Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Page 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2016 Í slandi hefur vegnað vel síðustu hundrað árin og vel það. Auðvitað liggur línan ekki ætíð upp á við. Endrum og sinnum kom bakslag. Stundum blandaði náttúran sér í málið, t.d. þegar fiskistofnar hrundu. Ekki er víst að náttúran hafi verið ein á ferð. Kannski komu græðgi og glannaskapur við sögu. Það gæti hafa veikt veiðistyrk fiskistofna, í bland við hitastig og breytta strauma. En eftir þóf lærðu menn. Þorskur í sjó var líkari kúm í fjósi en þeir höfðu haldið. Eiga samleið Vísindin sem reynt er að byggja á við ráðgjöf um ráð- lega veiði eru ekki tæmandi eða nákvæm. En bærileg sátt er orðin um að ráðgjöfin byggir á bestu fáanlegu þekkingu á hverjum tíma, hún styrkist með ári hverju og vísindamenn okkar eru leiðandi í fræð- unum. Það er freistandi að gefa sér svigrúm þegar vafi er fyrir hendi. En lítill ágreiningur er um að lítið er upp úr því að hafa að teygja sig út á ystu nöf og ekki áhættunnar virði. Enda þekkt að þegar komið er á ystu nöf getur lítið skref orðið skeinuhætt. Mannleg mistök, óheillavænleg stjórnarstefna eða framganga einkaaðila hefur slegið á framfarir ekki síður en dyntir náttúrunnar. Mikið er rætt um hlýnun jarðar. Þó er skammt síðan Íslendingar óttuðust haf- ísár og áhættunefndir ríkisins gerðu áætlanir um við- brögð við komu landsins forna fjanda. Ákveðið var að kaupa sterka víra til að þvera hafnir til að verja fiski- skip. En þrátt fyrir allt sést að þegar lína framfara er dregin í gegnum hlykki er hún enn brött upp á við. Sú hönd var sterk Fáir státa af svo brattri línu. Hafísár, eldgos, síldar- hrun, sviptingar í þorski, ógrundaðar ákvarðanir „hugsjónamanna“ eða stjórnlaus framganga útrásar- gengis, sem féll að efnahagslegu gáleysi á heimsvísu, og endaði með „hruni“, hér og víðar, stoppuðu ekki jákvæða þróun í rúmlega öld. Hvernig má það vera? Hvaða ógnarafl gerði allan mun? Svarið er einfalt. Þjóðin fékk forræði eigin mála. Fyrst smávægileg áhrif á lögin sem giltu í landinu. Þá heimastjórn. Svo fullveldi og loks sjálfstæði. Með heimastjórn og fullveldi var loks hægt að taka ákvarðanir á íslenskum forsendum. Þá urðu alda- hvörf. Landhelgismörkum var ýtt út. Enginn annar hafði haft hagsmuni af því. Stórþjóðir höfðu skrapað mið upp í landsteina. Þær sömu og kjánar treysta nú betur fyrir íslenskum hagsmunum en Íslendingum sjálfum. Löggjöf var löguð að íslenskum þörfum. Fullvalda þjóð gat krafist þess að þeim hluta sálar þjóðar sem festa má hendur á, handritunum gulnuðu, frækilegasta framlaginu til heimsmenningarinnar, yrði skilað. Frómir menn höfðu haft slíka ósk á vörum, en talað upp í vindinn. Fullvalda þjóð, með fullt umboð, knúði á. Það sker í augu að fáeinum árum eftir að þjóðin nær vopnum sínum, þeim sömu sem Hákon fúli sveik út úr henni öldum fyrr, birtast menn og hafa full- veldið í flimtingum og telja best að Íslendingar fargi því að eigin frumkvæði. Íslendingar höfðu vissulega velt því fyrir sér hvort þeir væru færir um að verja sitt fullveldi. Mörg þjóð hafði tapað slíkri baráttu. Horft var til tveggja heimsstyrjalda, sem þóttu sanna að hlutleysi án varna væri haldlítið. Sviss hefur haldið í sitt hlutleysi. Þar er fámennt miðað við nágrennið. Herinn er hlutfallslega fjöl- mennur og trúr ættjörðinni í anda Tells. Þótt hug- rakkur sé hefði hann ekki staðið í Hitler hefði óvætt- urin mætt. En gæfa Sviss var sú að það hentaði öllum að hafa þennan afmarkaða reit eins og friðaða torfu í styrj- aldarflæminu, eins konar þinglýsingarskrifstofu og bankahólf fyrir alla. Sviss hefur ekki viljað ganga í ESB. Þjóðin hafnaði því aðspurð að taka þátt í EES. Það hefur ekki gert henni neitt til. Ísland var hvorki bankahólf eða þinglýsingar- skrifstofa. Landið var í alfaraleið. Úrslit beggja heimsstyrjalda ultu á því að sú leið væri trygg. Um yfirráð hennar var harkalega tekist, ekki síst í seinni styrjöldinni. Aðildin að Nató var því stórmál fyrir Ísland. Henni fylgdi ekki sjálfstæðisskerðing. Þvert á móti fékk hún tryggingarskírteini sem gefið var út af öflugustu lýð- ræðisríkjum heims. Aðild að ESB er annars eðlis og viðurkennt er að henni fylgir fullveldisskerðing. Helsta undirliggjandi röksemd fyrir aðild Íslands að ESB virðist vera sérkennileg minnimáttarkennd. Sagt er að Ísland sé of fámennt til að valda sjálfstæði sínu. Þjóðin geti ekki varið sig fyrir óbilgjörnum kröf- um nágranna. Þetta var inntakið í kjarkleysi ríkis- stjórnar Íslands í Icesave-málinu. Mikil blessun var að stjórnmálamenn slíkrar gerð- ar voru ekki til staðar 1904, 1918 og 1944. Þá hefði þjóðin koðnað. Hún stóð meira að segja af sér hretin árið 1918, þegar allt lagðist á eitt. Frostavetur, stór- gos í Kötlu og mannskæðasta pest síðustu tíma, spænska veikin, sem lamaði mannlífið og lagðist ekki síst á fólk í blóma lífsins. Af hverju fjölgaði minnipokamönnum? Hvers vegna er stór minnihluti þjóðarinnar svona illa haldinn af minnimáttarkennd sem hluti af þjóð, hinir sömu og eru iðulega með ástæðulausa persónulega mikilmennskuáráttu? Þetta hefur ekki verið rann- sakað. Þeir vísa gjarnan til þess að þjóðin sé fámenn. Það er óumdeilt en hefur lagast. Íslendingar voru innan við 70.000 þegar þeir hömruðu á sjálfstæðiskröfum við dræmar undirtektir. Það ár var einn níræður maður lifandi í landinu. Íslendingar voru 79.632 þegar þeir fögnuðu heimastjórn og 91.368 á full- veldisárinu. Þeir höfðu aldrei í sögu sinni verið fjöl- mennari en árið 1944 þegar þeir voru 125.967. Það þótti þeim duga til að stofna til lýðveldis. Minnipoka- Það er virðingarvert sjónarmið að vera á móti framförum, sagði karlinn og kerling kinkaði kolli ’ Það sker í augu, að fáeinum árum eftir að þjóðin nær vopnum sínum, þeim sömu sem Hákon fúli sveik út úr henni öldum fyrr, þá birtast menn og hafa full- veldið í flimtingum og telja best að Íslend- ingar fargi því að eigin frumkvæði. Reykjavíkurbréf22.04.16

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.