Orð og tunga - 01.06.2013, Page 87
Rósa Elín Davíðsdóttir: Hlutverk tvímála orðabóka
77
Líklegt er að notendur nýrrar íslensk-franskrar orðabókar yrðu
aðallega íslendingar. Gera má ráð fyrir að Islendingar sem leggja
stund á frönskunám séu fleiri en frönskumælandi notendur sem að
einhverju marki hafa vald á íslensku þar sem franska hefur mikilvægari
stöðu sem erlent tungumál í íslensku skólakerfi heldur en íslenska í
Frakklandi. Þannig mætti setja málbeitingarhlutverk nýrrar íslensk-
franskrar orðabókar í forgrunn og ætla að ný íslensk-frönsk orðabók
nýttist fyrst og fremst íslenskumælandi notendum sem vilja tjá sig
á frönsku munnlega eða skriflega. Yfirleitt er gengið út frá því að
annað málið í tvímála orðabókum, annaðhvort viðfangsmálið (málið
sem lýsingin beinist að) eða markmálið (málið sem þýtt er yfir á) sé
móðurmál notandans (Svensén 2009:13) og þannig er gert ráð fyrir
því að notendur orðabóka búi yfir ákveðinni færni í móðurmáli sínu
sem nýtist þeim annaðhvort við að þýða af móðurmáli sínu eða yfir
á móðurmál sitt (Kromann, Riiber og Rosbach 1991:2715; Sanders
2005:45). Sú er þó ekki raunin, þegar slíkar tvímála orðabækur vantar
og íslenskir notendur verða að notast við til dæmis ensk-franskar eða
dansk-þýskar orðabækur.
Samkvæmt þessari tvískiptingu eftir hlutverki og eftir því hvort
móðurmálnotandanserviðfangsmáleðamarkmálorðabókarmáhalda
því fram að fyrir hvert tungumálapar þyrfti fjórar orðabækur. Þannig
þyrfti eina íslensk-franska orðabók sem gagnaðist íslenskumælandi
notendum sem málbeitingarorðabók (L1-^L2) og aðra sem væri
notuð sem skilningsorðabók af frönskumælandi notendum (L2->L1).
Slík aðgreining er þó einungis fræðileg og óhagkvæm í reynd og
yfirleitt skírskota tvímála orðabækur að einhverju leyti til ólíkra notk-
unarþarfa og hópa. Þannig er oft reynt að þjóna báðum notenda-
hópum með orðabókum sem eru í senn skilningsorðabækur og
málbeitingarorðabækur og er þá talað um tvíbeindar orðabækur (e.
bidirectional) (Svensén 2009:18).14
islex veforðabókin er dæmi um tvíbeinda orðabók en hún hefur
íslensku sem viðfangsmál og norrænu málin dönsku, norskt bókmál,
nýnorsku og sænsku sem markmál15 og beinist þannig í senn að
norrænum notendum til skilnings á íslensku, t.d. þýðendum úr
14 Hugtakið bifunctional er einnig notað um orðabók sem gegnir tvöföldu hlutverki,
t.d. tvímála orðabók frá tungumáli A til B sem er í senn ætlað að nýtast sem „aktíf"
orðabók (til málbeitingar og við þýðingar af móðurmáli yfir á erlent tungumál)
og sem „passíf" orðabók (við að skilja texta og við þýðingar af erlendu máli yfir á
móðurmál) (NLO 1997: 85, Kromann 1990:18).
15 Unnið er að því að bæta færeysku við sem markmáli.