Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.3. 2016 VETTVANGUR Allur heimurinn horfir í for-undran á orðljótan appels-ínugulan mann rúlla upp keppinautum sínum í baráttunni um embætti forseta í mikilvægasta efnahagsveldi heims. Aðferðin sem hann beitir er ekki flókin. Hann miðar ræður sínar við lægsta sam- nefnara og nær þannig eyrum allra, ekki bara þeirra sem leggja mæli- stiku á það sem hann segir. Hann kjaftar sig inn á tilfinningar fólks með loforðum og hugmyndum sem varla eru af þessum heimi. Dæmi: Eitt er að vilja herða landamæra- vörslu Bandaríkjanna gagnvart Mexíkó, jafnvel með því að reisa vegg milli landanna. Það hins vegar að halda því fram að það verði Mexíkanar sem muni borga fyrir vegginn er ævintýraleg frammi- staða og bara gert vegna þess að það hljómar vel. „Látum þá borga“ sönglar maðurinn (bókstaflega) og fjöldi fólks með, en ekki allir. Ekki þeir sem vita að forseti í einu ríki getur ekki þvingað fólk í öðru ríki til að fjármagna vegg. „Látum þá borga“ er bull en nokkuð gott hljóðbrot. Að svo miklu marki sem Íslend- ingar hafa látið sig varða slaginn í Bandaríkjunum virðast flestir átta sig á, ekki bara bullinu í Trump heldur líka þeim annarlegu hvötum sem að baki búa. Trump hefur það sem reglu að fjalla um fólk út frá staðalímyndum. Gyðingar, músl- imar, Mexíkanar, stjórnmálamenn og jafnvel öll Washington-borg hef- ur þurft að sitja undir þessari að- ferð Trumps. Þannig nær Trump að búa til margvíslega hópa sem auðvelt er að gera tortryggilega með staðalímyndum. Við hér á Ís- landi hristum hausinn yfir þessu trumpi … en á sama tíma: Þrjú vátryggingafélög á Íslandi eru að stærstum hluta í eigu lífeyr- issjóða landsmanna, ríkisins og fjárfestingarsjóða sem almenningur á hluti í. Félögin hafa ekki greitt hluthöfum sínum arð í nokkur ár þrátt fyrir að hagnaðurinn, sem er ekki vegna vátryggingastarfsemi heldur vegna fjárfestingarstarf- semi, hafi verið nokkuð mikill. Áhætta á verðbréfamarkaði und- anfarin ár hefur sem sagt skilað ár- angri. Lagt er til að greiða hlut- höfum, sem lögum samkvæmt eiga þetta fé, arð. Fjárhæð arðgreiðsl- unnar tæki mið af því að trygginga- félögin yrðu eftir arðgreiðsluna fjárhagslega stöndug og vel til þess bær að takast á við skuldbindingar sínar, og með svipað gjaldþol og önnur félög á Norðurlöndum. En þá trumpast þeir sem eru í sviðs- ljósinu og saka hóp manna um að „láta greipar sópa um bótasjóðina“. „Tryggingafélögin láta eins og þau eigi þessa sjóði en það erum auðvit- að við sem eigum þá,“ sagði jafnvel þingmaður, algerlega út í loftið, svona til viðbótar við gífuryrði ann- arra. Órökstuddu dylgjurnar og rangfærslurnar sem trumpinu fylgja bera hins vegar árangur hér á landi eins og vestan hafs. Menn trumpast víða * Ríkið verður af hundraða milljóna króna skatt-tekjum og arðgreiðslu og sjóðsfélagar lífeyr-issjóðanna arði sem nú verður áfram notaður í stöðu- tökur á verðbréfamörkuðum með ógagnsæjum hætti frá sjónarhóli sjóðsfélaga. Trumpið gætir ekki hagsmuna neinna nema þess sem trumpast. AFP Úr ólíkum áttum Sigríður Andersen saa@sigridur.is Verslingar komust í fréttirnar í vik- unni en þeir voru ósáttir við að fá ekki að leggja í bílastæði Kringl- unnar. Bragi Valdimar Skúlason ritaði á Facebook um atvikið: „Þvílík mannvonska. Að neita Verslingi um bílastæði er eins og að neita almennum borgara um vatn … eða Garðbæ- ingi um einbýlishús.“ Konráð Jónsson lögmaður minntist á sama vettvangi upp- tökustjórans Georges Martins sem er nýfallinn frá. „Fallinn er frá maður sem er ábyrgur fyrir einhverri bestu samsetningu poppsögunnar. John Lennon var sáttur við tvær út- gáfur af Strawberry Fields Forever og vildi klippa þær saman. Vanda- málið var að þær voru í mismunandi tempói og tóntegund. Hann fól George Martin að finna út úr þessu, sem leysti þetta með því að hraða hægu útgáfunni og hægja á hröðu út- gáfunni þannig að útgáfurnar voru í sömu tóntegund. Það gerist þegar ein mínúta er liðin af laginu og John er búinn að syngja „Let me take you down cause I’m“ og svo þegar það kemur „going to …“ erum við kom- in úr hægu útgáfunni yfir í þá hröðu. Algjörlega saumlaust. Hvíl í friði.“ Gerður Kristný rithöfundur minntist annars manns, leikarans ás- tæla Erlings Gíslasonar sem lést í vikunni. „Erlingur Gíslason settist á skólabekk með okkur unglingunum í Almennri bókmenntafræði veturinn sem Þjóðleikhúsinu var lokað vegna endurbóta. Mikið sem var gaman að kynnast þessum þjóðþekkta lista- manni. Honum fannst sjálfsagt að opna fagurt heimili fyrir allri deild- inni haustkvöld nokkurt og enn man ég hvað það var skemmtilegt að fá að stíga þar inn fyrir dyr og njóta gestrisni hans og Brynju. Að sama skapi var gaman að koma inn á Kaffi- barinn nokkrum árum síðar og heyra Erling heilsa mér hljómfagurri röddu: „Sæl, mín kæra skólasystir!“ Blessuð sé minning Erlings skóla- bróður míns.“ Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var í vikunni en það er greinilega af nógu að taka í baráttunni eins og Bryndís Björgvinsdóttir, dómari og spurningahöfundur í Gettu betur, hefur ekki farið varhluta af. „Flestir virðast halda að Steinþór Helgi Arnsteinsson og Björn Bragi Arn- arsson (BB) semji spurningarnar fyrir Gettu betur. Og þá gerðist það einnig á Twitter þar sem ég hef verið kölluð tíma- eða stigavörður. Það er ekki rétt. Það erum við Steinþór Helgi og Björn Teitsson sem semj- um spurningarnar alveg hnífjafnt, enda erum við Steinþór saman í setti sem spurningahöfundar og dómarar, og Björn Teitsson er titl- aður í kreditlista einnig sem spurn- ingahöfundur. Ég er því ekki tíma- vörður, stigavörður eða … bara þarna í setti fyrir einhverja tilviljun. Björn Bragi er hins vegar kynnir, peppari og allsherjargoði.“ AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.