Orð og tunga - 01.06.2006, Blaðsíða 36
34
Orð og tunga
1. Regluleg beyging er ekki birt:
Beygingin er fyrirsegjanleg út frá orðflokki, kyni og stofngerð,
t.d.
hest I ur kk, penn I i kk, bjór i kk, mó I r kk
rústa s
2. Allar aðrar beygingar eru birtar í orðabókinni (á einhvern hátt),
t.d.
gest I ur (-s, -ir) KK
fjörð I ur (fjarðar, firðir, þgfet. firði) KK
keyra (keyrði keyrt) S
Þarna er notendum ætluð talsverð þekking á beygingarkerfinu og ekki
er víst að allir notendur geri sér ljóst hvaða merkingu það hefur þeg-
ar engar beygingarupplýsingar fylgja orði. íslenskir notendur orða-
bókar þar sem þessi leið er farin eru reyndar ekki mjög líklegir til að
koma að tómum kofunum; það er fremur ósennilegt að þeir þurfi að
fletta upp kenniföllum eða kennimyndum orða úr opnum (regluleg-
um) beygingarflokkum. Ófyrirsegjanlegar myndir þyrfti samt alltaf að
birta, þ.m.t. þágufall eintölu af sterkum karlkynsorðum og nefnifall
fleirtölu af veikum kvenkynsorðum. Þar virðast engar reglur duga til
að ákvarða hver beygingin er.6
Þessi leið byggir m.ö.o. á því að notendur viti hvaða merkingu það
hefur ef enginn beygingarlýsing fylgir orði. Málfræðiupplýsingarnar
sem fylgja þessum orðum eru þá aðeins orðflokkur, kyn nafnorða og
táknun á stofngerð, t.d. með lóðréttu striki á undan nefnifallsendingu
í karlkynsnafnorðum.
4.1.3 Orðabókin á að duga ...
Þriðja leið Mugdans í framsetningu beygingarupplýsinga í orðabók-
um er að gera kröfu um að orðabókin ein dugi til þess að notandinn
fái fullnægjandi upplýsingar um beygingu orðs, án þess að gert sé
ráð fyrir mikilli málkunnáttu. í íslensku væri hægt að gera þetta á tvo
vegu:
6Þetta kom skýrt í ljós við vinnu við Beijgingarlýsingit íslensks nútímamáls á Orða-
bók Háskólans. Þar eru settar fram tilgátur um þessar beygingarmyndir orða, byggð-
ar á talsverðum rannsóknum, en rækileg úttekt á þessu er ekki til.