Orð og tunga - 01.06.2006, Blaðsíða 63
Haraldur Bemharðsson: Gás, gæs og Gásir, Gásar
61
heldur aðeins gás, og það krefst skýringar. Forsendurnar fyrir því að
búast við gós frekar en gás eru tvær, annars vegar nefkvæði rótarsér-
hljóðsins og hins vegar w-hljóðvarp, og rétt að huga nánar að þessu
tvennu:
í fyrsta lagi verður að hafa í huga að nefkvæði sérhljóða er al-
mennt ekki auðkennt sérstaklega í stafsetningu í varðveittum íslensk-
um handritum (Hreinn Benediktsson 1972:130-31), þótt leifar slíkrar
auðkenningar megi sjá í íslensku hómilíubókinni, Sth. perg. 15 fol. frá
um 1200, þar sem táknun nefkveðins ó (þ.e. ö) er í heildina frábrugð-
in táknun munnkveðins ó og ( (de Leeuw van Weenen 1993:60-61).
í Hómilíubókinni eru þó engin dæmi um gæsarorðið (de Leeuw van
Weenen 2004) svo að hvorki þar né í stafsetningu annarra íslenskra
handrita frá elsta skeiði fæst staðfesting á þeirri ætlun að sérhljóðið í
gQS hafi verið nefkveðið. Hún er því einvörðungu reist á samanburði
við önnur mál, eins og áður var greint frá, og reyndar virðist ekki brýn
ástæða til að efast um að brottfall nefhljóðsins í rótinni hafi valdið nef-
kvæði sérhljóðsins; eðlilegra virðist aftur á móti að spyrja hve lengi
nefkvæði sérhljóðsins var kerfislega aðgreinandi og hvenær hið nef-
kveðna q féll saman við nefkveðið ó. Til að mynda gæti það hugsast
að í einhverri mállýsku eða mállýskum elstu íslensku hafi aðgreining
hinna nefkveðnu ( og ó haldist alveg þangað til nefkvæði hætti að
vera aðgreinandi í sérhljóðakerfinu; í þessari (íhaldssömu) mállýsku
hefði hið upprunalega nefkveðna ( þá ekki fallið saman við ó (eins og
algengast var) heldur væntanlega hið langa munnkveðna ( sem síð-
ar féll svo (í öllum mállýskum) saman við á, sbr. físl. ft. s(r > sár. Þar
með hefði komið upp myndin gás sem með tímanum hefði getað rutt
gós úr vegi. Þessi hugmynd verður þó ekki studd neinum sjálfstæðum
heimildum og hér verður því að nægjast með getgátur einar.
í öðru lagi hlýtur sú spurning að vakna hvort gæsarorðið hafi
sannanlega haft u-hljóðvarp í nf., þf. og þgf. et., þ.e. hvort það hafi í
raun haft fullkomna ö-stofna beygingu í eintölu. Því er til að svara að,
eftir því sem næst verður komist, hafa engin dæmi varðveist er sýnt
gætu að þetta orð hafi í elsta máli haft rótarsérhljóðið (. Hinu hljóð-
verpta ( og óhljóðverpta á er haldið í sundur í stafsetningu á til að
mynda íslensku hómilíubókinni, Sth. perg. 15 4to, en hvorki þar né í
öðrum handritum á elsta skeiði er að finna nein dæmi um gæsarorð-
ið (sjá til dæmis orðasafn Larssons 1891). Kvenkyns samhljóðsstofn-
ar (rótarnafnorð) hafa, eins og áður var getið, jafnan ö-stofna beyg-