Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Qupperneq 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2016, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2016 LESBÓK J æja, þá er það einn ein bílferðin austur til Coachella-dalsins að kíkja á hátíðarhaldið í ár. Gönguskór, sólarvörn, derhúfa, vatnsflaska, sólgleraugu, myndavél, lang- ermaskyrta, eyrnatappar, og ekki má gleyma hátíðarandanum. Ferðina verður mað- ur að undirbúa ef vel á að fara. Hátíðin fór fram í sautjánda sinn hér í eyði- mörkinni í Suður-Kaliforníu, hófst 15. apríl og léku alls 228 sveitir og listafólk á sex sviðum Empire-pólóvallarins í Indio-borg. Rétt undir eitt hundrað þúsund manns eru á hátíðarsvæð- inu hvern dag, en forráðamenn hátíðarinnar hafa náð að bæta aðstæður hátíðargesta ár hvert. Undirritaður hafði misst af tveimur síðustu hátíðum. Eftir að Goldenvoice-fyrirtækið, sem rekur hátíðina, keypti pólóvöllinn þar sem há- tíðin fer fram er augljóst að forráðamenn þess hafa ekki setið auðum höndum. Á mun fleiri stöðum fást alls konar veitingar og nýtt efni hefur verið sett á Gobi- og Mojave-tjöldin, sem hefur bætt hljóm þeirra verulega. DJ Mustard slær í gegn Undirritaður mætti fyrri part eftirmiðdagsins á föstudag, 15. apríl, og eftir stutt viðtal við meðlimi Of Monsters and Men var stefnan sett á strákana tvo í Bob Moses frá Vancouver. Þeir spila góða blöndu af raftónlist og rokki. Undirritaður sá þá rétt tveimur dögum áður hita upp á tónleikum og eins og oft áður þegar maður nær að sjá upphitunarhljómsveitir komu þeir á óvart. Á göngu um svæðið eftir á rakst ég á DJ Mustard í stóra Sahara- danstjaldinu. Hann er hiphop-plötusnúður héðan úr Los Angeles og þótt maður sé lítið gefinn fyrir það sem hann var að bjóða var augljóst af aðsókninni (tjaldið var troðfullt og hundruð gesta hlustuðu fyrir utan) og and- rúmsloftinu að hann var að slá ekki þetta lítið í gegn. Það er augljósara með hverju árinu á Coach- ella að hip hop (oft kallað rapp) listafólk dregur til sín yngri hátíðargesti og oft er þar mesta stemmingin. Troðfullt á OMAM Of Monsters and Men hófu síðan leik á stóra útisviðinu þegar sólin var að setjast handan San Jacinto-fjallanna vestan megin í dalnum. Ávallt skemmtilegur tími á hátíðarsvæðinu. Á meðan tæknimenn voru að setja upp komu miklar vindhviður, en hinir heitu Santa Ana-vindar voru ríkjandi um alla Suður- Kaliforníu þann dag. Hins vegar var engin hætta, þar sem tæknifræðingar og fag- fólk eru vön vindinum á svæð- inu. Okkar fulltrúar á hátíðinni slógu vel í gegn. Það var troð- fullt á öllu svæðinu í kringum sviðið, þannig að það hafa örugglega verið um 35 þúsund manns að horfa og var mikið sungið og dansað. Hljóm- sveitin einbeitti sér að vinsælustu lögum sínum og eftir að hafa séð hana síðasta sumar hér vestra er augljóst að Skrímslafólkið hefur enn bætt sviðsframkomu sína. Maður verður hreinlega að hafa virðingu fyrir leikgleði hljómsveitarinnar, sem smitar út frá sér meðal áhorfenda. Underworld lyfti upp þakinu Ég þaut svo þvert yfir hátíðarsvæðið, því ekki ætlaði ég að missa af ensku raftónlistarsnill- ingunum í Underworld. Þeir eru nú að fylgja eftir nýrri plötu í fyrsta sinn í sex ár og voru hreint út sagt stórkostlegir. Lyftu upp þakinu á Sahara-danstjaldinu með hverju taktföstu laginu á fætur öðru. Maður lét svo LCD Soundsystem – sem aug- lýst var sem aðalsveit dagsins – framhjá sér fara eftir upphafslagið, enda langur dagur að baki. Flest- um ber saman um að James Murphy og kollegar hafi stað- ið sig þokkalega, en þeir gátu ekki keppt við Jack U á sama tíma. Jack U er dúett þeirra Skrillex og Diplo – tveggja stærstu nafnanna í raftónlist- inni þessa dagana. Yngra fólkið flykktist í Sahara- tjaldið á meðan hægt var að finna nægilegt pláss á stóra sviðinu hjá LCD Soundsystem. Það vildi víst hlusta á barninginn í stað fínni framsetningar. Þetta er dæmigert fyrir hátíðina. Meirihlut- inn af hátíðargestum er ungt fólk sem flykkist í hip hop og raftónlistina, en einnig vilja margir hlusta á sveitir sem hafa verið í bransanum lengri tíma. Guns N’ Roses vonbrigði Þrátt fyrir stífa dagskrá á laugardag þegar hitinn jókst upp úr öllu valdi var það endur- koma Guns N’ Roses frá Los Angeles sem olli mestu eftirvæntingunni. Sveitin olli hins vegar öllum nema hörðustu aðdáendum sínum von- brigðum eftir 23 ára fjarveru í upprunalegu út- gáfunni. Söngvarinn Axl Rose sat á hásæti eft- ir að hann fótbrotnaði við undirbúning endur- komu sveitarinnar og þrátt fyrir að reyna sitt besta var hann ekki svipur hjá sjón frá því sem áður var þegar hann dansaði um allt sviðið. Gítarleikarinn Slash stóð að mestu á sama stað í stað þess að hlaupa um sviðið eins og hann var vanur að gera á árum áður. Hann fékk aðstoð frá Angus Young, gítarleikara AC/ Raftónlist, vindhviður og slappir rokkarar Of Monsters and Men sýndi enn einu sinni, á fyrstu helgi Coachella-- tónlistarhátíðarinnar, að rétt eins og Björk Guðmundsdóttir og Sigur Rós á fyrri hátíðum er þetta tónlistarfólk hinir raunverulegu útrásarvíkingar Íslands. Gunnar Valgeirsson gvalgeir@gmail.com ’Hljómsveitin ein-beitti sér að vin-sælustu lögum sínumog eftir að hafa séð hana síðasta sumar hér vestra er augljóst að Skrímslafólkið hef- ur enn bætt sviðs- framkomu sína. Hljómsveitin Of Monsters and Men á sviði á Coachella- hátíðinni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.