Orð og tunga - 01.06.2013, Blaðsíða 65
55
Þórdís Úlfarsdóttir: islex - norræn margmála orðabók
5.3 Orðasambönd og orðastæður
Orðasambönd eru áberandi hluti af iSLEX-orðabókinni og er lögð
meiri áhersla á að lýsa merkingu þeirra og notkun en hingað til hefur
tíðkast í íslensk-erlendum orðabókum. Astæður þess eru einkum þær
að orðasambönd eru mjög stór hluti af tungumálinu og að mörg föst
orðasambönd geta verið ógegnsæ og erfið viðureignar fyrir erlenda
notendur. í islex eru öll orðasamböndin þýdd á markmálin og hefur
það hagnýtt gildi í báðar áttir í tveggja mála (eða margmála) orðabók
þar sem íslenskir notendur geta notfært sér þennan þátt ekki síður en
hinir erlendu.
Hugtakið orðasamband hefur fremur víða skilgreiningu (sjá t.d.
Jón Hilmar Jónsson 2005:xix-xx) en í einfaldasta skilningi er það fast
samband tveggja eða fleiri orða. I islex er gerður greinarmunur á
tvenns konar orðasamböndum. Orðasamband er notað um orðtak eða
myndhverft samband þar sem kjarni þess hefur oft lítið eða ekkert að
gera með merkingu sambandsins í heild: <bíða> með öndina í hálsinum,
<þeir>fara í hár saman, vera á höttunum eftir <upplýsingum>, hafa <lítið>
upp úr krafsinu.
Orðastæða samsvarar því sem nefnist á ensku collocation og kolloka-
tion á dönsku og sænsku. I slíkum samböndum kemur orðið fyrir sem
kjarnaliður með föstum fylgdarorðum, einu eða fleirum (franskar kartöflur,
komandi kynslóðir, kaffi og með því, sólin er hátt/lágt á lofti). Stundum er
sagnorð kjarnaliður (brjóta afsér, ráða <fólk> til starfa, vilja <honum> vel).
Fjöldi myndhverfra orðasambanda í islex er um 4400 og orðastæðna
um 9600. Mikill meirihluti beggja gerða þessara sambanda er fenginn
úr gagnagrunni Stóru orðabókarinnar um íslenska málnotkun (hér eftir
skammstafað SOB) (Jón Hilmar Jónsson 2005) með leyfi höfundar, sem
raunar annaðist sjálfur val orðasambanda fyrir nafnorðafletturnar í
islex. Sum orðasamböndin hafa þó komið inn í verkið eftir öðrum
leiðum.
Framsetning orðasambanda er með svipuðum hætti og í SOB (sjá
ítarlega greinargerð um það í inngangi bókarinnar; ibid.:xix-xxii).
Eitt megineinkenni orðasambanda í SOB er að breytilegir liðir eru
afmarkaðir með oddklofum: krús af<öli>, rissa upp <mynd affugli>, vera
um kyrrt <í sveitinni>. Þetta fyrirkomulag hefur verið tekið upp í islex-
orðabókinni með dálitlum breytingum sem til eru komnar vegna ólíks
hlutverks þessara tveggja orðabóka. Þar sem öll orðasambönd í islex
eru þýdd á markmálin, líka þau orð sem eru umlukin oddklofum,
verður að gera þau þannig úr garði að hægt sé með góðu móti að þýða