Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 50
Í Meðgönguljóða- seríunni hafa komið út þrettán bækur og þrjár eru væntanlegar til í næsta mán- uði. Því til við- bótar hafa komið út ljóðasöfn, þýð- ingar og líka smásögur sem gefnar eru út undir heitinu Meðgöngumál, en hugmyndin með þeirri útgáfu er að skapa bókarform sem auðvelt sé að kippa með sér á hlaupum, eða eiga með kaffinu. Líka er útgáfan viðleitni til að vinna með form smá- sögunnar sem heild, að sögn Fríðu Ísberg, sem er einn af ritstjórum Meðgöngumála, með þeim Brynjari Jóhannessyni og Elínu Eddu Páls- dóttur. „Þegar fólk les smásögusöfn les það yfirleitt nokkrar sögur í einu, með sömu rödd „sögumanns“ í huga – les söfnin eins og skáldsögu. Serían er tilraun til þess að upp- fylla kröfu smásögunnar – að hún sé lesin stök, sjálfstæð, óháð safn- inu sínu. Þetta er vissulega líka gert í bókmenntaritum, en ekki jafn afgerandi og í stakri útgáfu.“ Í næstu viku koma út þrjú Með- göngumál, smásögur Herthu Maríu Richardt Úlfarsdóttur, sem Fríða ritstýrir, og Björns Halldórssonar. Fleiri Með- göngumál Fríða Ísberg 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.3. 2016 LESBÓK Fyrir fimm árum ákváðu þauValgerður Þóroddsdóttir,Kári Tulinius og Sveinbjörg Bjarnadóttir að hrinda af stað ljóða- útgáfu enda fannst þeim nútíma- ljóðlist ekki nógu aðgengileg. Valgerður segir að upphaflega hugmyndin hafi verið einföld, og kannski svolítið næv, en þeim fannst fólk setja sig í of miklar stellingar þegar ljóð voru annars vegar, ljóða- bækur voru of dýrar og ljóð yngri skálda sáust nánast ekki. „Við Kári höfðum verið að vinna saman að ljóð- verki og vissum ekki hvað við áttum að gera við það, það passaði ekki í tímarit og ekki í hefðbundna útgáfu þannig að okkur datt í hug að gefa það út sem einskonar tilraun,“ segir hún og þar með urðu Meðgönguljóð til, en útgáfan heitir nú Partus. Fundur þeirra Kára, Valgerðar og Sveinbjargar var 2011 og fyrsta bók- in, Þungir forsetar, kom út árið 2012 og önnur bók til, Herra Hjúkket eft- ir Ástu Fanneyju Sigurðardóttur, enda kviknaði strax áhugi annarra skálda á að fá að vera með. Í kjölfar Meðgönguljóða urðu síðan til út- gáfuröð fyrir smásögur sem kallast Meðgöngumál, og sagt er frá hér til hliðar, og Meðgöngufræ, sem sinna fræðitextum. Valgerður segir að draumur þeirra hafi verið að auka aðgang fólks að ljóðum, gera bækurnar að- gengilegri og ódýrari, en í gegnum árin hafi komið í ljós að mikilvæg- asta hlutverk útgáfunnar sé að gefa skáldum aðgang að bókmenntaheim- inum. „Við erum að selja bækur á aðgengilegu verði, en við erum líka að auðvelda ungu fólki að verða út- gefin skáld.“ Í gegnum árin hafa ýmsar útgáfur sinnt ungskáldum og rithöfundum og oft hafa höfundar tekið sig saman um að gefa út eigin verk og hver sýslað með sitt. Valgerður segir að Partus sé aftur á móti eins og hver önnur útgáfa, en ekki höfundaforlag, enda séu þau með ritstjóra sem sam- þykkja útgáfu eða hafna. „Við bjóð- um upp á ritstjórn, sem gefur okkur ákveðna sérstöðu, því það er ótrú- lega sjaldgæft að ungskáld fái al- mennilega ritstjórn og ég veit dæmi um það að fólk sem er að skrifa sína fyrstu skáldsögu skrái sig í ritlist í háskólanum bara til að fá ritstjórn,“ segir Valgerður. Hjá Partus eru tveir ritstjórar, Kári Tulinius og Kristín Svava Tóm- asdóttir, sem samþykkja handrit eða hafna þeim, en þótt Valgerður hafi tekið þátt í ritstjórninni framan af er hún svo önnum kafin við útgáfuna að hún þurfti að hætta því. „Svo erum við með ritstjóra út um allan bæ,“ segir Valgerður. „Ég veit ekki hvernig það gerðist en þekkt- ustu skáld Íslands eru að ritstýra fyrir okkur; Linda Vilhjálmsdóttir, Jón Kalman, Eiríkur Örn Norðdahl, Sjón, Anton Helgi Jónsson, Her- mann Pálsson og fleiri. Við höfum verið ótrúlega heppin með hve margir hafa viljað hjálpa okkur.