Orð og tunga - 01.06.2013, Page 88
78
Orð og tunga
íslensku yfir á eitthvert norrænu málanna (sem L2->L1 orðabók), og að
Islendingum sem vilja tjá sig á einhverju norrænu málanna (sem L1 A L2
orðabók) (Aldís Sigurðardóttir et al. 2008:780).16 Tvímála orðabókin
GRC beinist einnig að tveimur notendahópum, enskumælandi og
frönskumælandi. Hún er jafnframt tvístefnuorðabók (e. biscopal) og
sameinar þannig gerðirnar L1AL2 og L2->L1 en sú leið er oft farin
með tvíbeindar orðabækur. Þannig gegnir hvor hluti fyrir sig tvöföldu
hlutverki og í tilfelli GRC17 á ensk-franski hlutinn að hjálpa ensku-
mælandi notendum að tjá sig á frönsku og þeim frönskumælandi
að skilja ensku, og öfugt hvað varðar fransk-enska hlutann. GRC er
ein viðamesta orðabókin fyrir tungumálaparið ensku og frönsku en
hún inniheldur um 425.000 orð og orðasambönd (að báðum hlutum
meðtöldum) og býður upp á fjölmörg dæmi um orðanotkun, bæði
frjálsa og fasta.
Eins og fyrr segir er líklegast að íslensk-frönsk orðabók nýtist fyrst
og fremst íslenskum frönskunemendum en þar sem töluverð gróska
er í þýðingum á íslenskum bókmenntum yfir á frönsku og íslenska
er kennd í nokkrum háskólum í Frakklandi verður skoðað hvernig
íslensk-frönsk orðabók gæti einnig nýst frönskumælandi notendum
og hvaða áhrif það hefði á val efnisatriða. I því skyni verða fyrrnefndar
orðabækur, islex og GRC, hafðar til hliðsjónar í umfjöllun um nýja
íslensk-franska orðabók.
3.2 Aðferðir og sjónarmið við val flettiorða og forsendur
þess
Áætlaður notendahópur hefur áhrif á val flettiorða sem og á þær upp-
lýsingategundir sem þurfa að koma fram í orðsgreinum orðabókar.
Góð málbeitingarorðabók (L1->L2 orðabók) þarf að veita upplýsing-
ar um hvernig á að nota jafnheitin á erlenda málinu og þurfa orðs-
greinar slíkrar orðabókar því að innihalda notkunardæmi, merkingar-
aðgreiningu og orðastæður. Þeir sem leitast við að tjá sig á erlendu
máli þurfa frekar á almennum orðaforða að halda, orðaforða sem
tengist daglegu lífi en síður á fornyrðum og staðbundnum orðaforða.
Málbeitingarorðabækur ættu því að takmarkast við virkan og al-
mennan orðaforða. Góð skilningsorðabók (L2AL1) ætti aftur á móti
16 islex er byggð á gagnagrunni og inniheldur um 50.000 flettur og þýðingar á þeim
(Aldís Sigurðardóttir et al. 2008: 780).
17 GRC er unnin af tveimur útgáfufyrirtækjum, Collins í Englandi og Les Dictionnaires
Le Robert í Frakklandi.