Orð og tunga - 01.06.2006, Blaðsíða 30
28
Orð og tunga
MÁLFRÆÐI er samheiti yfir allar þær fræðigreinar sem
lýsa eðli mannlegs máls og skýra það, svo sem hljóðfræði,
beygingarfræði, orðmyndunarfræði, setningafræði, merk-
ingarfræði.
Þarna má bæta við fjölmörgum greinum og reyndar má telja orða-
bókarfræði til málfræði líka.
Orðabækur eru af ýmsu tagi, en skilgreiningu á því fyrirbæri sem
íslenskum orðabókarnotendum er tamast að hugsa til þegar minnst er
á orðabók er að finna í dæmigerðustu íslensku orðabókinni:
orðabók kvk 1 bók með safni orða (í stafrófsröð) úr e-u
máli og (venjulega) skýringum á merkingu (notkun) þeirra
á sama eða öðru máli > íslensk orðabók /færeysk-íslensk orða-
bók/Orðabók Sigfúsar Blöndals /stafsetningarorðabók. 2 stofn-
un þar sem unnið er að samningu slíkrar bókar > Orðabók
Háskóla Islands
(íslensk orðabók 2002)
Tæknibreytingar í orðabókargerð eru slíkar að orðabók er ekki leng-
ur endilega bók, stafrófið er ekki eini hugsanlegi leitaraðgangurinn að
efninu og merkingarlýsing er aðeins einn af þeim þáttum sem orða-
bókarlýsing nær til. Orðabækur eru af ýmsum gerðum og nægir þar
að nefna almennar móðurmálsbækur (eins og íslensk orðabók sem vísað
er til hér á undan), tvímálaorðabækur, stafsetningarorðabækur, orð-
sifjabækur, samheitabækur, orðtengslabækur, þesárusa, málnotkunar-
bækur, íðorðabækur o.s.frv. Allar þessar orðabækur eiga það þó sam-
eiginlegt að útgangspunkturinn er orðið sjálft eða flettan.
í generatífri málfræði er það orðasafnið (orðasafn hugans) sem
geymir allar upplýsingar um einstök orð og önnur fyrirbæri sem þar
eru sambærileg við orðabókarflettur. Þar er kominn tengiliður mál-
fræði sem er lýsing á málkerfinu og orðabókar sem er upplýsingaveita
um einstakar flettur. í stuttu máli má segja að í orðasafninu séu les
ásamt öllu öðru sem ekki er fyrirsegjanlegt samkvæmt þeim reglum
og lögmálum sem sett eru fram um málkerfið í málfræði, með öllum
sínum undirgreinum. í ljósi þessa mætti ætla að í góðri orðabók eigi að
vera úrval lesa með nauðsynlegum upplýsingum um þá málfræði sem
ekki er fyrirsegjanleg miðað við málfræðikunnáttu notandans, þ.e. sú
málfræði sem hann er ekki sjálfbjarga með. Framsetning þessara upp-
lýsinga hlýtur að mótast af gerð orðabókarinnar og notendahópnum