Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Page 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2016 VETTVANGUR Alls konar hagsmunir allskonar manna liggja víða.Hafi menn raunverulegan áhuga á að draga fram í dagsljósið þá hagsmuni sem skipt geta við- semjendur manna máli má ljóst vera að stjórnmálamenn eru fráleitt þeir einu sem ættu að huga að ein- hvers konar hagsmunaskráningu. Dómarar, fjölmiðlamenn og læknar geta til dæmis haft áhrif á mikla hagsmuni, sína eigin eða annarra. Þeirra eigin siðareglur hafa hingað til þótt vera nokkur trygging fyrir faglegri nálgun þeirra á viðfangs- efni sín. Tíminn leiðir í ljós hvort það breytist. Hitt liggur fyrir að kröfur til stjórnmálamanna hafa aukist að þessu leyti. Stjórnmálamenn láta ekkert svið mannlífsins óáreitt, hvorki atvinnu- líf né einkamálefni manna. Því mið- ur. Með því að setja landsmönnum reglur, almennar en ekki síst sér- tækar, er ekki óeðlilegt að kallað sé eftir því að fyrir liggi hvort þeir sem reglurnar setja geti haft af því einhverja hagsmuni umfram þá sem almennt getur talist. Til að bregðast við þessu ákalli hafa sumir stjórn- málamenn og frambjóðendur hér á landi og erlendis birt ýmsar upplýs- ingar um fjárhag sinn. En hversu langt á að ganga í hagsmunaskrán- ingu án þess að hún fari að bera meiri keim af fréttum af fræga fólk- inu en útlistun á raunverulegum hagsmunum sem sanngjarnt og eðlilegt er að séu opinberir? Það eru engir sérstakir hags- munir fólgnir í því að eiga skuld- laust bíl, hús eða hjólhýsi. Maður kann hins vegar að eiga mikla hags- muni með eignarhlutdeild í fyrir- tæki eða vegna starfa í þágu þess. Fátækt þarf ekki að vera hindrun í stjórnmálum. Að vera skuldum vaf- inn langt upp fyrir haus kann hins vegar að þvælast fyrir stjórnmála- manni. Það hverjir skuldunautarnir eru getur og verið sérstakt álita- efni. Hagsmunir maka eru svo vissulega hagsmunir hjóna í þessum efnum. Með auknum vilja stjórnmála- manna til að upplýsa um hagsmuni sína er þó hætta á að sjálfskipaðir álitsgjafar fari að líta á það sem hlutverk sitt að sinna eftirliti því sem lögum samkvæmt heyrir undir þar til bærar stofnanir, til dæmis skatteftirlit. Lítil rök standa til þessa eða þess að gera hags- munaskráningu stjórnmálamanna að einhvers konar sýningaratriði á hinu pólitíska leiksviði. Ég tók þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna árið 2009. Í ljósi almenns vantrausts sem ríkti þá og áðurnefndra sjónarmiða birti ég yfirlit yfir eignir og skuldir okkar hjóna. Ég er enn þeirrar skoðunar að rétt sé og eðlilegt að kjörnir fulltrúar geri grein fyrir helstu hagsmunum sínum. Ég tók það hins vegar sérstaklega fram að ég virti rétt annarra frambjóðanda til að upplýsa ekki um fjárhagsmál sín með þessum hætti. Það geri ég enn. Hagsmunir og önnur atriði ’Við skráningu hagsmuna er hætt við að aðalatriðinhverfi í skugga atriða sem engu máli skipta. Úr ólíkum áttum Sigríður Andersen saa@althingi.is Morgunblaðið/Eggert Ansi brosleg auglýsing birtist á Facebook-síðu Kaffihúss Vest- urbæjar með mynd af forseta lýð- veldisins, Ólafi Ragnari Grímssyni. „Sumir vilja aldrei hætta í vinnunni sinni. Aðrir hætta og fara í kokka- nám til Frakklands. Þess vegna vant- ar okkur núna kokk í besta litla bístró-eldhúsið í bænum. (Svo er- um við líka að ráða kaffibaristur.) Sækið endilega um!“ Það verður spennandi að sjá hvort þetta virkar. Kaffi Vest er með svalari stöðum bæjarins og þekkt andlit úr Vest- urbænum og víðar venja þangað komur sínar. Gísli Marteinn Bald- ursson er einn eigenda en sam- starfskona hans á RÚV til margra ára, Margrét Marteinsdóttir, starf- aði þar um tíma. Á föstudag birti svo enn einn RÚV-ari mynd af sér bakvið af- greiðslu- borðið á staðnum. María Sig- rún Hilm- arsdóttir fréttakona skrifaði: „Loksins fáum við að afgreiða,“ með mynd af sér og móður sinni Svanhildi Sigurð- ardóttur bakvið borðið en þær hlaupa í skarðið við afgreiðslu á Kaffi Vest þegar vantar. Barnamyndir hafa einkennt Face- book að undanförnu en einnig er augljóst að meiri þungi er kominn í forsetaframboð ákveðinna fram- bjóðenda. Sérstaklega má nefna Facebook- síðurnar Andri Snær 2016 og Halla Tóm- asdóttir. Ljóst má vera að bæði Andri og Halla ætla sér að gefa í frekar en hitt eftir yfirlýsingu Ólafs Ragnars Gríms- sonar um að hann gæfi kost á sér að nýju. Síða Andra Snæs er með yfir 6.700 fylgjendur en síða Höllu með rúmlega 2.500 fylgjendur. Halla hefur verið í beinni útsendingu gegnum Facebook alla þriðjudaga en Andri Snær hefur verið á ferð um landið til að kynna framboð sitt. Síður beggja bera það með sér að baráttan er formlega farin af stað. Mikið er lagt uppúr myndum og að sýna frambjóðendur í áhugaverðu ljósi. Facebook-síðan Forsetaframboð Elísabetar er minna hátíðleg en aðrar slíkar. Þar deilir frambjóðandinn og rithöfund- urinn Elísabet Kristín Jökulsdóttir meðal annars þessari hugleiðingu: „Ég hef tekið eftir því að fólk sem ætlar ekki að kjósa mig hefur verið mjög ákaft að koma með eftirfar- andi yfirlýsingu: Elísabet, þú ert svo æðisleg einsog þú ert, haltu bara áfram að vera einsog þú ert.“ El- ísabet verður seint sökuð um að hafa ekki húmor fyrir sjálfri sér. AF NETINU

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.