Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Side 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Side 30
FERÐALÖG Þegar ferðast er með barn er gott að hafa í huga að taka ekki of mikinnfarangur. Ekki má taka svo mikið að það verði til þess að ekki sé hægt að halda í höndina á barninu og bera töskurnar (eða rúlla þeim) um leið. Ekki báðar hendur fullar 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2016 Í september hópast hugrakkirhlauparar til Slóveníu, nánar til-tekið að skíðastökkpallinum fræga í Planica. Ekki þó til að stökkva á skíðum heldur til að hlaupa upp snjólausan pallinn. Vegalengdin er ekki nema 400 metrar, en tíminn sem það tekur að komast þarna upp er talsvert lengri en á jafnsléttu enda er brekkan snarbrött. Fyrst var hlaupið upp skíðastökk- pallinn fræga árið 2012 og nú hefur hlaupið bæst í hlauparöð sem kallast RedBull400. Um er að ræða átta 400 metra hlaup víðsvegar um heiminn. Vegalengdin er alltaf 400 metrar og alls staðar er hlaupið upp snar- brattar brekkur sem jafnan eru not- aðar sem skíðastökkpallar á vet- urna. Til að tryggja snjóleysi fer hlauparöðin fram í maí til sept- ember. Fyrsta hlaupið í þessari krefjandi hlauparöð fer þetta árið fram í Almaty í Kasakstan 1. maí. Þann 28. maí er hlaupið í Kuopio í Finnlandi, þá í Titisee-Neustadt í Þýskalandi 16. júlí og skíðabænum fræga Whistler í Kanada þann 30. júlí. Í ágúst eru tvö hlaup, annað fer fram í Harrachov í Tékklandi 13. ágúst og hitt þann 27. ágúst í Bisc- hofshofen í Austurríki. Þann 17. september verður svo hægt að reyna sig við fyrrnefndan stökkpall í Pla- nica í Slóveníu og 24. september verður hlaupið upp skíðastökkpall í Park City í Utah. Hlaupið upp skíðastökkpalla Fjögur hundruð metra hlaup upp snarbrattan, grasilagðan skíðastökkpall er sannarlega öðruvísi frí. Fjöldi fólks ferðast um heiminn einmitt í þeim til- gangi að koma blóðinu á hreyfingu á þennan sérstaka hátt. Skíðastökkpallar eru brattir, enda eru þeir jafnan hannaðir í því skyni að stökkvarar nái sem lengstu flugi og komist sem hraðast. AFP Fjögur hundruð metrar eru ekki löng vegalengd, en þegar hallinn er mikill get- ur reynst þrautin þyngri að komast á áfangastað. Fyrir ferðalanga sem vilja meira en hefðbundna borgarferð er auðvitað rakið að reyna sig við 400 metra snarbratta skíðastökkpalla og hlaupa eins hratt og lungun og kálfarnir leyfa. Ljósmynd/RedBull Viðhaldsfríar hurðir Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 1. Notandi þarf að vera með fulla áskrift og skráður á mbl.is 2. Það er gert á forsíðu mbl.is, efst í vinstra horninu (Innskráning · nýskráning) 3. Þú færð Morgunblaðs-appið á App Store og Play Store 4. Kennitala er skráð sem notandanafn 5. Lykilorð er það sama og á mbl.is SVONA SKRÁIR ÞÚ ÞIG Ef þú þarft frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur í síma 569 1100 VIÐBÓT FYRIR ÁSKRIFENDUR v Fáðu Moggann þinn hvar sem er og hvenær sem er Nú fylgir Morgunblaðið í rafrænni útgáfu fyrir spjaldtölvur og snjallsíma MOGGINN ÁSKRIFENDUR ATHUGIÐ *RAFRÆN ÚTGÁFA MORGUNBLAÐSINS, E-MOGGINN, FÆST BÆÐI FYRIR IPAD OG ANDROID 2.2. OG NÝRRI ÚTGÁFUR. **GILDIR FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ FULLA ÁSKRIFT. * **

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.