Orð og tunga - 01.06.2013, Page 65

Orð og tunga - 01.06.2013, Page 65
55 Þórdís Úlfarsdóttir: islex - norræn margmála orðabók 5.3 Orðasambönd og orðastæður Orðasambönd eru áberandi hluti af iSLEX-orðabókinni og er lögð meiri áhersla á að lýsa merkingu þeirra og notkun en hingað til hefur tíðkast í íslensk-erlendum orðabókum. Astæður þess eru einkum þær að orðasambönd eru mjög stór hluti af tungumálinu og að mörg föst orðasambönd geta verið ógegnsæ og erfið viðureignar fyrir erlenda notendur. í islex eru öll orðasamböndin þýdd á markmálin og hefur það hagnýtt gildi í báðar áttir í tveggja mála (eða margmála) orðabók þar sem íslenskir notendur geta notfært sér þennan þátt ekki síður en hinir erlendu. Hugtakið orðasamband hefur fremur víða skilgreiningu (sjá t.d. Jón Hilmar Jónsson 2005:xix-xx) en í einfaldasta skilningi er það fast samband tveggja eða fleiri orða. I islex er gerður greinarmunur á tvenns konar orðasamböndum. Orðasamband er notað um orðtak eða myndhverft samband þar sem kjarni þess hefur oft lítið eða ekkert að gera með merkingu sambandsins í heild: <bíða> með öndina í hálsinum, <þeir>fara í hár saman, vera á höttunum eftir <upplýsingum>, hafa <lítið> upp úr krafsinu. Orðastæða samsvarar því sem nefnist á ensku collocation og kolloka- tion á dönsku og sænsku. I slíkum samböndum kemur orðið fyrir sem kjarnaliður með föstum fylgdarorðum, einu eða fleirum (franskar kartöflur, komandi kynslóðir, kaffi og með því, sólin er hátt/lágt á lofti). Stundum er sagnorð kjarnaliður (brjóta afsér, ráða <fólk> til starfa, vilja <honum> vel). Fjöldi myndhverfra orðasambanda í islex er um 4400 og orðastæðna um 9600. Mikill meirihluti beggja gerða þessara sambanda er fenginn úr gagnagrunni Stóru orðabókarinnar um íslenska málnotkun (hér eftir skammstafað SOB) (Jón Hilmar Jónsson 2005) með leyfi höfundar, sem raunar annaðist sjálfur val orðasambanda fyrir nafnorðafletturnar í islex. Sum orðasamböndin hafa þó komið inn í verkið eftir öðrum leiðum. Framsetning orðasambanda er með svipuðum hætti og í SOB (sjá ítarlega greinargerð um það í inngangi bókarinnar; ibid.:xix-xxii). Eitt megineinkenni orðasambanda í SOB er að breytilegir liðir eru afmarkaðir með oddklofum: krús af<öli>, rissa upp <mynd affugli>, vera um kyrrt <í sveitinni>. Þetta fyrirkomulag hefur verið tekið upp í islex- orðabókinni með dálitlum breytingum sem til eru komnar vegna ólíks hlutverks þessara tveggja orðabóka. Þar sem öll orðasambönd í islex eru þýdd á markmálin, líka þau orð sem eru umlukin oddklofum, verður að gera þau þannig úr garði að hægt sé með góðu móti að þýða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.