Orð og tunga - 01.06.2006, Blaðsíða 62
60
Orð og tunga
2 Forsaga
íslenska kvenkynsorðið gæs 'sundfugl af andaætt (anser)' á sér langa
sögu og samsvaranir í fjölda annarra indóevrópskra mála. Meðal
dæma úr grannmálum má nefna fær. gás, nno., sæ., d. gás, fe. gös, ne.
goose, frísn. goes, guos en upprunalega hefur verið nefhljóð í rót orðs-
ins, eins og ljóst má vera af dæmum á borð við fhþ. gans, nhþ. Gans
og holl. gans, enn fremur lat. anser (< *hanser), gr. XVV, sem öll merkja
'gæs' og skr. hamsá- 'gæs, álft'. Frumindóevrópsk mynd orðsins er því
endurgerð *ghans- með nefhljóði og stuttu rótarsérhljóði og í frum-
germönsku hefur það verið *gans-.2 í sumum germönsku málanna,
þar á meðal þeim norðurgermönsku, hefur nefhljóðið fallið brott en
skilið eftir, fyrst um sinn að minnsta kosti, nefkvæði á undanfarandi
sérhljóði sem enn fremur hefur lengst við uppbótarlengingu (Noreen
1923:108 [§123], 168 [§233]).
I íslensku hefur gæsarorðið beygingu kvenkyns samhljóðsstofna
(rótarnafnorða) og í forníslensku hefur það því haft myndina ggss í
nf./þf. ft. Þegar í forníslensku höfðu kvenkyns samhljóðsstofnar ö-
stofna beygingu í eintölu (að öllu eða mestu leyti) með u-hljóðvarpi
í nf., þf. og þgf. þar sem það átti við og því gera höfundar handbóka
oft ráð fyrir að á elsta skeiði hafi gæsarorðið haft nf./þf./þgf. et. ggs,
ef. gásar, sbr. ö-stofna beyginguna nf./þf./þgf. et. sgk, ef. sakar (sjá til
dæmis Noreen 1923:284-85 [§416 og athgr. 3]).
Uppruni orðsins í frg. *gans- gefur, eins og áður sagði, tilefni til
að ætla að rótarsérhljóðið í físl. ggs hafi verið nefkveðið en nefkvæði
hefur verið aðgreinandi þáttur hjá löngum sérhljóðum í íslensku að
minnsta kosti fram á tólftu öld, ef marka má vitnisburð höfundar
Fyrstu málfræðiritgerðarinnar (útg. Hreinn Benediktsson 1972). í kerfi
(langra) nefkveðinna sérhljóða rann q (þ.e. g) saman við og ó (þ.e. ö),
sbr. físl. Qláfr > Óláfr, ngtt > nótt, en í kerfi langra munnkveðinna sér-
hljóða rann g aftur á móti saman við á, sbr. físl. et. sár andspænis ft.
sgr > sár (Hreinn Benediktsson 1959:292-93/2002:58-59, 1965:61-62).
Eigi það við rök að styðjast að gæsarorðið hafi verið ggs — með nef-
kveðnu, u-hljóðverptu rótarsérhljóði — í elstu íslensku hefði hljóðrétt
þróun þess því gefið af sér myndina gós. Engin dæmi hafa þó varð-
veist, eftir því sem næst verður komist, um myndina gós í íslensku,
2Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:293 (gæs), de Vries 1962:157 (gás 1), Bjorvand og
Lindeman 2000:333 (gás), Pokorny 1959,1:412.