Orð og tunga - 01.06.2006, Blaðsíða 158
156
Orð og tunga
Tilbrigði í setningagerð
Rannsóknarverkefnið Tilbrigði í setningagerð hefur það meginmarkmið
að gera grein fyrir ýmiss konar tilbrigðum í íslenskri setningagerð,
athuga útbreiðslu þeirra og leitast við að skýra eðli þeirra og ein-
kenni. Tilbrigðin eru skoðuð út frá landfræðilegri dreifingu, félagsleg-
um breytum (t.d. kyni og aldri málnotenda) og mismunandi málað-
stæðum (talmál/ritmál, formlegt/óformlegt mál o.s.frv.). Enn frem-
ur felur verkefnið í sér rannsóknir á tilteknum atriðum í færeyskri
setningagerð og samanburði þeirra við íslensku. íslenska verkefnið
er hluti af norræna verkefninu Scandinavian Dialect Syntax (ScanDia-
Syn), sem miðar að því að rannsaka og bera saman mállýskubundin
setningatilbrigði á öllu norræna málsvæðinu, þvert á mörk þjóðmál-
anna, og að koma upp aðgengilegum gagnagrunni með efniviði til
setningafræðilegra rannsókna. Einnig hefur verið stofnað til tengsla
og samvinnu við sambærileg verkefni annars staðar í Evrópu, einkum
í Hollandi og á Norður-Italíu.
í rannsóknunum er annars vegar byggt á spurningalistum sem
lagðir verða fyrir fjölda málnotenda víða um land, bæði munnlega og
skriflega. Með þeim verða rannsökuð valin atriði sem talin eru áhuga-
verð frá setningarlegu sjónarmiði. Áhersla verður lögð á atriði þar sem
einhvers konar tilbrigði koma fram í málnotkun og getur munurinn
þá ýmist verið á milli einstaklinga (t.d. eftir uppruna þeirra eða aldri)
eða í máli sama einstaklings (t.d. eftir aðstæðum). Hins vegar byggjast
rannsóknirnar á samfelldum textum úr rituðu og þó einkum töluðu
máli og verkefnið felur m.a. í sér umfangsmikla efnissöfnun úr tal-
máli. Þar er einkum um það að ræða að safna saman efni sem þegar er
til, ljúka nauðsynlegri skráningu þess og ganga frá því í aðgengilegu
formi. Þannig hefur verið lokið frágangi á efni sem safnað var í verk-
efninu ístal — íslenskur talmálsbanki á árunum 1999-2000 (sjálfsprott-
in, persónuleg samtöl) og skráningu lokið á efni sem safnað var fyrir
rannsókn á aðkomuorðum í íslensku árið 2002 (min-verkefnið; viðtöl)
og á umræðum frá Alþingi, sem teknar voru upp og frumskráðar á
vegum þingsins. Alls eru þetta nálægt 50 klst. af hljóðrituðu og umrit-
uðu efni. Auk þess hefur verið unnið að skráningu og undirbúningi að
frekari úrvinnslu hljóðritana í vörslu Ámastofmmar sem geyma við-
töl við Vestur-íslendinga og einnig hefur verið rætt við aðstandendur
fleiri rannsóknarverkefna um afnot af efni frá þeim.