Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2016 Barnamyndir hafa einkennt Facebook-færslur undanfarið. Í tilefni afBarnamenningarhátíð var fólk hvatt til að setja myndir af sér frá því íbarnæsku á samfélagsmiðilinn og tengja við myllumerkið #barna- menning. Þegar myndirnar eru skoðaðar kemur upp í hugann sú staðreynd að einu sinni voru allir börn. Einu sinni voru allir með bollukinnar og blik í augum. En eftir því sem horft er lengur á myndirnar kemur fleira en krúttlegar kinnar og sakleysisbrosin upp í hugann. Hvað með alla þá sem síðan hættu að brosa svona blítt eins og á fyrstu árum ævinnar? Fyrir þá sem urðu fyrir einelti í grunnskóla er eflaust ekkert gleðiefni að rifja upp myndir úr barnæsku. Á grunnskólaárunum fá því miður allt of margir þau skilaboð að þeim sé ofaukið. Allt í einu er börnum sagt af jafnöldrum sínum að þau eigi ekki að heyrast og ekki sjást. Enginn vilji þau. Nýjustu skelfingardæmin um þetta eru neteinelti þar sem börn senda öðrum börnum skilaboð og óska þeim alls ills – jafnvel dauða. Segja þeim, þessum sem áður voru full af gleði og krúttleika og brostu sínu blíðasta í myndavélina, að þau ættu bara helst ekki að vera til. Hvar svo sem það birtist getur ein- elti í sinni ömurlegustu mynd leitt það af sér að þolandinn hættir að vilja vera til. Við sem eigum börn á grunnskólaaldri berum mikla ábyrgð. Með betri fræðslu um einelti og stóraukinni vitund um skelfilegar afleiðingar þess höf- um við nú aukin tækifæri til að hjálpa börnum okkar að berjast gegn einelti, hvort sem börnin kunna að vera gerendur, þolendur eða áhorfendur. Þeir sem rannsakað hafa einelti segja að allir þessir hópar þurfi stuðning og fræðslu. Fyrir örfáum áratugum var engin fræðsla, enginn stuðningur og ekki jafnmikil vitund um alvarleika eineltis. Barnamyndirnar eru krúttlegar, en það var samt ekki allt betra í gamla daga. Nú höfum við tækifæri til að breyta. Barnamyndirnar minna okkur á að allir fæðast með sama rétt til að njóta viðurkenningar og enginn hefur rétt á að hrifsa blik úr augum barnsins. Grunnskólabörn í Varmárskóla í Mosfellsbæ vöktu athygli fyrr í vetur þegar þau dönsuðu kröftuglega gegn einelti. Morgunblaðið/Styrmir Kári Bollukinnar og breyttir tímar Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Við sem eigum börn ágrunnskólaaldri ber-um mikla ábyrgð. Meðbetri fræðslu um einelti og stóraukinni vitund um skelfilegar afleiðingar þess höfum við nú aukin tækifæri til að hjálpa börnum okkar. Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Saga Ólafsdóttir Í fyrsta lagi var ég frekar hissa. Í öðru lagi var ég frekar vonsvikin og í þriðja lagi vona ég að Guðni Th. Jó- hannesson bjóði sig fram! SPURNING DAGSINS Hvað finnst þér um að Ólafur Ragnar hafi boðið sig fram aftur? Úranus Ingi Kristinsson Ég hefði ekki gert það ef ég væri hann, ég hefði leyft öðrum að kom- ast að. Morgunblaðið/Ásdís Sigríður Björnsdóttir Ég held að það sé tími til kominn að skipta. Ægir Máni Helgason Mér er eiginlega sama. Ég ætla ekki að kjósa hann en mér er nokkuð sama ef hann kemst áfram. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Morgunblaðið/Golli JÚLÍAN JÓHANN KARL JÓHANNSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Sterkur í sagnfræði Forsíðumyndina tók Golli. Júlían J. K. Jóhannsson varð um síðustu helgi Evrópumeist- ari unglinga í kraftlyftingum, 23 ára og yngri, í +120 kg flokki. Keppt var í Malaga á Spáni. Júlían lyfti alls rúmu tonni og bætti samanlagðan árangur sinn um 37,5 kg. Hefurðu alltaf verið stór og sterkur? Já. Ég æfði körfubolta þegar ég var yngri, var stærstur og sterkastur, en svo liðu árin og ég var allt í einu bara sterkastur! Þá langaði mig að verða enn sterkari, prófaði kraftlyftingur og fann að þar ætti ég heima. Kraftakarlar tala oft um hve mikið þeir borða. Þú læt- ur væntanlega meira ofan í þig en meðalmaður? Já, ég er í þyngsta keppnishópnum svo ég borða töluvert! Reyni að vera skynsamur en ég borða mjög mikið kjöt, mikið af skyri og ýmsum klassískum mat. Hvað lyftirðu miklu á EM? Ég tók 1.050 kíló samanlagt; 395 í hnébeygju, 290 í bekkpressu og 365 í réttstöðulyftu. Ég hef aldrei lyft svona miklu í hnébeygju eða réttstöðulyftu, tók jafn mikið í bekk á EM unglinga í fyrra en náði þá ekki gildri hnébeygju og féll úr leik. Áttirðu von á þessu? Undirbúningur gekk mjög vel þar til fyrir þremur vikum að ég tognaði í innan- lærisvöðva. Ég var bjartsýnn þrátt fyrir það; maður er alltaf að togna eitthvað og orðinn fær í að takast á við það! Aðalátakið er ekki á þennan vöðva og ég fann ekki fyrir neinu á mótsstað, enda búinn að liggja í nuddi og kælingu vikurnar á undan. Hvaðan voru helstu keppinautarnir? Það voru Úkraínumaður og Rússi, sem er yfirburðamað- ur í hnébeygju, lyfti 430 kílóum en tók 5 kg minna en ég í bekk. Fyrir síðustu grein, réttstöðulyftuna, hafði hann 30 kílóa forskot á mig en þar lyfti ég 42,5 kg meira en hann. Bestur í Evrópu en hvar ertu á heimsvísu? Ég varð heimsmeistari í mínum aldursflokki í fyrra svo ég get sagt; það er skrýtið en samt gaman: ég er fremstur meðal jafningja og stefni á að staðfesta það á HM unglinga í haust. Það er þónokkuð upp í þá allra sterkustu, í fullorðins- flokki, en það er ekki mjög langt upp í topp 10 í heiminum og mér finnst raunhæft að ég komist í þann hóp á næsta ári, á fyrsta ári mínu í fullorðinsflokki. Það er ekki svo langt síðan þeir bestu voru í unglingaflokki; sá besti er 26 ára. Hvað er svo framundan? Næst er Íslandsmeistaramótið og þar sem þetta er síðasta keppnisárið mitt í unglingaflokki stefni ég að því að keppa oftar en áður. HM unglinga er í haust og þá ætla ég líka að vera með í opnum flokki á HM fullorðinna. Þú ert að læra sagnfræði; er stefnan að verða sterkasti sagnfræðingur í heimi? Þú segir nokkuð! Mér hefur gengið vel hingað til í náminu, í kringum mót á maður að vísu til að vanrækja það en ég er búinn með tvö ár í BA-námi og finnst þetta mjög gaman.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.