Orð og tunga - 01.06.2006, Blaðsíða 109
Margrét Jónsdóttir: Um ærsl, busl og usl
10 7
með usl og busl. Það er hins vegar að finna í ÍO og íslenskri samheita-
orðabók eins og fram hefur komið.
3 Notkunarheimildir
Nokkur dæmi eru um orðasambandið með ærsl og busl í söfnum OH.4
Áður verður þó að geta eins dæmis en það er úr þýðingu Jón Ólafs-
sonar úr Grunnavík á Nikulási Klím, sbr. ROH (= Ritmdlssafn Orða-
bókar Háskólans undir busl). Þar er talað um ærsli og busl í ákveðnu
samhengi.
(5) ... því eg gjörðe hjer so mikinn óróa, ærsle, busl og um-
brot, sem hinn hafði gjörðt í vorum efna heime.
JÓlGrvKlím, 221 Aldur: 18m
Ekki er hægt að líta svo á að ærsle og busl sé hér raunverulegt orðasam-
band eins og sjá má í dæmunum hér á eftir enda standa sögn og/eða
forsetning ekki með orðaparinu. Og það skiptir líka máli að hér er
ærsle notað í stað ærsl. Þannig verður hljóðlíkingin við busl fjarlægari.5
Á hinn bóginn gæti orðavalið bent til þess að höfundur hafi þekkt
orðasambandið, a.m.k. er merkingin ekki alveg ókunn.
Elstu skráðu dæmin um orðasambandið eru frá um 1800. Það er
úr vísu sem Finnur Magnússon orti árið 1802 og tilefnið var útkoma
sálmabókarinnar 18016; í daglegu tali er sú bók jafnan nefnd Leirgerð-
ur, á hana var minnst hér á undan. Textinn (vísubrot), sem tekinn er
úr handritinu Lbs. 1754 4to, innskotsblað á milli bl. 16 og 17 (eignað
Finni), er svohljóðandi:
(6) Allt er komið í ærsl og busl,
Andleg sálma er orðin bók
Andskotalaust rusl.
4Ö11 dæmin sem nefnd verða eru byggð á söfnum Orðabókarinnar. Það skal hins
vegar tekið fram að þau hafa verið skoðuð sérstaklega og stundum aukið við það
samhengi sem er á seðlinum hverju sinni.
5Í nútímamáli eru ærsl og ærsli til hlið við hlið, sbr. ÍO. Þess ber að geta að langflest
hvorugkynsorð með æ sem stofnsérhljóð enda á i. Orð með u í stofni gera það hins
vegar aldrei.
6Dæmi úr textasafni OH leiddi greinarhöfund að texta Finns Magnússonar (6).
Dæmið er úr Gesti (2. bindi, bls. 119), ritsafni sem Gils Guðmundsson gaf út (1985).