Orð og tunga - 01.06.2006, Blaðsíða 95
Katrín Axelsdóttir
Hvað er klukkan?
1 Inngangur
Að segja til um hvað klukkan er mun þykja hversdagsleg athöfn. En
hún á sér að líkindum ekki ýkja langa sögu hér á landi meðal almenn-
ings. Um stundaklukkur er getið á biskupsstólimum, á Hólum á 16.
öld og í Skálholti á 17. öld, og talið er að á sumum efnaheimilum hafi
verið til stundaklukkur fyrir 1800. En klukkur fóru ekki að breiðast
út fyrr en eftir miðja 19. öld. Svipaða sögu er að segja um vasaúr, en
armbandsúr voru enn síðar á ferðinni. Þau voru varla til fyrr en eftir
heimsstyrjöldina fyrri. Áður studdust menn við stöðu sólar og stjarna,
eða þá sjávarföll, og sumir áttu shmdaglös. Orðin sem notuð voru um
tíma dagsins voru eyktamörkin (ótta, miðnr morgunn, dagmál, hádegi,
nón, miðaftann, náttmál og miðnætti), enda skipti nákvæmur tími litlu
máli í bændasamfélaginu.1 Konráð Gíslason (1851:244) þýddi Klokk-
en to venter jeg ham með 'jeg á von á honum einni stundu fyrir nón',
en hugsanlega var hann hér að fyma mál sitt, enda hreintungumaður.
Kona sem fædd var í Húnavatnssýslu 1913 mundi aðeins eftir grófum
tímaviðmiðum þegar hún var að alast upp.2 Stefán Einarsson (1897-
1973), sem var Austfirðingur, úr Breiðdal, segir (1949:204) að öll eykta-
heiti nema ótta og e.t.v. rismál og dagmál séu algeng í sveitum á ís-
'Um tímamæla og tímaviðmið, sjá Jónas Jónasson 1961:1-2 og Arna Björnsson
1990:82-91, og rit sem hann vitnar til.
2Herborg Gestsdóttir (1913-2005), samtal.
Orð og tunga 8 (2006), 93-103. © Orðabók Háskólans, Reykjavík.