Orð og tunga - 01.06.2006, Síða 62

Orð og tunga - 01.06.2006, Síða 62
60 Orð og tunga 2 Forsaga íslenska kvenkynsorðið gæs 'sundfugl af andaætt (anser)' á sér langa sögu og samsvaranir í fjölda annarra indóevrópskra mála. Meðal dæma úr grannmálum má nefna fær. gás, nno., sæ., d. gás, fe. gös, ne. goose, frísn. goes, guos en upprunalega hefur verið nefhljóð í rót orðs- ins, eins og ljóst má vera af dæmum á borð við fhþ. gans, nhþ. Gans og holl. gans, enn fremur lat. anser (< *hanser), gr. XVV, sem öll merkja 'gæs' og skr. hamsá- 'gæs, álft'. Frumindóevrópsk mynd orðsins er því endurgerð *ghans- með nefhljóði og stuttu rótarsérhljóði og í frum- germönsku hefur það verið *gans-.2 í sumum germönsku málanna, þar á meðal þeim norðurgermönsku, hefur nefhljóðið fallið brott en skilið eftir, fyrst um sinn að minnsta kosti, nefkvæði á undanfarandi sérhljóði sem enn fremur hefur lengst við uppbótarlengingu (Noreen 1923:108 [§123], 168 [§233]). I íslensku hefur gæsarorðið beygingu kvenkyns samhljóðsstofna (rótarnafnorða) og í forníslensku hefur það því haft myndina ggss í nf./þf. ft. Þegar í forníslensku höfðu kvenkyns samhljóðsstofnar ö- stofna beygingu í eintölu (að öllu eða mestu leyti) með u-hljóðvarpi í nf., þf. og þgf. þar sem það átti við og því gera höfundar handbóka oft ráð fyrir að á elsta skeiði hafi gæsarorðið haft nf./þf./þgf. et. ggs, ef. gásar, sbr. ö-stofna beyginguna nf./þf./þgf. et. sgk, ef. sakar (sjá til dæmis Noreen 1923:284-85 [§416 og athgr. 3]). Uppruni orðsins í frg. *gans- gefur, eins og áður sagði, tilefni til að ætla að rótarsérhljóðið í físl. ggs hafi verið nefkveðið en nefkvæði hefur verið aðgreinandi þáttur hjá löngum sérhljóðum í íslensku að minnsta kosti fram á tólftu öld, ef marka má vitnisburð höfundar Fyrstu málfræðiritgerðarinnar (útg. Hreinn Benediktsson 1972). í kerfi (langra) nefkveðinna sérhljóða rann q (þ.e. g) saman við og ó (þ.e. ö), sbr. físl. Qláfr > Óláfr, ngtt > nótt, en í kerfi langra munnkveðinna sér- hljóða rann g aftur á móti saman við á, sbr. físl. et. sár andspænis ft. sgr > sár (Hreinn Benediktsson 1959:292-93/2002:58-59, 1965:61-62). Eigi það við rök að styðjast að gæsarorðið hafi verið ggs — með nef- kveðnu, u-hljóðverptu rótarsérhljóði — í elstu íslensku hefði hljóðrétt þróun þess því gefið af sér myndina gós. Engin dæmi hafa þó varð- veist, eftir því sem næst verður komist, um myndina gós í íslensku, 2Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:293 (gæs), de Vries 1962:157 (gás 1), Bjorvand og Lindeman 2000:333 (gás), Pokorny 1959,1:412.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.