Orð og tunga - 01.06.2006, Blaðsíða 98
96 Orð og tunga
aðeins með korteri og mínútum. Nú er alltaf sagt klukkan er hálftvö,
hálfþrjú o.s.frv.
Dæmin í (4) eru líklega tvíræð í augum flestra nútímamanna, sem
gætu væntanlega bæði skilið (4a) sem 7.15 og 7.45, og (4b) sem 12.15
og 12.45:
(4) a. Kl. eitt korter til 8 kom litla Sigga inn (SkrifStap; mið
19. öld)
b. kl. kortér í eitt (Fjallk 1890, auk 8)
En dæmið í (5), sem er frá sama tíma, er hafið yfir allan vafa; þar merk-
ir korter í eitt greinilega 12.15:
(5) Ég skildi við föðurbróður minn kl. kortér í eitt, enn
kl. hálf-eitt fanst hann myrtr. (Fjallk 1890, auk 11)
Dæmin í (4) og (5) virðast vera styttingar úr gengin til og gengin í. í
málinu á þessum tíma hefur væntanlega verið venja að nota vantar ...
í á undan heila tímanum, þannig að þessar styttingar hafa ekki skapað
neina tvíræðni.
Dæmið í (5) er elsta dæmið í ritmálssafninu um orðalagið klukkan
hálf<eitt>; í eldri dæmum var haft annað orðalag í slíkum tilvikum, sbr.
dæmin í (3). Þegar dæmi eru jafn fá og þau sem hér hafa verið skoðuð
er auðvitað erfitt að fullyrða hvaða orðalag er eldra en annað. En ekki
er ólíklegt að klukkan er hálf<eitt>sé stytting úr klukkan er hálfgengin
<eitt>. Aldur dæma (3c) og (5) kemur líka heim við það.
í (6) er elsta dæmið um orðalagið yfir <eitt>. Merkingin er sú sama
og í nútímamáli og þetta er sama merking og sjá má í orðalaginu klukk-
an korter til í (4a) og klukkan korter í í (4b) og (5):
(6) Hún [o: klukkan] er eitt „kortjer" yfir átta. [Neðan-
máls:] Á hreinni íslenzku væri þetta: Það lifa þrír
fjórðungar hinnar níundu stundar (HBriemEnsk, 135,
1875)
Eins og sjá má er höfundurinn ekki alls kostar sáttur við orðalagið yfir
<eitt>. Hann nefnir þó hvorki til né í sem möguleika, en stingur upp
á mun flóknara og formlegra orðalagi. Hugsanlega er yfiryngra en til
og í; það gæti verið komið í málið vegna danskra áhrifa. Á dönsku er
nú sagt over <et> og var vísast einnig á 19. öld.9 Þetta gæti varpað ljósi
9Í Ordbog over det danske sprog 1928 X:645,1929 XI:897,1933 XIV:130 eru ýmis dæmi
um over <et>.