Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 12
Svarhlutfall er almennt lágt. Í áðurnefndri könnun Vísis vildu aðeins 39% svarenda taka afstöðu. Í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem birt var á þess- ari síðu fyrir nokkrum vikum var sama uppi á teningnum, aðeins um þriðjungur svarenda tók afstöðu. Fæstir virðast enn vita hvaða manneskju er best treystandi til að fara með lyklavöldin á Bessastöðum. Sem er ekki óeðlilegt miðað við hversu margir af þeim sem orðaðir hafa verið við embættið liggja undir hinum margfræga feldi. Að minnsta kosti tíu ein- staklingar hafa opinberlega sagst vera að íhuga framboð, þar af sjö konur. Systurnar Guðrún Nordal og Sal- vör Nordal hafa báðar sagst vera að íhuga framboð. Eins og nefnt var framar er Stefán Jón Hafstein í sömu hugleiðingum og nýlega steig Sigrún Stefánsdóttir fram og sagðist einnig íhuga framboð til forseta. Áður hefur verið greint frá því að Halla Tómasdóttir sé að hugsa sinn gang, en skorað hefur verið á hana að fara fram. Þá hefur ver- ið skorað á Andra Snæ Magna- son sem ku liggja undir feldi. Einn forsetaframbjóðenda frá því í síðustu kosningum, Hannes Bjarnason, hefur gefið það út að hann sé að hugleiða framboð. Linda Pétursdóttir íhugar það að bjóða sig fram og hið sama gerir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Nú í vikunni tilkynnti svo Bryndís Hlöðvers- dóttir að hún íhugaði að gefa kost á sér. Undan feldi eftir páska? Eflaust eru fleiri en þessi tíu sem liggja undir feldi án þess að hafa gef- ið það sérstaklega út. Össur Skarp- héðinsson er sagður liggja einnig undir feldinum góða en sjálfur hefur hann hvergi beinlínis staðfest þær fregnir, án þess heldur að hafa úti- lokað framboð. Þess má vænta að margir hugsi sér að nýta páskafríið í kúrið undir feldinum góða en stíga svo fram úr og undan feldi eftir páska. Yfirlýsing Katrínar Jakobs-dóttur í vikunni um að húnhyggi ekki á framboð til for- seta Íslands breytir baráttunni um embættið – sem þó er vart farin af stað. Fram til þessa hefur nafn Katr- ínar verið það sem oftast er nefnt í skoðanakönnunum og um eða yfir fimmtungur og allt upp í fjórðungur spurðra hafa jafnan nefnt hana sem ákjósanlegasta forsetaefnið. Nú þegar ljóst er að hún ætlar alls ekki að gefa kost á sér kunna margir að fara af meiri krafti af stað í und- irbúning síns framboðs. Stefán Jón Hafstein, einn þeirra sem hafa oft verið orðaðir við fram- boð, sagði í samtali við mbl.is í kjöl- far yfirlýsingar Katrínar að staðan væri breytt. Hann staðfesti að vera sjálfur að velta fyrir sér framboði en sagðist ekki hafa tekið ákvörðun enn. Vinsæll prestur í slaginn Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkra- húsprestur á Landspítalanum, til- kynnti framboð sitt um síðustu helgi. Vigfús tilkynnti framboðið með formlegum hætti á Borginni þar sem stuðningsmenn hans blésu til hófs. Vigfús virðist hafa afar þéttan hóp stuðningsmanna í kringum sig en þarf líklega að nýta næstu vikur vel í að kynna sig betur fyrir þjóðinni, enda ekki beint landsþekktur. Vigfús Bjarni hefur skrifað þó- nokkra pistla á vefinn tru.is þar sem þeir sem þekkja ekki til hans geta kynnst hans viðhorfum. Þá er að Þau sem eru undir feldi Sjö konur og þrír karlar hafa með einum eða öðrum hætti lýst því yfir á opinberum vettvangi að þau íhugi framboð til forseta. Staða þess hóps sem er undir feldi breyttist í vikunni þegar sigurstrangleg- asti kandídatinn sagðist ekki ætla að vera með. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Getty Images/iStockphoto Hannes Bjarnason Andri Snær Magnason Guðrún Nordal Halla Tómasdóttir Salvör Nordal Linda Pétursdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Bryndís Hlöðversdóttir FORSETAVAKTIN 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.3. 2016 Auk þeirra tíu sem eru form- lega undir feldi (og þeirra sem kunna að vera óformlega und- ir honum líka) hafa átta ein- staklingar opinberlega lýst yf- ir framboði til forseta Íslands. Enginn hefur enn skilað inn meðmælendalistum, sam- kvæmt upplýsingum úr innan- ríkisráðuneytinu, en ein- hverjir eru þegar farnir að safna undirskriftum. Frambjóðendurnir átta eru Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Þorgrímur Þráinsson, Hildur Þórðardóttir, Ari Jósepsson, Sturla Jónsson, Ástþór Magn- ússon, Heimir Örn Hólm- arsson og Vigfús Bjarni Al- bertsson. FORSETAEFNI Átta í framboði TIL KOSNINGA 15 vikur finna þónokkrar greinar eftir hann á framboðsvefnum www.vigfus- bjarni.is. Í könnun Vísis í vikunni naut þessi nýjasti frambjóðandi stuðnings 12% af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni. Nokkrum dögum fyrr kom annar frambjóðandi fram, Heimir Örn Hólmarsson rafmagns- tæknifræðingur. Það vekur þó athygli í könnunum sem gerðar hafa verið á fylgi mögu- legra og ómögulegra forsetafram- bjóðenda að fáir taka enn afstöðu. Sigrún Stefánsdóttir Stefán Jón Hafstein góðgæti frá Jóa Fel Ekta súrdeigsbrauð, gerlaust og enginn viðbættur sykur Klettabrauð að hætti Jóa Fel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.