömmu í bíó eða út að borða með pabba.“ Að þessu sögðu þá þarf það ekki endilega að vera alvarlegur vandi ef barn eða unglingur virðist með nefið fast við snjallsímaskjáinn stóran hluta dagsins. Snjallsíminn, tölvan og netið eru á vissan hátt orðin náttúruleg framlenging af lífi yngstu kynslóðanna. „Ef eitthvað er held ég að barn sem fær engan aðgang að t.d. Facebook eða Snapchat geti staðið verr að vígi félagslega en barn sem fær að nota þessa miðla hóflega og undir góðri stýringu. Það getur líka verið mun- ur á því hvort barnið er í tölvunni fjóra tíma á dag og gerir ekkert nema spila sama leikinn, eða hvort það gerir eitthvað uppbyggilegt, lærir og þroskast.“ Hvernig á að ala upp börn á tímum ofneyslu? Morgunblaðið/Golli Ungviðið býr við endalaust framboð af afþreyingu og kannast ekki við skort. Er ekki nema von að foreldrar hafi áhyggjur af því að börnin læri ekki að temja sér nægjusemi. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hjalti Jónsson 2 fyrir 1 tilboð á Casa Grande á sérréttaseðli frá sunnudegi til miðvikudags Við tökum vel á móti þér og þínum Velkomin á Casa grande Borða- pantanir 512 8181
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.