Orð og tunga - 01.06.2006, Blaðsíða 69
Haraldur Bernharðsson: Gás, gæs og Gásir, Gásar
67
er þó varasöm ályktun því að í þennan flokk setur hann orðið nös án
nokkurra athugasemda um víxl rótarsérhljóða sem hljóta að hafa verið
í beygingu þess þá sem nú (et. nös, ft. nasir en varla *nösir).
Gamla myndin nf./þf. ft. gæs lifir þó áfram í uppskriftum eldri
texta. í 57. kap. búnaðarbálks Jónsbókar kemur fyrir þf. ft. gæss (útg.
Ólafur Halldórsson 1904:190.14) og þá fleirtölumynd (með núllend-
ingu eftir styttingu ss) er að finna í mörgum Jónsbókarhandritum frá
sextándu og sautjándu öld og í útgáfunni 1578 er prentað þf. ft. „Giæs"
(ljóspr. útg. Ólafur Lárusson 1934:x.ij). I ritmálsskrá Orðabókar Há-
skólans er aðeins að finna eitt dæmi um nf./þf. ft. gæs(s) og er það í
ljóði eftir Matthías Jochumsson frá 1910 (1956-58,1:557.25); þar er vís-
ast um fornyrði að ræða en ekki daglegt mál á síðari hluta nítjándu
aldar eða fyrri hluta þeirrar tuttugustu.
Rótarsérhljóðið á í gás(-) virðist allsráðandi á þrettándu, fjórtándu
og fimmtándu öld, til dæmis þf. et. „gas" í Ólafs sögu helga á Sth. perg.
2 4to (27v8), frá um 1250-1300 (ljóspr. útg. Jón Helgason 1942; útg.
Johnsen og Jón Helgason 1941, 1:217.2), þf. et. „gas" í Kormáks sögu
á Möðruvallabók, AM 132 fol. (127va41), frá um 1330-70, og þf. et.
„gasina" (127vb7 og 127vbl3) (útg. van Arkel-de Leeuw van Weenen
1987) og þf. et. „gas" í Ólafs sögu helga á Tómasskinnu, GKS 1008 fol.
(115vl7) frá um 1450-1500 (ljóspr. útg. Loth 1964). Elstu þekktu dæmi
um alhæfingu rótarsérhljóðsins æ úr nf./þf. ft. gæs(s) á kostnað á eru
frá síðari hluta sextándu aldar og sautjándu öld, eins og sýnt er í (8).
(8) Elstu þekktu dæmi um alhæfingu rótarsérhljóðs nf./þf. ft.
a. nf. et. „Giæs", þf. et. „Giæs" í Guðbrandsbiblíu 1584
(Bandle 1956:263)
b. þf. et. „gigsina" í Kormáks sögu á NKS 1147 fol. (þrjú
dæmi: 24rbl8-19, 24rb22, 24rb25) frá sautjándu öld (sbr.
útg. Einars Ól. Sveinssonar 1939:282-83)
c. þf. et. „giæsina" í Kormáks sögu á AM 554 g 4to (18v5-6)
frá sautjándu öld8
8Meðal dæma í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er þf. et. gæs sem sagt er frá
fyrsta þriðjungi sextándu aldar, nánar tiltekið 1508. Dæmið er í orðtakinu þn skal grípa
gæs er gefst sem Páll Eggert Ólason (1944:53) eignar Ögmundi Pálssyni Skálholtsbisk-
upi og tengir atburði sem sagður er hafa átt sér stað 1508 (eða 1505; sjá Jón G. Frið-
jónsson 1993:210). Ekki er ljóst á hvaða heimildum þetta er byggt og því ekki hægt að
reiða sig á að Ögmundur hafi notað myndina gæs frekar en gás.