Orð og tunga - 01.06.2006, Blaðsíða 64
62
Orð og tunga
ingu í eintölu (að mestu eða öllu leyti), eins og til dæmis físl. rQng og
mQrk, ft. rengr og merkr, og þar sem gæsarorðið hefur fleirtölu að hætti
kvenkyns samhljóðsstofna, físl. nf./þf. ft. gæss, úr enn eldra gQSS, er
ekki óeðlilegt að ætla að eintalan hafi beygst að hætti ö-stofna og því
haft w-hljóðvarp í nf., þf. og þgf. et. í elstu íslensku (Noreen 1923:282-
86 [§§412-17]). Þar sem sú ætlun verður ekki staðfest með dæmum í
varðveittum handritum er ef til vill ekki hægt að útiloka að w-hljóð-
verpta nefkveðna rótarsérhljóðið Q hafi við áhrifsbreytingu vikið fyrir
hinu óhljóðverpta á, sem til dæmis var í ef. et. gásar (sbr. ef. et. sakar af
SQk). Þar með væri komin skýring á því hvers vegna gæsarorðið varð
gás, en ekki gós, þar sem hið nefkveðna á féll saman við munnkveðið á
þegar nefkvæði hætti að vera aðgreinandi í sérhljóðakerfinu. Þó mælti
það ef til vill gegn slíkri skýringu að þar sem eignarfall er markað
væri síður við því að búast að það hefði haft áhrif með þessum hætti á
nefnifallið (og reyndar einnig þolfallið og þágufallið) sem er ómarkað,
eins og vikið verður að síðar (§3.2 og §4.3).3
Þróun kvenkynsorðsins ást er að hluta til sambærileg við þróun
gæsarorðsins. Einnig þar sýnir samanburður við skyld mál að nef-
hljóð hefur fallið brott í rót með uppbótarlengingu og nefjun und-
anfarandi sérhljóðs: fhþ. anst 'gleði, hylli, þakklæti', gotn. ansts 'ást'
úr frg. *ansti- (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:28 [2 ást]). Þetta orð er
að vísu i-stofn í bæði fornháþýsku og gotnesku og vissulega hefur það
z'-stofna fleirtölu í íslensku, nf./þf. ft. ástir, en í elstu íslensku hefur rót-
arsérhljóðið tekið w-hljóðvarpi í nf., þf. og þgf. et., QSt, andspænis ef. et.
ástar, og því hefur eintalan ö-stofna beygingu. Merki w-hljóðvarpsins
í nf., þf. og þgf. andspænis hljóðvarpsleysi eignarfallsins koma til að
mynda vel fram í íslensku hómilíubókinni þar sem sérhljóðunum q
og á er haldið skýrt aðgreindum í stafsetningu (de Leeuw van Weenen
1993:56-61, 2004:190 [psf]). Hér hefði því hljóðrétt þróun verið sú að
hið nefkveðna q hefði runnið saman við nefkveðið ó er síðar féll sam-
an við munnkveðið ó en stafsetning í Hómilíubókinni bendir ekki til
þessarar þróunar og það gerir heldur ekki mynd þessa orðs í yngra
máli þar sem físl. Qst varð ást en ekki óst.
Samanburður við þróun físl. Qst í ást í stað óst, að svo miklu leyti
sem á honum er byggjandi, virðist því geta rennt stoðum undir þá
3Í Lexicon poeticnm (1931:175 [gás]) lætur Finnur Jónsson í ljós efasemdir um tilvist
hljóðverptu myndarinnar því að við flettiorðiðgrís bætir hann í sviga: „ellergps?, men
ordet er máske aldrig blevet egl. ö-st."