Orð og tunga - 01.06.2006, Blaðsíða 70
68
Orð og tunga
Myndir með rótarsérhljóðinu á eru þó lífseigar í uppskriftum gamalla
texta. í Kormáks sögu á NKS 1147 fol. er jafnframt dæmunum í (8b)
eitt dæmi um þf. et. „Gás" (24rbl8) og í AM 554 g 4to eru jafnframt
dæminu í (8c) þrjú dæmi um þf. et. með á: „gaas" (18r26), „heim-
gaasina" (18r27) og „gaasina" (18vl-2).9 Guðmundur Andrésson (d.
1654) hefur bæði „Gás" og „Giæs" sem flettiorð í orðabók sinni sem
prentuð var 1683 (útg. 1999:56, 59) en segir að gæs sé venjulega not-
að um fuglinn en gás aftur á móti um 'kvensköp'.10 Björn Halldórs-
son (1724-94) hefur einnig bæði „Gás" og „Gæs" í orðabók sinni sem
prentuð var 1814 (útg. 1992:171, 195). Aftur á móti þýðir Jón Ámason
lat. anser aðeins með „Giæs" í Nucleus Latinitatis 1738 (útg. 1994:10)
og í sömu flettu koma einnig fyrir þgf. et. „Giæs" og ef. ft. í samsetn-
ingunni „Giæsa feiti". í málfræði Jóns Magnússonar (1997:146-147),
sem lokið hefur verið 1738, er getið um bæði nf. et „gás" og „giæs"
en því miður er þar engin umfjöllun um beygingu orðanna (og ekki
greint frá merkingu þeirra). Myndir með rótarsérhljóðinu á hafa því
lifað lengi jafnframt myndum með æ og slíkar myndir er að finna í rit-
málssafni Orðabókar Háskólans að minnsta kosti fram á nítjándu öld.
Til að mynda lifir gás í orðasambandinu að gjalda einhverjum gagl fyrir
gás 'launa einhverjum eitthvað illa, svíkja einhvern í viðskiptum' sem
kemur fyrir þegar í fornu máli en verður þó að teljast sjaldgæft í nú-
tímamáli (Jón G. Friðjónsson 1993:174). Þá er og að finna í ritmálssafn-
inu nokkur dæmi um nf./þf. ft. gásir þar sem rótarsérhljóðið á hefur
rutt æ úr vegi, sbr. (7f) að framan, en þau dæmi eru reyndar ekki mörg.
Ef marka má þau dæmi sem fundist hafa er upphafs beggja breyt-
inganna í samnafninu að leita á sextándu öld. Ýmislegt virðist benda
til að breyting fleirtöluendingarinnar (nf./þf. ft. -0 —> -ir, sbr. 4a) sé
9Auk þess er í AM 554 g 4to ef. ft. „Gaasa" (18v9) rímskorðað í vísu (útg. Einar
Ól. Sveinsson 1939:283) en þeirri vísu er sleppt í NKS 1147 fol. Það vekur athygli
að í þessum kafla Kormáks sögu (útg. Einar Ol. Sveinsson 1939:282-83) þar sem eru
fjögur dæmi um þf. et. orðsins gás er það fyrsta dæmið af fjórum í textanum sem
hefur rótarsérhljóðið á í NKS 1147 fol. og fyrstu þrjú í AM 554 g 4to: skrifararnir
fylgja forritum sínum framan af en svo tekur þeirra eigin mál völdin og gás- víkur
fyrir gæs-.
10„Gas / f.g. Anser, Gansa [svo]; item Vulva muliebris, aliás giæs solet vocari Avis,
gas Os Vulvæ, porro" (Guðmundur Andrésson útg. 1999:56). Guðmundur vísar hér
til þess að jafnframt gás 'sundfugl af andaætt' er til kvenkynsorðið gás er hefur merk-
inguna 'kvensköp' og síðar einnig 'gála, lauslát kona'. Síðarnefnda orðið, sem heldur
rótarsérhljóðinu á, hefur ekki þróast á sama hátt og fuglsorðið og er því ekki til um-
ræðu hér.