“ Meðgönguljóð og Meðgöngumál Meðgönguljóð spruttu af löngun ungskálda til að koma ljóðum til almenn- ings. Sú útgáfa hefur síðan getið af sér tvær útgáfuraðir til, Meðgöngufræ og Meðgöngumál, en tvö Meðgöngumál eru einmitt væntanleg eftir helgi. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Myndlistar- og skáldkonan Steinunn G. Helga- dóttir sendi í vikunni frá sér sína fyrstu skáld- sögu, Raddir úr húsi loftskeytamannsins. Í bók- inni segir frá ungum manni sem leitar uppi ellefu hálfsystkini sem öll eru fædd á sama árinu, ástfælnum bóksala sem gengur aftur, ólíkum systrum sem reka saman sjoppu í Þing- holtunum og einmana loftskeytamanni sem er í sambandi á öldum ljósvakans en skrifar skáld- verk þess á milli. JPV gefur út. Úr húsi loftskeytamannsins Einar Már Guðmundsson hreppti Íslensku bók- menntaverðlaunin 2015 fyrir Hundadaga fyrir stuttu. Hundadagar eru skáldsaga, heimilda- skáldsaga, þar sem heimildir eru notaðar á afar frjálslegan hátt, en í bókinni styðst Einar við sjálfsævisögur Jörgens Jörgensens, eða Jörund- ar hundadagakóngs, og Jóns Steingrímssonar eldklerks. Mál og menning gaf bókina út á síðasta ári og gefur hana aftur út sem kilju. Hundadagar í kilju Það vita það væntanlega flestir foreldrar, þótt öðrum komi það kannski á óvart, að ein mesta metsölubókasería síðustu ára er bókaröðin Óvættaför sem Iðnú gefur út. Höfundar bókanna eru nokkrir en skrifa þó undir einu nafni sem Adam Blade. Árni Árnason þýðir allar bækurnar, þar með talið þá nýjustu, Mánaúlfynjuna Lúnu, sem er í fjórðu seríu Óvættafarar og tuttugasta og önnur bókin í heildarröðinni. Enn Óvættaför Borgir og eyðimerkur heitir skáldsaga um Kristmann Guðmundsson eftir Sigurjón Magn- ússon sem gerist snemma á sjöunda áratug síð- ustu aldar. Á þeim tíma voru pólitískar deilur hatrammar, ekki síst í menningarlífinu, og 1964 stóð Kristmann í málaferlum við Thor Vil- hjálmsson vegna greinar sem Thor skrifaði í menningartímaritið Birting. Borgir og eyði- merkur kom upphaflega út 2003, en er nú gefin út að nýju af Uglu. Skáldsaga um Kristmann Breskir bóksalar og -útgefendur hyggjast veita árleg bóksalaverð- laun í fyrsta sinn í Lundúnum 9. maí næstkomandi. Stuttlisti verð- launanna var kynntur í vikunni, en alls verða verðlaun veitt í fjórum flokkum: barnabók ársins, skáld- saga ársins, fyrsta skáldsaga ársins og bók ársins almenns eðlis. Til barnabóka ársins eru til- nefndar A Boy Called Christmas, Mog’s Christmas Calamity, Grand- pa’s Great Escape, The Lie Tree, The Shepherd’s Crown, My Broth- er is a Superhero, myndskreytt út- gáfa Harry Potter and the Philo- sopher’s Stone og Username: Evie. Tilnefndar sem skáldsaga ársins eru A God in Ruins, A Little Life, After You, Go Set a Watchman, Grey, The Buried Giant, The Girl on the Train og The Green Road. Sem bók ársins almenns eðlis eru tilnefndar Deliciously Ella, Gut, How it Works: The Husband, Lean in 15, Norwegian Wood, Reasons to Stay Alive, SPQR og The Road to Little Dribbling. Matt Haigh er til- nefndur til bresku bóksalaverð- launanna fyrir bæk- urnar A Boy Called Christmas og Rea- sons to Stay Alive. Bresk bóksalaverðlaun SÖLUVERÐLAUN 1. Notandi þarf að vera með fulla áskrift og skráður á mbl.is 2. Það er gert á forsíðu mbl.is, efst í vinstra horninu (Innskráning · nýskráning) 3. Þú færð Morgunblaðs-appið á App Store og Play Store 4. Kennitala er skráð sem notandanafn 5. Lykilorð er það sama og á mbl.is SVONA SKRÁIR ÞÚ ÞIG Ef þú þarft frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur í síma 569 1100 VIÐBÓT FYRIR ÁSKRIFENDUR v Fáðu Moggann þinn hvar sem er og hvenær sem er Nú fylgir Morgunblaðið í rafrænni útgáfu fyrir spjaldtölvur og snjallsíma MOGGINN ÁSKRIFENDUR ATHUGIÐ *RAFRÆN ÚTGÁFA MORGUNBLAÐSINS, E-MOGGINN, FÆST BÆÐI FYRIR IPAD OG ANDROID 2.2. OG NÝRRI ÚTGÁFUR. **GILDIR FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ FULLA ÁSKRIFT. * **
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.