Orð og tunga - 01.06.2006, Blaðsíða 82
80
Orð og tunga
(25) Bæjamafnið í fornbréfum (leturbr. hér)
a. „Gasir" (1446, skrá yfir eignir Munkaþverárklausturs,
DI 4:699 [nr. 732])
b. „ad aboten sele ... iordina gaser er ligur j glæsebæiar
kirkiusoknn" (1452 á Hólum, DI 5:89 [nr. 80])
c. „hier i mote gaf abotinn iordina gaser er liggur i glæsi-
bæiar kirkiu sokn" (1460 á Munkaþverá, DI 5:91 [nr. 82])
d. „Þetta j eignum ... hraukbær, gardzhorn, gááser. dyn-
hagi. biarger" (1525, elsti hlutinn af Sigurðarregistri;
eignir Möðruvallaklausturs, DI 9:318 [nr. 266-78])
(26) Bæjamafnið í nokkrum yngri heimildum
a. „Gaaser, kallast nú almennilega Gæser." Jarðabók Árna
Magnússonar og Páls Vídalín 1712 (Ámi Magnússon og
Páll Vídalín 1943,10:179)
b. „í Apríl seint fórst Jón Björnsson á Gásum norður... "
Mælifellsannáll við árið 1735 {Annálar 1400-1800, 1:652)
c. Málnotkun um miðbik tuttugustu aldar: að fara í Gæsi
(þf.) eða í Gási (þf.) (Nilsson 1975:56)
d. Gásir (flettiorð). „Nafn bæjarins hefur einnig verið ritað
Gásar og Gæsir." Byggðir Eyjafjarðar 1990, 2:574-75.
Eins og þessar heimildir sýna birtist nefnifall og þolfall örnefnisins
(og þá haft um bæinn fremur en verslunarstaðinn) fyrst í heimildum
á fimmtándu öld og þá með rótarsérhljóðinu á í stað hins eldra æ og
endingunni -ir í stað eldri núllendingarinnar: Gásir. A næstu öldum og
fram til nútíma birtist örnefnið ýmist sem Gásir, Gásar eða Gæsir. Kyn
örnefnisins hefur einnig verið nokkuð á reiki (26c) og eru heimildir
frá sjöunda áratug tuttugustu aldar um að það hafi í máli sumra verið
karlkyns og þolfallsmyndin þá bæði Gási og Gæsi (Nilsson 1975:56) og
væntanlega hefur Gása einnig verið til. Þessi þróun er sýnd til frekari
glöggvunar í (27) og þróun samnafnsins er þar endurtekin úr (18).
um um miðja fimmtándu öld, sbr. dæmin í (25). Ekki er ljóst hvenær menn tóku að
hafa vetursetu eða fasta búsetu at Gásum en þó bendir eftirfarandi frásögn úr 2. kap.
Sneglu-Halla þáttar til að það hafi ef til vill verið snemma: „Bárðr hét maðr ok var
hirðmaðr Haralds konungs. Hann sigldi til íslands ok kom út at Gásum ok vistaðisk
þar um vetrinn" (útg. Jónas Kristjánsson 1956:264). Ég þakka Orra Vésteinssyni fyrir
að vekja athygli mína á þessari frásögn.