Orð og tunga - 01.06.2006, Blaðsíða 85
Haraldur Bernharðsson: Gás, gæs og Gásir, Gásar
83
á máltökuskeiði heyrir langoftast þágufallsmynd örnefna, eins og til
dæmis (at/á/frá) Gásum, ogþví verður þágufallsmyndin, Gásum, grunn-
mynd örnefnisins í huga barnsins en ekki nefnifallsmyndin Gæs(s).
Ahrif sérmörkunar af þessu tagi í örnefnum veldur því að í örnefn-
um sjást breytingar sem allajafna sjást ekki hjá venjulegum nafnorð-
um: vensl einstakra fallmynda eru annars eðlis í ömefnum en í venju-
legum nafnorðum. Þegar þágufallsmyndin (at/á/frá) Gásum er lögð til
grundvallar kemur ekki á óvart að rótarsérhljóðið á breiðist út á kostn-
að rótarsérhljóðsins æ, eins og sýnt var í (27b) og (28a). í samnafninu
var nefnifall fleirtölu aftur á móti lagt til grundvallar, eins og áður var
rætt, og því breiðist rótarsérhljóð þess, æ, út á kostnað á í samnafninu,
sbr. (27a).
Þágufallsmyndin (at/á/frá) Gásum er óræð hvað kyn og beygingar-
flokk varðar því að sama beygingarmyndanið, -um, er notað í öllum
kynjum og öllum beygingarflokkum í íslensku. Bam á máltökuskeiði
getur því ekki auðveldlega greint kyn eða beygingarflokk ömefnisins
á grundvelli þágufallsmyndarinnar (at/á/frá) Gásum og í örnefnum er
sjaldnast hægt að reiða sig á ákvæðisorð (eða greini) sem tekið gætu af
vafa um málfræðilegt kyn. Leiðin er því greið fyrir umtúlkun af ýmsu
tagi: ömefnið getur hæglega skipt um kyn (orðið karlkyns frekar en
kvenkyns, sbr. 28c) og tekið beygingu eftir fleiri en einum beygingar-
flokki (fengið nf. -ir eða -ar og þf. -i(r) eða -a(r), sbr. 28b). Þess vegna
verða til nf. ft. Gásir, Gásar og þf. Gásir, Gásar eða jafnvel Gási, Gása.
Þróun af því tagi má sjá hjá nokkrum fjölda örnefna og vísast til frek-
ari umræðu um það hjá Haraldi Bernharðssyni 2004.
5 Lokaorð
Hér hefur verið borin saman þróun samheitisins físl. ggs, gás, ft. gqss
og ömefnisins sem birtist í verslunarstað þeim sem nefndist í fomu
máli at Gásum (Ggsum) en samheitið og örnefnið hafa þróast hvort í
sína átt. í báðum tilvikum er um að ræða svokallaða sérmörkun (e. local
markedness) en þó með ólíkum hætti. í samheitinu felst sérmörkunin í
því að fleirtalan er ómörkuð andspænis eintölunni og því er fleirtalan
lögð til gmndvallar við áhrifsbreytingar á eintölumyndunum; þannig
fær fleirtalan nýja endingu (~ir í stað -0), eintalan þiggur rótarsérhljóð
frá nf./þf. fleirtölu og þróast á annan veg en til dæmis orðin mús og
lús sem upprunalega höfðu sömu beygingu og físl. gás en aftur á móti