Orð og tunga - 01.06.2006, Blaðsíða 148
146
Orð og tunga
ekki sýnd af miðmyndarsögnum (t.d. af óttast). Án afbrigða eru beyg-
ingarmyndir nafnorðs 16, þ.e. fjögur föll í eintölu og fleirtölu, án grein-
is og með greini. Beygingarmyndir sagnar í persónuhætti eru 48, auk
boðháttar, lýsingarhátta og viðskeyttra spumarmynda (t.d. ferðu og
fórstu af sögninni fara). Alls geta beygingarmyndir sagnar orðið 109,
án afbrigða. Beygingarmyndir lýsingarorðs sem stigbreytist eru 120,
án afbrigða, ef engar eyður eru í beygingardæminu.
Orðaforðinn í Beygingarlýsingunni var upprunalega fenginn úr 3.
útgáfu íslenskrar orðabókar og úr söfnum Orðabókarinnar en nú er ver-
ið að vinna við viðbótarefni úr öðrum heimildum. Helstu heimildir
við rannsóknir á einstökum orðum og beygingarflokkum eru Ritmáls-
skrá og Textasafn Orðabókarinnar, auk handbóka, greina og ritgerða
um íslenska málfræði.
ítarleg beygingarlýsing er grundvöllur að vélrænni greiningu á
íslenskum textum, nauðsynlegur undanfari orðflokkagreiningar og
setningagreiningar. Beygingarlýsingin nýtist t.d. við mörkun texta og
við gerð leitarvéla, auk þess að vera forsenda skilvirkrar orðabókar-
gerðar og heimildasöfnunar. Þá er Beygingarlýsingin einnig nauðsyn-
legur efniviður við gerð leiðréttingar- og þýðingarforrita.
Beygingarlýsingin er nú notuð í ýmsum verkefnum Orðabókar
Háskólans, t.d. við vinnu við ÍSLEX, við Markaða íslenska málheild
og við leit í Textasafninu. Þá hefur tekist gott samstarf við hugbúnað-
arfyrirtækið Spurl ehf. sem notar Beygingarlýsinguna í verk sín, t.d. í
leitarvélina Emblu sem er á vefsíðu Morgunblaðsins og við leit í síma-
skránni, á ja.is.
Nú er unnið að nýjum gagnagrunni fyrir Beygingarlýsinguna í
samvinnu við Spurl ehf., en styrkur til verkefnisins fékkst úr Tækni-
þróunarsjóði haustið 2005. Nýi gagnagrunnurinn mun auðvelda alla
umsýslu við Beygingarlýsinguna og bæta leitaraðgang á vefsíðu Orða-
bókarinnar til muna.
Menntamálaráðuneytið hefur með samningi falið Orðabókinni
umsjón með og ráðstöfun á Beygingarlýsingunni til hmgutækninota.
Gerður er samningur um afnot af verkinu við hvern leyfishafa þar sem
kveðið er á um skilmála.
Verkefnisstjóri er Kristín Bjarnadóttir. Faglega verkefnisstjórn skipa
Eiríkur Rögnvaldsson, Sigrún Helgadóttir og Þórdís Úlfarsdóttir.
Kristín Bjarnadóttir