Orð og tunga - 01.06.2006, Blaðsíða 15
Birna Arnbjörnsdóttir: Orðabækur, málfræðigrunnar og netkennsla 13
leg til að hjálpa byrjanda í íslenskunámi til að byggja upp málkerfi
íslenskunnar. Hér er gengið út frá því að markmið íslenskukennslu sé
að kenna nemendum staðlað nútímamál.
Að sumu leyti virðist þessi nýja hugmyndafræði, þ.e hugsmíða-
hyggjan og samskiptanetanálgunin, ganga í berhögg við niðurstöð-
ur rannsókna á máltileinkun fullorðinna sem hafa sýnt að þrátt fyrir
góðan vilja og næg tækifæri og, að því er virðist, mikið ílag s.s. þeg-
ar nemandi er að tileinka sér tungumálið sem talað er í málumhverfi
hans, virðist fullorðið fólk ekki læra tungumál með því einu að nota
það eða leika sér með það (Schmidt and Frota 1986). Það eitt og sér að
hafa nægilegt ílag í umhverfinu, þ. e. nægilegan aðgang að tungumál-
inu virðist ekki nægja til að nemendur tileinki sér formgerð málsins,
a. m. k. ekki fullorðnir nemendur (Schmidt og Frota 1986, Doughty
og Williams 1998). Þetta hefur áratuga áhersla á flæði og tjáskipti í
tungumálakennslu sýnt. Aukið flæði hefur fengist á kostnað hittni,
þ. e. þó að nemendur hafi aukið færni sína til að tjá sig á markmálinu
hefur það ekki að sama skapi aukið getu nemandans til að tala rétt.
Þetta á sérstaklega við um beygingamál. í ljósi þessarar reynslu hef-
ur áhugi fræðimanna aukist á undanförnum árum á orsökum og eðli
stöðnunar (fossilization, end state) í tungumálanámi því að ljóst er að
máltileinkun hjá langflestum fullorðnum staðnar áður en millimálið
nær að endurspegla málkerfi markmálsins fullkomlega (Bley-Vroman
1989, Lardiere 1998, Birdsong 1999).
Varhugavert er að yfirfæra kennslunálgun sem byggist á því að
efla málfæmi með því að auka tækifæri til tjáskipta manna í millum
(augliti til auglitis) og þá oftar en ekki með kennara sem kann eitthvað
fyrir sér í markmálinu beint á aðstæður þar sem tjáskipti em milli
nemanda og tölvu. Margir sem aðhyllast tjáskiptanálgim í tungumála-
kennslu hafa haldið því fram að málfræðikennsla væri næsta óþörf
(Krashen 1989) og þar með mætti draga þá ályktun að óþarfi sé að hafa
upplýsingar um málfræði í orðabókum. Þetta hljómar eins og ákveð-
in þversögn — en þegar hugsmíðahyggjumenn tala um að greiður
aðgangur að hmgumálinu sé forsenda máltileinkunar eiga þeir við
tungumálið sjálft en ekki hefðbundnar málfræðiútskýringar — eins og
dæmið af Google hér á undan sýndi. En þegar um sjálfsnám á netinu
er að ræða, án kennara eða leiðbeinanda, verður það ennþá mikilvæg-
ara að nemandinn hafi aðgang að réttum upplýsingum um tungumál-
ið og þurfi ekki að reiða sig á misgóðar heimasíður og opin alfræðisöfn