Orð og tunga - 01.06.2006, Blaðsíða 66
64
Orð og tunga
Ef hugað er að beygingu orðsins í nútímamáli má sjá að á því hafa
orðið ýmsar breytingar. Nútímamálsbeygingin íslenska er sýnd í (3a)
og til samanburðar beygingin í færeysku í (3b) en hún samsvarar, að
breyttu brey tanda, þeirri beygingu sem var í íslensku um 1400 og sýnd
var í (2c). Enn fremur eru til samanburðar orðin mús (3c) og lús (3d)
sem hafa sams konar beygingu í nútímaíslensku og færeysku (Faroysk
orðabók 1998:1431; Höskuldur Þráinsson o.fl. 2004:89).
(3) íslenskt og færeyskt nútímamál
a. b. c. d.
íslenska færeyska ísl. ogfær. ísl. ogfær.
et. nf. gæs gás mús lús
PZ gæs gás mús lús
Psf■ gæs gás mús lús
ef. gæsar gásar músar lúsar
ft. nf. gæsir gæs mýs lýs
PZ gæsir gæs mýs lýs
Psf- gæsum gásum músum lúsum
ef. gæsa gása músa lúsa
í nf./þf. ft. mýs og lýs hefur átt sér stað sams konar stytting ss og áð-
ur var lýst fyrir nf./þf. ft. gæss > gæs, þ.e. nf./þf. ft. mýss > mýs og
lýss > lýs', samsvarandi stytting hefur einnig átt sér stað í færeysku þar
sem nf./þf. ft. er gæs, mýs og lýs. í færeysku fylgja orðin gás, mús og
lús því öll sama mynstri, með óhljóðverptu rótarsérhljóði í allri eintöl-
unni og þgf. og ef. fleirtölunnar en i-hljóðvarpi (á > æ, ú > ý) og núll-
endingu (-0) í nf./þf. fleirtölunnar: gæs-0, mýs-0 og lýs-0. í íslensku
fylgja mús og lús þessu mynstri en beyging gæsarorðsins íslenska hef-
ur tekið allnokkrum breytingum. Breytingarnar á beygingu íslenska
gæsarorðsins andspænis beygingu orðanna mús og lús bæði í íslensku
og færeysku og einnig færeyska orðsins gás eru tvíþættar, eins og lýst
er í (4).
(4) ísl. gæs andspænis fær. gás og ísl./fær. mús og lús
a. Nf./þf. ft. hafa fengið nýtt fleirtölumyndan (-ir í stað -0).
b. Víxlum tveggja rótarsérhljóða (á: æ, sbr. ú: ý) hefur verið
útrýmt (og æ alhæft).
Við styttingu ss í bakstöðu, bæði í íslensku og færeysku, í nf./þf. ft.
gæs-s, mýs-s, lýs-s vék fleirtölumyndanið -s fyrir núllendingu og grein-
armunur nf./þf. et. gás-0, mús-0, lús-0 og nf./þf. ft. gæs-0, mýs-0,