Orð og tunga - 01.06.2006, Blaðsíða 129
Þórdís Úlfarsdóttir: Málfræðileg mörkun orðasambanda
127
arfalli, sérnafn (greining nkfe-s). Þótt ekki sé neinn vafi á því að for-
setningin í stýri fallinu á nafnorðinu Þjóðverja virðist markarinn ekki
geta tengt þetta tvennt saman. Ástæðan er að hluta til sú að orðið
Þjóðverja er haft innan 'breytiliða' sem trufla samhengið frá sjónarmiði
markarans, en þó kemur shmdum fyrir að mörkuð fallstjóm forsetn-
ingar samsvarar ekki falli orðsins sem kemur beint á eftir, þótt það sé
breytiliðalaust.
Ruglingur með fallstj óm f or setninga er algeng villa sem öllum mörk-
urum hættir til að gera, samkvæmt Sigrúnu Helgadóttur (2004a:59).
Kafli 4 endaði á því að sýnd voru tvö orðasambönd þar sem búið var
að einfalda greininguna. Þau vom þessi:
# aka á hundasleða # so fs-a no
# aka < honum , henni > úr sporunum # so < fn-d , fn-d > fs-d no
Fyrra dæmið að ofan, aka á hundasleða, fékk greininguna so fs-a no.
Það er: sögn, forsetning með þolfalli, nafnorð. Þetta er ekki rétt grein-
ing, fallstjórn forsetningarinnar hefði átt að greinast þágufall en ekki
þolfall þar sem orðið hundasleða er í þágufalli. Ljóst er að markarinn
getur ekki vitað um hvort fallið er að ræða þar sem hundasleða er eins
í þolfalli og þágufalli, og þar að auki getur forsetningin á stýrt báð-
um þessum föllum. Þama hefði lengra samhengi ekki getað komið
markaranum til hjálpar þar sem hann tekur ekki mið af mismunandi
merkingu í samböndum eins og aka á hundasleða (þágufall) og aka á
Ijósastaur (þolfall), og orðin hundasleða og Ijósastaur eru eins í þolfalli
og þágufalli.
Þessi ruglingur á þolfalli og þágufalli er dæmigerð villa sem kem-
ur stundum fyrir í mörkun orðasambandanna.
6 Mörkuð orðasambönd
í þessum kafla eru fjórir listar með orðasamböndum, fyrst með sögn-
unum aka og afla og svo með lýsingarorðunum/e/fwr og glaður. Búið er
að einfalda samböndin á þann hátt sem lýst er í kafla 4: svigaliðir hafa
verið teknir út og tilbrigði í sagnmyndum hafa verið einfölduð. Þar
sem villa er í greiningunni er hún höfð með feitu letri og jafnframt er
merkið ** sett á eftir sambandinu.
Nákvæmni mörkunar í orðasamböndunum er mæld á tvennan
hátt. í fyrsta lagi er miðað við orðasambandið sem heild og ef ein eða