Orð og tunga - 01.06.2006, Síða 16

Orð og tunga - 01.06.2006, Síða 16
14 Orð og tunga (wikis). En forsenda þess að geta nýtt sér slíka miðla er að nemandinn hafi grunnfærni í markmálinu. Til þess að byrjandinn hafi sem mest gagn af hjálparmiðlum, s.s. orðabókum og málfræðigrunnum, þarf að laga upplýsingarnar sem í þeim er að finna að málfærni nemandans. Þetta er mögulegt gegn- um tölvur. Tilgangur orðabóka sem handbóka er að vera leiðbeinandi um uppbyggingu og notkun tungumálsins en notendur eru nemend- ur í erlendum tungumálum. Notkun handbóka um málfræði og mál- notkun samræmast kenningum um að fullorðnir hafi gagn af leiðbein- ingum um uppbyggingu málsins, þ. e. hafi gagn af málfræðikennslu (Doughty and Williams 1998). Áhersla á málfræði verður sjálfkrafa meiri í beygingarmálum og því vert að skoða notkun hjálparmiðla sér- staklega þegar kemur að tileinkun slíkra tungumála, m.a. íslensku. 4 Hlutur málfræði í orðasöfnum Umræðan um máltileinkun fullorðinna, hvort hún er sérhæfð (Jacken- doff 1994) eða hvort tungumál lærast eins og hver annar lærdómur (sambandshyggja/connectionism) (Rumelhart og McCleland. 1986) byggist að einhverju leyti á því hvemig maðurinn tileinkar sér beyg- ingar. Pinker og Prince (1988, 1994) bentu á að ef til vill væm ekki allar beygingarendingar leiddar af reglum heldur þyrfti nemandinn að læra sumar utan að og væru þær þá merktar sérstaklega í orða- forða (Lexicon). Þetta ætti sérstaklega við um óreglulegar beygingar. Ef svo er leiðir það af sjálfu sér að kenna þarf reglulegar endingar á annan hátt en óreglulegar endingar, þ. e. kenna þarf reglur og hvemig á að beita þeim annars vegar en ganga út frá því að aðrar beygingar þurfi að læra utanbókar og haga kennslu í samræmi við það. Það gef- ur augaleið að það hjálpar nemandanum við námið að segja honum að það sé góð þumalputtaregla að þágufall fleirtölu nafnorða hefur alltaf endinguna -um í stað þess að bíða eftir því að hann komist að þessu sjálfur m.a. með því að leita á Google (Birna Arnbjörnsdóttir 2003, 2004). Annar háttur verður þá hafður á þegar aðstoða á nem- andann við að tileinka sér óreglulegar beygingar. Ef upplýsingar um óreglulegar beygingar geymast með einstökum orðum í orðaforða og nemandinn verður að læra utan að, tengist tileinkun þeirra tíðni í ílagi. Því oftar sem nemandinn hittir fyrir óreglulega beygingu, því líklegri er hann til að tileinka sér beyginguna. Óreglulegar endingar þurfa því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.