Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Blaðsíða 29
24.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Áhrif frá Kóreu eru áberandi í förðunarheim- inum um þessar mundir og endurspeglar ný vor- lína frá Shu Uemura, sem unnin er í samstarfi við kóreska snyrtivöru- fyrirtækið Kye, þetta. Ein vara úr þessari línu er hreinsiolían PORE- finest Cleansing Oil sem er til notkunar fyrir andlit. Nýtt Önnur vara úr línunni, sem endurspeglar virkilega kóreska andblæinn, er augabrúnamaskarinn Eye- brow Manicure sem fæst nú í tveimur öðruvísi lit- um, Dark Rose sem hér sést og fjólubláum lit sem kallast Dark Violet. Zara 6.995 kr. Léttur, sumarlegur toppur sem ég bara verð að eignast. Net-a- Porter.com 104.000 kr. Æðislegir lakkskór frá Valentino. Vila 3.490 kr. Flottur Bikinítoppur sem væri töff við litríkar bikiníbuxur. Ilva Verð frá 50.000 kr. Sófaeiningar sem hægt er að púsla saman að vild eru efst á óskalistanum. Bleiki litur- inn er sérstaklega mildur og fallegur. Í þessari viku... Sigurborg Selma sigurborg@mbl.is Það er svo gaman á vorin þegar hægt er að poppa upp fataskápinn og næla sér í nokkrar litríkari flíkur. Heimilið er alltaf ofarlega í huga og þægilegur sófi er efst á óskalistanum. Sófinn úr Ilvu sem hægt er að setja saman að vild er fullkominn fyrir óákveðna manneskju eins og mig. Hrím 11.990 kr. Tvöfaldur gyllt- ur hringur frá Big bang NYC. Dásamlega fal- leg samsetning úr sumarlínu Christian Dior. AFP Lindex 6.715 kr. Þetta snið á gallabx- um er fullkomið við netta sumarskó. Gwyneth Paltrow hefur nóg að gera þessa dagana en hún var að senda frá sér upp- skriftabókina It’s All Easy. Hún rekur vefsíð- una goop sem er allsherjar lífsstílsveldi en goop sendi nýverið frá sér snyrtivörulínu úr lífrænum efnum í samvinnu við Juice Beauty. Paltrow upplýsti nýverið að fatalína væri í vinnslu. „Ég hef verið að vinna í fatalínu, föt- in eru næst,“ sagði hún. Vefsíðan selur nú þegar föt og hefur átt í samstarfi við þekkta hönnuði á borð við Stellu McCartney um sérstakar vörur fyrir goop. Búist er við því að fatalínan komi á mark- að í september. VELDI GOOP STÆKKAR ENN Fatalína á leiðinni Gwyneth var glimmerklædd þegar hún kom fram í Williams- Sonoma til að árita nýju bókina, It’s All Easy. AFP Regnkápur og léttir jakkar eru áberandi í nýrri línu frá 66°Norður og er innblásturinn fyrir hönnunina sóttur í sögu þessa útivistar- fyrirtækis sem hóf að framleiða sjófatnað fyrir íslenska sjómenn árið 1926. Jafnframt er innblástur sóttur til útihátíðarmenningar landans og útilega í íslensku sumri. Meðfylgjandi myndir eru af flíkum úr nýju línunni en myndatökur fyrir nýja herferð fóru fram á Snæfellsnesi, m.a. í Ólafsvík og á Grundarfirði. Stílisti í myndatökunum var Anna Clausen. Nú þegar má finna hluta af nýju línunni í verslunum en það bætist í flóruna þegar líður á vorið. Appelsínugula kápan er komin í búðir og sömuleiðis blái jakkinn. Létti, svarti jakk- inn hér til hægri heitir Kári og kemur í versl- anir með vorinu. Liturinn segir sjógalli en sniðið borgarkápa. Léttur sumarjakki. Fyrir borg og sveit. Innblástur frá sögunni og útihátíðum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.